Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3957 svör fundust
Hver fann upp Barbie-dúkkuna og hvað er hún gömul?
Það er Bandaríkjakonan Ruth Handler sem á heiðurinn af Barbie, einni mest seldu dúkku heims. Fyrsta eintak dúkkunnar kom á markaðinn þann 9. mars árið 1959 á hinni bandarísku árlegu “Toy Fair” vörusýningu. Barbie er því farin að nálgast fimmtugt. Ruth hafði tekið eftir því að Barbara dóttir hennar vildi heldur ...
Á hverju og hvernig lifa sveppir?
Hér áður fyrr voru sveppir flokkaðir í ríki plantna, sennilega vegna náins samlífis plantna og sveppa. Sveppir eru hins vegar í grundvallaratriðum mjög frábrugðnir plöntum. Ólíkt plöntum eru þeir ófrumbjarga lífverur, það er þeir geta ekki ljóstillífað og myndað sína eigin næringu. Sveppir eru rotverur og næras...
Hvers vegna telst svampur vera dýr en ekki planta?
Plöntur eru fjölfrumungar með blaðgrænu og mynda sjálfar fæðu úr ólífrænum efnum með ljóstillífun. Svampar hafa ekki grænukorn og ljóstillífa þar af leiðandi ekki. Þeir eru því ekki frumbjarga eins og plöntur. Þeir hafa heldur ekki frumuveggi eins og plöntur. Þar af leiðandi hafa svampar verið taldir til dýra en ...
Hvaðan kemur vatnið í fossa?
Fossar verða þar sem þrep eru í farvegi árinnar, misstór og stundum fleiri en eitt, til dæmis tvö í Gullfossi. Vatnið í öllum ám er regnvatn sem safnast hefur í árfarveginn með ýmsum hætti, með lækjum (dragár), úr uppsprettum eða stöðuvötnum (lindár), úr jökulbráð (jökulár). Á einhverjum tímapunkti féll allt það...
Ætlið þið að stækka ritstjórnina til að halda í við spurningaflóðið?
Við erum að vinna að frekari eflingu Vísindavefsins meðal annars með því að styrkja fjárhagsgrundvöll hans, fjölga efnisflokkum og breyta útliti. Þegar fjárhagurinn styrkist munum við nota það til þess að efla starfslið og ritstjórn. Meginmarkmið okkar er að halda úti lifandi, fræðandi og vönduðu vefsetri, þar ...
Af hverju á Guð heima í himnaríki?
Hér er einnig svarað spurningu Evu Þorbjargar Ellertsdóttur: Hvað er himnaríki stórt? Kristnir menn nefna heimkynni Guðs himin. En himinninn er ekki staður. Þess vegna er ekki hægt að mæla stærð himnaríkis. Þegar við segjum að Guð sé á himnum þá meinum við að ekki er hægt að benda á tiltekinn stað þar sem Guð e...
Hvað heitir japanska fyrirbærið karaoke á íslensku?
Þótt orðið karaoke sé ekki alveg nýtt í málinu hefur ekkert eitt íslenskt orð fest sem nýyrði yfir þetta hugtak. Í nýyrðabanka Íslenskrar málstöðvar eru fjögur orð sem þangað hafa borist. Þau eru: lagvísir, sem sennilega er þannig hugsað að það vísar á lagið, hjálpar til við að halda lagi tónhjarl, karlky...
Af hverju er talað um bjarnargreiða?
Orðatiltækið að gera einhverjum bjarnargreiða 'gera eitthvað í greiðaskyni við einhvern en það verður honum til skaða' er erlent að uppruna. Það hefur líklegast borist í íslensku úr dönsku, gøre nogen en bjørnetjeneste, en þar er það þekkt frá miðri 19.öld. Orðatiltækið er einnig til í þýsku, jemand einen Bährendi...
Af hverju er stundum talað um að 'skora í bláhornið'?
Orðið bláhorn er vel þekkt allt frá því á síðari hluta 19. aldar. Í elsta dæmi Orðabókar Háskólans er verið að tala um bláhorn í kirkjugarði en einnig eru dæmi um bláhorn á bókarspjöldum og á húsgögnum, til dæmis borði eða skáp. Fyrri liðurinn blá- er bæði notaður til að mynda nafnorð og lýsingarorð og er þá t...
Hvaðan á orðatiltækið laukrétt uppruna sinn?
Lauk- í laukréttur 'alveg réttur' er herðandi forliður eins og til dæmis mold- í moldríkur, ösku- í öskureiður og stein- í steindauður. Orðið laukur er fyrst og fremst notað um matjurt og hnúð á plöntustöngli með þykkum safaríkum forðablöðum. Orðið er einnig notað um skrautblóm og var algengur forliður í kvenk...
Hvert er íslenska heitið á blómi sem kallast Belladonna?
Upprunalega spurningin hjóðaði svona: Hvert er íslenska heitið á blómi sem bar heitið Belladonna í Gróðrarstöð Reykjavíkur árið 1923 og til hvaða nytja er það? Sennilega er hér átt við tegund sem á fræðimáli kallast Delphinium belladonna og nefnist á íslensku, riddaraspori. Hún hefur eitthvað verið ræktuð hérlend...
Hvaða galli var á gjöf Njarðar?
Aðrir spyrjendur eru:Jón Ellingsen, Valdís Þorsteinsdóttir, Sigurður Gísli Gíslason, Kristjana Sigursteinsdóttir, Trausti Þorgeirsson og Orri Tómasson.Elsta heimild í ritmálssafni Orðabókar Háskólans um orðtakið það er sá (sá er) galli á gjöf Njarðar að ... 'sá hængur er á, sá annmarki fylgir' er úr málsháttasaf...
Hvað þýðir orðið Hvítserkur?
Fjallið Hvítserkur (Röndólfur). Merking orðsins hvítserkur er ‘hvítur kyrtill (ermalaus eða ermastuttur)’. Hvítserkur sem örnefni er notað um eitthvað sem líkist slíku fati. Þannig heita eftirfarandi náttúrufyrirbæri Hvítserkur: Foss í Fitjaá í Skorradal í Borgarfirði (Annálar 1400-1800. Reykjavík 1940. IV:96...
Hvað merkir orðið bura í orðatiltækinu 'áttu börn og buru'?
Orðið bura var notað um kvenúlpu með standkraga sem krækt var að framan. Nú til dags er orðið frekar haft um lélega úlpu, oft frekar fyrirferðarmikla, eða olíukápu. "Áttu börn og burur" kemur að minnsta kosti fyrir í munnmælasögum frá 17. öld. Lengri gerðin: "Áttu börn og buru, grófu rætur og muru" þekkist ve...
Fyrst margt getur farið úrskeiðis getur þá annað farið skeiðis?
Orðið úrskeiðis er atviksorð sett saman af forskeytinu úr-, nafnorðinu skeið 'tiltekin vegalengd, (ákveðin) tímalengd , hlaup, kapphlaup' og viðskeytinu -is. Hér hafa kappreiðar farið úrskeiðis og nokkrir hestar og knapar fallið á brautinni. Orðið úrskeiðis merkir 'aflaga, úr lagi'. Atviksorð mynduð á þennan há...