Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3058 svör fundust

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað er skammtahermun og hvernig fer hún fram?

Saga skammtareikninga er ekkert sérstaklega löng. Fyrir um 40 árum síðan kom eðlisfræðingurinn Richard Feynman auga á vandkvæði sem felast í því að framkvæma reikninga á skammtafræðilegum kerfum á hefðbundnum tölvum.[1] Vandinn liggur í því að til þess að reikna nákvæmlega eiginleika skammtafræðilegs kerfis, þarf ...

category-iconSálfræði

Af hverju eru börn matvönd en hætta því svo oftast þegar þau verða eldri?

Áhyggjur af matvendni barna eru eðlilegar og ekki aðeins byggðar á takmörkuðu fæðuvali og afleiðingum þess eins og næringarskorti, heldur einnig á lífsgæðum út frá sálrænum-, sálfélagslegum- og líkamlegum þáttum barnanna og foreldra/forsjáraðila þeirra. Mikil streita getur fylgt því að eiga barn með matvendni og s...

category-iconBókmenntir og listir

Getið þið sagt mér frá grískum harmleikjum og harmleikjaskáldunum?

Öll varðveitt forngrísk leikrit eru frá Aþenu og nágrenni borgarinnar á Attíkuskaganum. Til voru þrjár gerðir leikrita: harmleikir, bukkaleikir eða satýrleikir, og skopleikir eða gamanleikir. Uppruni grískar leiklistar er ekki þekktur. Ef til vill varð leiklistin til um miðja 6. öld f.Kr. Heimspekingurinn Aristóte...

category-iconJarðvísindi

Hefur gosið oft í Kverkfjöllum?

Gossaga Kverkfjallakerfisins er ekki vel þekkt en þó má telja nánast víst að ekki hafi gosið þar eftir að land byggðist. Engin gjóskulög með efnasamsetningu Kverkfjalla hafa fundist í ísnum í Vatnajökli eða jarðvegi frá sögulegum tíma.1 Yngsta hraunið, Lindahraun, rann skömmu fyrir landnám, ef marka má umhverfisbr...

category-iconStærðfræði

Getur margfeldi tveggja talna verið jafnt summu þeirra?

Spurninguna má umorða þannig að við viljum athuga hvort til séu tvær tölur $x$ og $y$ þannig að \[x \cdot y = x + y.\] Með því að draga $y$ frá báðum hliðum jöfnunnar má umrita hana yfir á formið \[x \cdot y - y = x.\] Með því að taka $y$ út fyrir sviga í vinstri hlið fæst \[y \cdot (x-1) = x.\] ...

category-iconStærðfræði

Hvaða aðferðum er beitt til að finna aukastafi pí?

Talan $\pi$, pí, er hlutfallið milli ummáls og þvermáls hrings. Hún er stundum nefnd fasti Arkímedesar. Arkímedes (272–212 f.Kr.) beitti nákvæmum útreikningum til að finna gildi $\pi$. Hann notaði nálgunaraðferð með því að finna ummál reglulegra marghyrninga með æ fleiri hornum þannig að lögun þeirra nálgaðist hri...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað eru kvarkar?

Kvarkar eru þær agnir sem til dæmis róteindir og nifteindir eru gerðar úr. Til eru sex gerðir af kvörkum. Þær eru upp (u), niður (d), sérstaða (s), þokki (c), toppur (t) og botn (b). Kvarkar hafa rafhleðslu -1/3 e eða +2/3 e (sjá töflu). Spurningin í heild var sem hér segir:Hvað eru kvarkar; er tilvist þei...

category-iconVísindi almennt

Hvert er öflugasta andoxunarefnið? Og stafar öldrun ekki aðallega af oxun í líkamanum?

Það er ekki svo fráleitt að ýmislegt sem við tengjum við forgengileika megi rekja til oxunar þegar að er gáð. Ryðgun járns er oxun eins og fram kemur í svari Ágústs Kvaran og Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Ryðga málmar í frosti? Spanskgrænan sem fellur á kopar í lofti, til dæmis á myndastyttur, verður l...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað er andefni og hvað felst mikil orka í því?

Spurningunni Hvað er andefni? hefur áður verið svarað hér á Vísindavefnum. Spurningunni um orkuna í andefni er einnig svarað þar að verulegu leyti. Þegar spurt er um orkuna sem er fólgin í einhverju tilteknu fyrirbæri höfum við venjulega mestan áhuga á þeirri orku sem getur losnað úr læðingi og umbreyst í aðrar...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað eru Vestmannaeyjar gamlar?

Vestmannaeyjar eru alls 18 eyjar og sker auk 55-60 eldstöðva sem hafaldan hefur sigrast á. Þessar eldstöðvar mynda sérstakt eldstöðvakerfi, Vestmannaeyjakerfið, sem talið er að megi rekja 70.000 til 100.000 ár aftur í tímann. Elstu jarðmyndanir ofansjávar eru Norðurklettar nyrst á Heimaey sem mynduðust fyrir um 40...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru til einhver eitruð spendýr?

Eina spendýrið sem staðfest er að framleiði eitur er breiðnefurinn (Ornithorhynchus anatinus) sem er afar sérstætt spendýr og sker sig mjög frá öðrum spendýrum jarðarinnar. Eins og önnur spendýr hefur breiðnefurinn jafnheitt blóð en hitastig þess er lægra en hjá öðrum ættum spendýra eða 25-30 °C. Það er að jafnaði...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Af hverju er spegilmynd manns á hvolfi þegar horft er í skeið?

Hér er einnig svarað spurningum frá Hildi Snæland, Jóhanni Ragnarssyni, Eygló Egilsdóttur og Guðrúnu Þorsteinsdóttur.Þetta sést glöggt þegar við skoðum geislagang í holspegli, en skeiðinni verður í þessu samhengi best lýst sem slíkum spegli. Bláa pílan sem vísar upp á við og er til vinstri á myndinni hér á eftir t...

category-iconEfnafræði

Af hverju brennur natrín (natríum) þegar það snertir vatn?

Natrín eða natríum (enska sodium) er málmur úr fyrsta flokki lotukerfisins eða úr flokki alkalímálma. Bræðslumark natríns er 98°C og eðlismassi þess 0,97 g/cm3. Natrín er mjúkur málmur og það er auðvelt að skera hann í sneiðar með hníf. Þegar það er gert í andrúmslofti sést eitt andartak glansandi gráhvítur litur ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Kennarinn minn segir að í stærðfræði séu engar undantekningar frá útreikningsaðferðum, er það rétt?

Svarið fer eftir því hvað átt er við með „undantekningar“. Þegar stærðfræði er sett fram á kórréttan hátt á alltaf að vera sagt skýrt, fyrir hvaða verkefni aðferð dugar, og aðferðin á að duga án undantekninga í öllum tilvikum sem sagt er að hún dugi. Þannig séð verkar aðferðin án „undantekningar“. Ef við h...

category-iconVeðurfræði

Hvað eru glitský?

Vísindavefnum bárust nokkrar spurningar um glitský að morgni föstudagsins 18. febrúar 2005 eftir að slík fyrirbæri blöstu við augum í austurátt yfir Reykjavíkursvæðinu fyrir sólaruppkomu. Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum: Hvernig myndast glitský? (Kolbrún)Hvernig, hvenær og hvers vegna koma glitský...

Fleiri niðurstöður