Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2185 svör fundust

category-iconLandafræði

Hver eru þrjú stærstu lönd í heiminum í röð?

Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum:Hvað búa margir í Noregi, og hvað er landið stórt? (Þorkell Guðjónsson)Hvað er Grænland stórt? (Arnar Ingi)Hvar er Víetnam? (Bjarni Jónasson)Upplýsingar af þessu tagi er gott að finna á GeoHive. Til að finna lista yfir lönd sem eru stærst eða mest á tilteknu sviði, ...

category-iconHeimspeki

Er Ríkið eftir Platon merkasta heimspekirit sem skrifað hefur verið?

Ríkið eða Politeia („stjórnskipan“) eins og það heitir á frummálinu er hiklaust eitt af merkustu ritum vestrænnar heimspeki, en hvort það sé merkast er önnur saga. Ríkið er til í íslenskri þýðingu Eyjólfs Kjalars Emilssonar, gefið út í ritröð Lærdómsrita Hins íslenzka bókmentafélags árið 1991. Í ítarlegum innga...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju er erfiðara að temja kött en hund?

Kettir og hundar eru án efa vinsælustu gæludýr í heimi en vissulega eru þetta mjög ólík dýr. Kötturinn er mikill einfari og vill vera eins síns liðs. Læður mynda þó félagsleg tengsl við kettlingana sína og við fressketti á mökunartímanum en að öðru leyti er varla hægt að segja að kötturinn myndi félagsleg ten...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvar og hvernig eyðast blóðflögur í mönnum?

Eins og önnur blóðkorn myndast blóðflögur í svokölluðum blóðmerg eða rauðum beinmerg. Á fósturskeiði er allur beinmergur rauður en þegar á ævina líður þokar hann fyrir gulum beinmerg eða svokölluðum fitumerg í flestum beinum líkamans. Í fullvaxta einstaklingum er blóðmerg aðeins að finna í flötum beinum eins o...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Af hverju eru 1000 ms í sekúndu en 60 sekúndur í mínútu og 60 mínútur í klukkustund? Af hverju eru ekki líka 60 ms í sekúndu?

Sekúndan (s) er um það bil minnsta tímalengd sem við getum höndlað í daglegu lífi án nákvæmra mælitækja nútímans. Hjartað slær um það bil einu sinni á sekúndu og þegar við göngum tekur skrefið líka svipaðan tíma. Það er því engin tilviljun að sekúndan er yfirleitt tekin sem grundvallareining í tímamælingum. Ski...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju segja allir „talva“ í staðinn fyrir „tölva“?

Þegar orðið tölva var búið til var það hugsað sem svokallaður -wôn stofn, það er stofn með -v-i . Mjög fá orð féllu í þennan flokk í málinu til forna og fá teljast til hans nú, reyndar aðeins slöngva, völva og sérnafnið Röskva. Fáliðaðir orðflokkar hafa tilhneigingu til að laga sig að öðrum orðflokkum og verðu...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað eru útvarpsbylgjur í geimnum?

Útvarpsbylgjur (radio waves) eru ein tegund af rafsegulbylgjum (electromagnetic waves) sem við köllum svo. Rafsegulbylgjur verða til þegar rafhleðslur (electric charge) hreyfast fram og aftur með einhverjum hætti, til dæmis þegar breytilegur rafstraumur fer um sendiloftnet eða rafeindir fara í hringi í segulsviði ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig er fjölskyldulífið hjá skjaldbökum?

Ekki er um “fjölskyldulíf” að ræða hjá skjaldbökum heldur mætti segja að fálæti foreldranna gagnvart afkvæmum sínum sé nær algert. Sem dæmi má taka hina stórvöxnu leðurskjaldböku, Dermochelys coriacea, sem eyðir mest öllum tíma sínum í sjónum. Karldýrið, pabbinn, hefur það eina hlutverk að sæða kvendýrið. Þega...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvar veiðist pétursfiskur?

Pétursfiskur (Zeus Faber) hefur mjög mikla útbreiðslu. Hann er djúp- og miðsjávarfiskur og getur náð allt að 65 cm lengd. Hann er þunnvaxinn, hefur stóran haus og endastæðan kjaft. Út frá bakuggunum skaga langir broddar og áberandi dökkur blettur er á hvorri hlið. Pétursfiskurinn er með langa brodda út frá bakug...

category-iconUnga fólkið svarar

Átti stríðið í kvikmyndinni 300 sér raunverulega stað eða er þetta allt uppspuni frá byrjun?

Í kvikmyndinni 300 fer Leonídas, konungur gríska borgríkisins Spörtu, með 300 mönnum sínum til skarðsins Þermopýlæ eða Laugaskarðs í vesturhluta Grikklands til að verja landið fyrir árás mörg þúsund Persa. Þetta stríð átti sér stað í raunveruleikanum en í myndinni hefur margt verið ýkt og sumum staðreyndum breytt....

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða fuglar aðrir en lundar eru algengir í Vestmannaeyjum?

Lundinn er algengasti fuglinn í Vestmannaeyjum enda gjarnan litið á hann sem einkennisfugl eyjanna. Talið er að yfir 1 milljón varppara séu í Vestmannaeyjum en það er rúmlega þriðjungur af íslenska lundastofninum. Nánar má lesa um lundann í svari við spurningunni Hvað getið þið sagt mér um lundann? Þótt lundi...

category-iconJarðvísindi

Hvað er langt þangað til ísinn á Norðurpólnum bráðnar?

Í næstum 30 ár hafa vísindamenn notað myndir frá gervitunglum til þess að fylgjast með ísbreiðunni á Norðurpólnum og hvernig hún breytist á milli árstíða og ára. Ísbreiðan er minnst á haustin eftir bráðnun sumarsins. Í september 2007 mældist hún minni en nokkurn tíma áður, 4,1 milljón km2 og sló þar með fyrra ...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hver fann upp keiluíþróttina, hvenær var það og hvernig gerðist það?

Eins og við á um margar spurningar um uppruna fyrirbæra, eru skýr og klár svör ekki alveg á hreinu. Þetta geta menn til dæmis séð ef þeir lesa svar við spurningunni Hver fann upp fótboltann?. Þar kemur fram að hægt er að rekja sögu fótbolta eins og við þekkjum hann langt aftur, eftir ýmsum leiðum. Til dæmis til kí...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver fann upp litina?

Litirnir eru ekki uppfinning í sama skilningi og saumavélin eða ljósaperan. Eins og segir í svari við spurningunni Hvað eru litir? verða litirnir til í "samspili milli tíðnidreifingar í ljósinu kringum okkur og sjónskynjunarinnar sem fer fram bæði í auga, sjóntaug og heila." Sólarljósið er í raun hvítt ljós sem...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Hvenær og hvernig verður heimsendir?

Vísindavefnum berast oft spurningar um heimsendi. Nýlega höfðu til að mynda margir áhyggjur af heimsendi sem ætti að verða árið 2012 vegna þess að þá tekur dagatal Maya enda. Ýmsar kenningar eru í gangi um hver konar heimsendir væri þá í vændum og í svari við spurningunni Verður heimsendir árið 2012? segir meðal a...

Fleiri niðurstöður