Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 4652 svör fundust
Af hverju er orðið mansal skrifað með einu n-i, en ekki tveimur eins og t.d. mannekla?
Orðið mansal er sett saman úr man ‘ófrjáls manneskja, ambátt, mær’ og nafnorðinu sal af sögninni selja. Mansal merkir þá ‘þrælasala’. Mannekla er hins vegar sett saman af nafnorðunum maður og ekla ‘vöntun, skortur’ og merkir ‘skortur á mönnum’. Mansal merkir þrælasala en mannekla er skortur á mönnum. Myn...
Af hverju er orðið rúsínurassgat stundum notað um lítil börn?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Af hverju tala Íslendingar um „rúsínurassgöt” þegar átt er um börn? Hvaðan kemur þetta og hvenær byrjar þetta? Ekki er óalgengt að fólk notið rúsína í gælutón: „Hann/hún er algjör rúsína.“ Á sama hátt nota margir: „Hann/hún er algjört rassgat.“ Þá er ekki langt í að no...
Hvað hafa orðið mörg gos í Eyjafjallajökli og Fimmvörðuhálsi á sögulegum tíma og nútíma og hvaða ár urðu þessi gos?
Eldstöðvakerfi kennt við Eyjafjallajökul nær yfir jökulinn sjálfan og fjalllendið sem hann situr á. Gos í eldstöðvakerfinu hafa verið fátíð og öll þekkt gos fremur lítil. Erfitt hefur reynst að tímasetja hraunin sem liggja hátt. Þau eru jarðvegsvana, og í mörgum tilvikum hefur jökulhlaup farið yfir þau eða jökull ...
Hvaða þekkingu höfðu íslenskir miðaldamenn á eldgosum og eldfjöllum?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hversu mikið vissu Íslendingar um eldgos og eldfjöll á árum áður? Höfðu þeir skilning á því hvað væri að eiga sér stað? Þá á ég til dæmis um næstu árhundruð eftir landnám. Í Landnámabók, sem tekin var saman af fróðum mönnum upp úr 1100, má finna 14 atriði sem fjalla u...
Hver er tengingin milli grískrar heimspeki og heimspekinga miðalda?
Spurningin er viðamikil en í stuttu máli má segja að sú heimspekihefð sem varð til og mótaðist meðal Forngrikkja eigi sér órofa sögu sem teygir sig í gegnum Rómaveldi og miðaldir til okkar tíma, þótt hún teygi sig reyndar í aðrar áttir líka. Þessi hefð er stundum kölluð vestræn heimspeki. Þetta er ekki eina heimsp...
Hvenær varð fyrst vart við rottur á Íslandi?
Við fornleifagröft á Bessastöðum á Álftanesi hafa fundist rottubein í mannvistarlagi sem talið er frá 17. öld, og mun þó ekki öruggt að það sé eldra en frá 18. öld. Á vissan hátt er líklegra að þessi rotta sé frá 18. öld, því að hún er brúnrotta (Rattus norvegicus), og þeirra verður tæpast vart í Evrópu fyrr en þá...
Hvers vegna er hagstætt fyrir sundmenn að synda í kafi og nota jafnvel ekki handleggina til að knýja sig áfram?
Upphafleg spurning var sem hér segir:Sundmenn ferðast hraðar undir yfirborði vatns er þeir hreyfa fótleggi sína (eingöngu), líkt og sporður fisks, heldur en þegar þeir synda notandi bæði hendur og fótleggi. Þegar menn synda, þá geta þeir myndað meiri kraft með bæði höndum og fótum. Er mótstaðan eða núningskrafturi...
Er eitthvert sannleikskorn í grísku goðsögunum?
Hér er svarað eftirtöldum spurningum: Getur verið að eitthvert sannleikskorn sé í grísku goðsögunum? Ef já, hverjum og hvers vegna? (Kristinn Hróbjartsson) Af hverju voru Grikkir svo uppteknir af hetjusögum? Var stuðst við einhverjar heimildir um það að hetjurnar hafi verið til? (Kristinn Hróbjartsson) Voru Her...
Hvað er kafaraveiki og hvernig er hægt að losna við hana?
Loftið sem við öndum að okkur er í raun blanda af mismunandi lofttegundum. Mest af rúmmáli loftsins er nitur eða 78%, súrefni er 21% en aðrar lofttegundir mun minna. Við köfun er notaður sérstakur búnaður til að anda með, svokölluð köfunartæki (e. self-contained underwater breathing apparatus = scuba). Kafari ...
Hver var Alexandre Gustave Eiffel og hvert var hans framlag til vísindanna?
Franski byggingarverkfræðingurinn Alexandre Gustave Eiffel fæddist í borginni Dijon í Frakklandi 15. desember 1832. Hann var af þýskum ættum og bar í upphafi ættarnafnið Bönickhausen. Það þótti fjölskyldunni óþjált og breytti eftirnafninu í Eiffel, en einn þýsku forfeðranna hafði flust frá Eifel-hæðum í NV-Þýskala...
Hver var Jane Austen og hvaða bækur skrifaði hún?
Enska skáldkonan Jane Austen fæddist 16. desember 1775 í smábænum Steventon í norðurhluta Hampshire. Hún var dóttir prestsins George Austen og konu hans Cassöndru sem eignuðust 8 börn. Eina systir Jane, Cassandra, var hennar besti vinur og lífsförunautur en hvorug þeirra giftist. Austen byrjaði 11 ára gömul að skr...
Hver fann upp ritvélina og hvenær var það?
Tilkoma ritvélarinnar, líkt og margra annarra uppfinninga, átti sér langa sögu og því hefur til dæmis verið haldið fram að einhvers konar ritvél hafi verið fundin upp 52 sinnum! Eitt helsta markmið ritvélarinnar var að gera fólki kleift að skrifa hraðar en mögulegt var með pennan einan að vopni. Árið 1714 fékk...
Hvar finnst veggjalús aðallega á Íslandi og hverjar eru kjöraðstæður hennar?
Veggjalús (Cimex lectularius) er talin upprunnin í Asíu og hefur fylgt manninum frá örófi alda. Á Íslandi hefur hún fundist í byggð í öllum landshlutum. Margir fundarstaðir eru skráðir í gömlum heilbrigðisskýrslum, ekki síst á Vestfjörðum, en skráðir fundarstaðir á seinni tímum eru dreifðir og strjálir. Hér á l...
Af hverju er Jerúsalem heilög borg?
Þrenn trúarbrögð telja Abraham vera ættföður sinn: gyðingdómur, kristni og íslam. Margir sem aðhyllast þessi trúarbrögð líta svo á að Jerúsalem sé heilög borg. Frá 10. öld f.Kr. hafa gyðingar álitið Jerúsalem vera heilaga borg. Þeir beina bænum sínum enn í dag í átt að Jerúsalem og trúa því að Ísrael hafi verið...
Hvenær er sjúkdómur faraldur og hvenær verður hann heimsfaraldur?
Faraldur (e. epidemic): Alþjóða heilbrigðismálastofnunin WHO hefur skilgreint faraldur sem tilvist sjúkdóms, ákveðins heilsutengds atferlis eða annarra atburða sem varða heilsu fólks innan ákveðins samfélags eða landsvæðis, í tíðni sem er umfram það sem vænta má undir eðlilegum kringumstæðum. Hægt er að skilgreina...