Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1383 svör fundust

category-iconHeimspeki

Hvers vegna er rökfræðin svona flókin og hver er tilgangurinn með henni?

Rökfræði fjallar um það hvenær eina setningu, sem við köllum niðurstöðu, leiðir af öðrum setningum, sem við köllum þá forsendur. Og ástæðan fyrir því að rökfræði getur verið flókin er í sem stystu máli sú að það getur verið flókið mál hvenær niðurstöðu leiðir af gefnum forsendum. Aþenuskólinn e. Rafael. Aristótel...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvað eru gelgjustælar og af hverju fá krakkar þá en ekki fullorðnir?

Sennilega er sálfræðingurinn Erik Erikson [1] einn af frægustu fræðimönnunum sem fjallað hafa um unglingsárin. Hann hélt því fram að á öllum æviskeiðum hefðum við ákveðið verk að vinna, mismunandi fyrir hvert æviskeið, allt frá fæðingu til dauðadags. Ef okkur tekst til dæmis ekki að læra að treysta öðru fólki á fy...

category-iconÞjóðfræði

Hvaða rannsóknir hefur Árni Björnsson stundað?

Fyrstu ritsmíðar Árna sem kallast gætu vísindalegar munu vera tvær ritgerðir til fyrrihluta prófs í íslenskum fræðum vorið 1956. Önnur var í merkingarfræði og hét Aldur, uppruni og saga nokkurra íslenskra hátíðanafna. Hin var í sagnfræði og hét Skreiðarútflutningur Íslendinga fram til 1432. Næst kom 1961 kandídats...

category-iconStærðfræði

Hver var Kurt Gödel og hvert var framlag hans til stærðfræðinnar?

Kurt Gödel hefur verið kallaður mesti rökfræðingur síðan á dögum Aristótelesar. Gödel-setningin svonefnda, sem hann sannaði á tuttugasta og fimmta aldursári, er ein frægasta niðurstaða stærðfræðinnar: Hún er þekkt langt út fyrir raðir stærðfræðinga, og það er sárasjaldgæft. Hún er kannski líka sú stærðfræðiniðurst...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hefur hreyfingarstefna áhrif á þyngd?

Svarið er nei, yfirleitt ekki, en samt í vissum skilningi já! Þyngd hlutar í bókstaflegum skilningi er heildarkrafturinn sem verkar á hann vegna annarra massa í kring. Þessi kraftur er eingöngu háður stað hlutarins en ekki hraða eða stefnu. Ef við erum í grennd við jörðina ræðst þyngd okkar þess vegna eingöngu ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvort er rétt að skrifa kónguló eða könguló?

Samkvæmt Íslenskri orðabók í ritstjórn Árna Böðvarssonar, 2. útgáfu frá árinu 1983, eru bæði orðin jafn gild í rituðu máli, og þau virðast notuð jöfnum höndum meðal almennings. Í nýju orðabókinni, 3. útgáfu í ritstjórn Marðar Árnasonar, er þó aðeins að finna orðin könguló og köngulló, og köngulóin virðist einn...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Úr því að tunglið getur valdið sólmyrkva getur Venus ekki eins gert það?

Þessari spurningu má svara á ýmsa vegu. Einfaldast er að leiða hugann að því hvernig sólin, tunglið og Venus birtast okkur á himninum. Þegar tunglið myrkvar sólina er það í sömu stefnu og hún frá okkur að sjá. Nauðsynlegt skilyrði þess að Venus geti myrkvað sólina er á sama hátt að hún gangi einhvern tímann fy...

category-iconFöstudagssvar

Stóll sem gerður er úr tré, getur hann orðið lifandi ef maður vökvar hann nóg?

Þetta fer að sjálfsögðu eftir hönnun stólsins, viðartegund og fleiru. Ef hann er til dæmis úr harðviði sem þrífst ekki á Íslandi, vel heflaður, slípaður og lakkaður, er ekki líklegt að spyrjanda takist að koma lífi í hann. En ef maður smíðar sér stól til að mynda úr Alaskavíði (Salix alaxensis), lætur vera að taka...

category-iconLögfræði

Eru miðilsstörf virðisaukaskattsskyld starfsemi?

Um meginreglu virðisaukaskattskyldu hér á landi má lesa í 1. gr. laga nr. 50 frá árinu 1988. Er hún svohljóðandi:Greiða skal í ríkissjóð virðisaukaskatt af viðskiptum innan lands á öllum stigum, svo og af innflutningi vöru og þjónustu, eins og nánar er ákveðið í lögum þessum. Samt sem áður er tiltekið í lögunum að...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvar keypti Davíð ölið?

Orðasambandið um Davíð og ölið er notað á fleiri en einn veg í merkingunni að „láta einhvern kenna á því“. Það er notað með sögninni að sýna, til dæmis „Ég skal sýna þér hvar Davíð keypti ölið ef þú bregst mér,“ með sögninni að vita, til dæmis „Þú færð að vita hvar Davíð keypti ölið ef þú svíkur mig“ og með sögnin...

category-iconSálfræði

Hvað eru bráðger börn?

Hugtakið bráðger er notað yfir börn sem talin eru búa yfir óvenju miklum hæfileikum í samanburði við jafnaldra sína. Nákvæmlega á hvaða sviðum þessir hæfileikar liggja eða hversu mikið börnin taka fram úr því sem þykir í meðallagi er þó ekki ljóst. Fjölmargar skilgreiningar hafa verið settar fram til að reyna að ú...

category-iconLögfræði

Hvað er forsetabréf?

Í heild sinni hljóðaði spurningin svona: Er hægt að fá eða kaupa bréf í t.d iðngreinum og ef svo er hverjir veita upplýsingar? Forsetabréf teljast til stjórnsýslufyrirmæla. Stjórnsýslufyrirmæli geta verið með ýmsu móti en þekktust þeirra eru líklega reglugerðir settar af ráðherrum. Stjórnsýslufyrirmæli teljast ha...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Er rétt að menn reyni að þagga niður í fólki sem segjast hafa séð geimverur?

Við vitum ekki til þess að reynt sé sérstaklega að þagga niður í fólki sem segist hafa séð geimverur. Að minnsta kosti er ekki erfitt að finna frásagnir fólks sem segist hafa séð geimverur eða fljúgandi furðuhluti. Það er einfalt að finna þannig sögur með því að leita á Netinu með réttum leitarorðum. Hér eru no...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvort er brúnt eða ljóst hár algengara? Er rautt hár sjaldgæfast?

Ef við lítum á mannkynið allt þá er dökkur háralitur algengastur, það er svartur eða mjög dökkbrúnn. Að Evrópu undanskilinni er dökkt hár nær alsráðandi sem náttúrulegur háralitur. Það er þó breytilegt hversu dökkur liturinn er, hvort hann er hrafnsvartur eða dökkbrúnn. Einnig er áferð hársins misjöfn, allt frá þv...

category-iconHugvísindi

Hvaða rólum gafst hún Grýla upp á?

Þjóðvísan um hana Grýlu sem hér er vísað til er svona í heild sinni: Það á að gefa börnum brauð að bíta í á jólunum, kertaljós og klæðin rauð, svo komist þau úr bólunum. Væna flís af feitum sauð, sem fjalla gekk á hólunum. Nú er hún gamla Grýla dauð, gafst hún upp á rólunum. Það er kannski ekki nema von ...

Fleiri niðurstöður