Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1069 svör fundust
Hvernig eru bóluefni þróuð og þá sérstaklega bóluefni við COVID-19?
Fyrr á öldum var bólusótt (e. smallpox) mjög skæður sjúkdómur sem drap 10-20% allra þar sem bólusóttarfarsótt geisaði. Kúabóla (e. vaccinia) er hins vegar meinlaus kvilli sem veldur vörtum á spenum kúa og höndum mjaltakvenna en í lok 18. aldar tók breski læknirinn og vísindamaðurinn Edward Jenner (1749-1823) eftir...
Hvað getið þið sagt mér um bleikjur?
Bleikja (Salvelinus alpinus) er ferskvatnsfiskur sem finnst helst í stöðuvötnum og lækjum á norðurslóðum og er talin vera sú tegund ferskvatnsfiska sem finnst nyrst í heiminum (Klemetsen o.fl., 2003). Bleikjan tilheyrir ætt laxfiska eins og urriðinn (Salmo trutta) og laxinn (Salmo salar) sem einnig finnast hérlend...
Hver eru allra nýjustu nýyrðin í íslenskri tungu?
Ný orð bætast sífellt við, bæði meðvitað og ómeðvitað, og því er ekki unnt að koma með ákveðið svar við því hver eru allra nýjustu nýyrðin í íslenskri tungu. Svokallaðar augnablikssamsetningar verða til á degi hverjum þar sem nýyrði eru mynduð um leið og þegar þörf er á og yfirleitt án mikillar umhugsunar. Dæmi um...
Hvað aðgreinir kaþólska trú frá lútherskri?
Túlka má muninn á kaþólskum sið og lútherskum svo að trú hins lútherska sé huglæg – ósýnileg – og undir honum einum komin en trú kaþólskra sé að nokkru hlutlæg – hún sést – er fólgin í réttum verkum. (Trúaður lútherskur maður vinnur þó rétt verk, en hann dæmist ekki af þeim og trú hans ræðst ekki af þeim.) Þetta e...
Hvað er geðshræringin viðbjóður?
Þegar leitað er í huganum að einhverju sem vekur viðbjóð kemur okkur líklega fyrst í hug það sem lyktar illa eða er vont á bragðið. Ef við veltum þessu eilítið betur fyrir okkur vekur það ef til vill líka viðbjóð með okkur að fólk hegði sér ósiðlega eða jafnvel að það hafi tilteknar skoðanir. Rannsóknir fræðim...
Á hvern hátt er Úranus frábrugðinn hinum reikistjörnunum?
Úranus er sjöunda reikistjarnan frá sólu og braut hennar liggur að meðaltali í um 2,9 milljarða kílómetra fjarlægð frá sólinni eða 19,22 AU. Að þvermáli er Úranus 51.800 km um miðbaug og er því þriðja stærsta reikistjarna sólkerfisins, fjórum sinnum stærri og 14,5 sinnum massameiri en jörðin. Þvermál Úranusar er...
Hvernig er best að læra undir próf?
Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum: Hvernig er best að læra undir próf? Það væri gott að fá að vita í bæði tungumálagreinum og bóklegum greinum (spyrjandi: Einar Þór Stefánsson, f. 1988). Hvort er betra að byrja að læra undir próf daginn fyrir og læra allt á einum degi eða að fara rólega og taka um v...
Hvernig dó Napóleon? Var honum byrlað eitur?
Napóleon Bónaparte (1769-1821), keisari Frakklands, er gjarnan talinn einn mesti hersnillingur allra tíma. Þeim sem vilja fræðast nánar um ævi hans er bent á svar sama höfundar við spurningunni Hver var Napóleon Bónaparte og hvað gerði hann svona merkan? Dauði Napóleons þykir líka áhugaverður og mikið hefur verið ...
Getið þið sagt mér allt um pöndur?
Risapandan (Ailuropoda melanoleuca), eða bambusbjörn eins og hún hefur einnig verið kölluð, er digurvaxinn og kraftalegur björn að meðalstærð. Feldurinn er þéttur og með sérkennilegu hvítflekkkóttu mynstri. Fullorðin panda vegur á bilinu 80 til 120 kg og er um 150 til 180 cm á hæð. Flokkun og lifnaðarhættir Þó...
Hver var Björg C. Þorláksson og hvert var framlag hennar til vísindanna?
Björg C. Þorláksson var fyrsta íslenska konan sem lauk doktorsprófi. Það gerði hún árið 1926 en þann 17. júní það ár varði hún við Sorbonne-háskóla í París doktorsritgerð sína Le Fondement Physiologique des Instincts: Des Systemes Nutritif, Neuromusculaire et Genital. Ritgerðin fjallar um lífeðlisfræðilegan grundv...
Hverjar eru stærstu jarðir á Íslandi – nú á tímum eða fyrr á öldinni ef nýlegar upplýsingar eru ekki til?
Þessari spurningu er flókið og illmögulegt að svara af margvíslegum ástæðum. Í fyrsta lagi liggja ekki fyrir heildstæðar upplýsingar um afmörkun jarða til þess að byggja slíkan útreikning á. Í öðru lagi hefur skilgreining og notkun hugtaksins jörð þróast svo mikið á síðastliðinni öld að það er varla hæft til saman...
Stendur einhvers staðar í Kóraninum að konur eigi að hylja sig og bera blæju?
Á nokkrum stöðum í Kóraninum er að finna texta sem hægt er að túlka sem tilmæli um að konum beri að hylja sig. Sumir textarnir virðast einungis fela í sér boð um almenna hógværð og látleysi en ekki endilega fyrirmæli um ákveðinn klæðaburð. Mikill munur er á því hvernig fræðimenn túlka þessa texta. Sumir líta sv...
Hvernig haldið þið að ferðamannastraumurinn á Íslandi muni þróast á næstu árum?
Öll spurningin hljóðaði svona: Sæl. Hvernig teljið þið að ferðamannastraumurinn á Íslandi muni þróast á næstu árum? Mun vera aukning á honum eða jafnvel minnkun? Von um góð svör, Kristján Magnússon. Allt frá 2010 hefur ferðafólki á Íslandi fjölgað í kringum 30% milli ára. Í því ljósi og þegar horft er til þ...
Er sólkerfið TRAPPIST-1 einstakt eða halda vísindamenn að til séu fleiri svoleiðis kerfi?
Sólkerfið sem nefnt er TRAPPIST-1 er enn sem komið er einstakt. Það er í tæplega 40 ljósára fjarlægð frá Jörðu og sólstjarnan þar er lítil af stjörnu að vera, heldur stærri að þvermáli en Júpíter en rúmlega 80 sinnum meiri að massa. Stjarnan er köld dvergstjarna af litrófsflokki M. Árið 2016 tilkynntu stjörnufr...
Hver er munurinn á efri og neðri deild Bandaríkjaþings?
Bandaríkjaþingi er skipt í tvær deildir, öldungadeild og fulltrúadeild. Um þær er gjarnan talað sem efri og neðri deildir þótt þær séu ekki skilgreindar þannig í stjórnarskrá Bandaríkjanna. Í fyrstu grein stjórnarskrárinnar er löggjafarvaldið sett í hendur þingsins og því skipt í tvær deildir. Báðar deildirnar þur...