Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 390 svör fundust
Hvernig eru eldgos flokkuð?
Í mörgum eldgosum breytast goshættir með tíma. Þau geta til dæmis byrjað sem sprengigos, síðan orðið að blandgosi og endað sem hreinræktuð flæðigos. Því þarf að fara varlega í að skipa einstökum gosum í flokka, þótt vissulega sé ákveðin gerð gosvirkni oft ríkjandi allan tímann. Af eiginleikum kvikunnar skiptir efn...
Gaus Katla árin 1955, 1999 og 2011? Hvað skýrir skiptar skoðanir manna um það?
Sennilega er skýringin sú, að í þessi þrjú skipti komu fram sum eða öll þau tákn sem mælanleg eru á undan Kötlugosum og samtíma þeim: (1) jarðhræringar, (2) vöxtur og jafnvel hlaup í ám sem undan Mýrdalsjökli falla – Fúlalæk, Múlakvísl eða Markarfljóti eftir því hvar í Kötlu-öskjunni eldvirknin er, (3) aukin rafle...
Hvers vegna var talið óhætt að flytja til Eyja skömmu eftir gos, meðan Grindavík er nú varanlega ótraust?
Réttast er að þeir aðilar sem standa að ákvörðun í þessu máli, það er Almannavarnir og Veðurstofan, svari spurningunni. Frá sjónarhóli jarðvísindanna vega þessi þrjú atriði þó þyngst: Það eru bara tveir þéttbýlisstaðir á landinu þar sem eldgos getur orðið innan bæjarmarkanna, það er Vestmannaeyjar og Grinda...
Hvað var gert við alla öskuna sem kom upp í gosinu á Heimaey 1973?
Þann 23. janúar 1973 hófst eldgos á Heimaey og stóð það í fimm mánuði. Í gosinu komu upp um 0,25 km3 af gosefnum sem voru að mestu hraun. Gos svo nærri byggð hafði margvíslegar afleiðingar í för með sér eins og lesa má um á vefsíðunni Heimaslóð - Heimaeyjargosið. Þar segir meðal annars: Það voru þó einhverjir ...
Hvers konar stjórnmálaflokkur er SWAPO í Namibíu?
Upprunalega spurningin var: Hvernig og hvar flokkast SWAPO-flokkurinn í Namibíu? Er hann vinstri flokkur eða er hann hægri flokkur eða er hann eitthvað annað? Skammstöfunin SWAPO stendur fyrir 'South West African People‘s Organization' en það er nafn á ráðandi stjórnmálaflokki í Namibíu. Upphaflega var SWAP...
Hvað er hvítagull (white gold)?
Íslenska orðið hvítagull er aðallega notað yfir málminn platínu. Á ensku er white gold hins vegar efnið sem verður til þegar gulli (Au) og palladíni (Pd), nikkel (Ni) og/eða silfri (Ag) er blandað saman. Þegar það er gert hverfur gullni liturinn úr gullinu og það verður hvítt (eða silfurlitt) og þess vegna er...
Hver er munurinn á sprengigosi og seigfljótandi gosi?
Sprengigos einkennast af mikilli gosgufu og gosmöl en í flæðigosum (hraungosum) kemur nær eingöngu upp hraun. Það fer svo eftir efnasamsetningu kvikunnar hversu þunn- eða seigfljótandi hún er. Í flestum tilfellum er þó um að ræða blönduð gos þar sem gosefnin eru bæði gjóska og hraun. Sprengigos einkennast af...
Hvað hefur vísindamaðurinn Ármann Höskuldsson rannsakað?
Ísland er byggt upp af kviku er streymt hefur úr möttli jarðar undanfarnar ármilljónir. Núverandi yfirborð ofan sjávarmáls hefur að geyma jarðlög og sögu eldvirkni á Íslandi síðustu 17 milljónir ára. Yngstu jarðmyndanir Íslands eru frá eldgosinu í Holuhrauni 2014-2015. Eldgos er ekki bara eldgos, heldur síbreytile...
Væri hægt að frjóvga egg úr konu með sæði úr hundi?
Það er þekkt að einstaklingar af mismunandi tegundum geta eignast lífvænleg afkvæmi saman. Þessi afkvæmi eru í langflestum tilfellum ófrjó og geta því ekki fjölgað sér. Nánar má lesa um tegundablöndun í svari við spurningunni Hefur tveimur dýrategundum verið blandað saman? Ef svo er, hvaða tegundum? Til þess að...
Hvað hafa orðið mörg gos í Eyjafjallajökli og Fimmvörðuhálsi á sögulegum tíma og nútíma og hvaða ár urðu þessi gos?
Eldstöðvakerfi kennt við Eyjafjallajökul nær yfir jökulinn sjálfan og fjalllendið sem hann situr á. Gos í eldstöðvakerfinu hafa verið fátíð og öll þekkt gos fremur lítil. Erfitt hefur reynst að tímasetja hraunin sem liggja hátt. Þau eru jarðvegsvana, og í mörgum tilvikum hefur jökulhlaup farið yfir þau eða jökull ...
Er hreint gull (24 karöt) notað í eitthvað?
Hreint gull (Au) er sjaldan notað í eitthvað annað en gullstangir og safngripi eins og gullpeninga. Ástæðan er sú að hreint gull er of mjúkt til smíða og því er það blandað með kopar eða öðrum málmum þegar smíða á skart og gripi úr gulli. Sjá svar Ólafs Páls Jónssonar við spurningunni: Hvað er hreint gull mörg kar...
Er betra fyrir tannheilsuna að neyta sykurskertra gosdrykkja í stað sykraða, þá í sambandi við tannátu?
Tannáta er það sama og tannskemmd. Tennur skemmast vegna þess að bakteríur í munni gerja sykurinn í matvælum sem við neytum og mynda sýru sem brýtur tönnina niður. Sykurlausir drykkir eru því betri fyrir tennurnar með tilliti til tannskemmda. Hins vegar er annar tannsjúkdómur sem er að ryðja sér til rúms og ne...
Hversu mikil gjóska myndaði landnámslagið og hve lengi stóð gosið yfir?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Landnámslagið finnst um allt land, misþykkt, en þó ansi þykkt. Hversu mikið af gjósku hefur þurft til að búa til þetta lag, hversu langt gos þarf til að spúa þessu út og hvaða áhrif myndi þannig gos hafa á daglegt líf á Íslandi á 21. öld? Á meðfylgjandi korti[1] sést útbreiðsla...
Hvað getið þið sagt mér um lágplinísk eldgos?
Þeytigos kallast lágplinísk þegar hæð gosmakkar er 10-20 kílómetrar. Munurinn á þessum gosum og vúlkönskum er sá að í lágplinísku gosi er streymi upp úr gígnum samfellt en ekki í stökum sprengingum. Lágplinísk þeytigos eru yfirleitt skammæ og standa sjaldan lengur en nokkrar klukkustundir. Kvikan er oftast ísúr eð...
Hvað getið þið sagt mér um flæðigos eða hawaiísk eldgos?
Flæðigos, oft einfaldlega kölluð hraungos, eru einkum af tvennu tagi. Annars vegar gos á sprungum sem eru frá nokkrum upp í tugi kílómetra á lengd, og hins vegar dyngjugos þar sem kvikan kemur að miklu leyti upp um eitt gosop. Strókar af glóandi kvikuflikkjum rísa tugi eða hundruð metra upp af gosopunum, en gosmök...