Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 5813 svör fundust

category-iconUnga fólkið svarar

Hver var Che Guevara? Hvenær fæddist hann og dó hann?

Che Guevara, eða Ernesto „Che” Guevara de la Serna, fæddist 14. júní 1928 í bænum Rosario í Argentínu. Árið 1953 útskrifaðist hann í læknisfræði við Háskólann í Buenos Aires. Hann var sannfærður um að bylting væri eina leiðin til að bæta þann félagslega ójöfnuð sem hann taldi ríkja í Suður-Ameríku. Að námi lokn...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver eru áhrif jarðskjálfta á borholur og vatn í þeim?

Áhrif jarðskjálfta á borholur og vatn í þeim má flokka í þrennt. Í fyrsta lagi geta þeir haft áhrif á borholurnar sjálfar, í öðru lagi á gæði vatnsins og í þriðja lagi hafa spennubreytingar í jarðskorpunni áhrif á þrýsting í grunnvatns- og jarðhitakerfum sem endurspeglast í breytingum á vatnsborði í borholum. Á...

category-iconUnga fólkið svarar

Hver var fyrsta heimilistölvan og af hvaða gerð var hún?

Eins og kemur fram í svari Hjálmtýs Hafsteinssonar við spurningunni Hvenær var fyrsta tölvan fundin upp, hver gerði það og hve öflug var hún? telja margir að Bandaríska reiknivélin ENIAC hafi verið sú fyrsta sem stóð undir nafninu tölva. Hún var smíðuð við Pennsylvaníuháskóla í Bandaríkjunum og var tekin í notkun ...

category-iconHugvísindi

Hverrar ættar var Axlar-Björn og hver var kona hans?

Raðmorðinginn Axlar-Björn hét Björn Pétursson og var fæddur um miðja 16. öld og tekinn af lífi 1596. Kona hans hét Þórdís Ólafsdóttir en önnur heimild telur hana þó hafa heitið Steinunni. Um svokallaða framætt Axlar-Bjarnar, það er að segja forfeður hans og formæður, er lítið vitað annað en að faðir hans hefur ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver er munurinn á vefsíðuheitunum: .asp , .htm , .html, .php o.s.frv.?

Þegar vafrað er um netið sendir vafrinn fyrirspurn til netþjóns (e. webserver) sem túlkar fyrirspurnina, vinnur úr henni og sendir niðurstöðu til baka til vafrans, venjulega á HTML-formi. HTML (Hyper Text Markup Language) er samsafn skipana um hvernig vafrinn eigi að birta heimasíðuna, til dæmis hvar, hvernig og h...

category-iconLögfræði

Hver borgar meðlag þegar hvorugt foreldrið hefur forræði yfir barni?

Spurninguna mætti einnig orða svona: Hvílir framfærsluskylda á foreldri (öðru eða báðum) jafnvel þótt það (þau) fari ekki með forsjá barnsins? Svarið er já því samkvæmt barnalögum nr. 20/1992 er meginreglan sú að framfærsluskylda hvílir á kynforeldrum barns óháð því hvort þau fari með forsjá þess. Framfærsluskylda...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvenær var lúpínan flutt til Íslands og hver var tilgangurinn?

Elstu heimildir um alaskalúpínu (Lupinus nootkatensis) hér á landi eru frá árinu 1885 en þá sáði Georg Schierbeck landlæknir til hennar í Reykjavík. Hann var helsti hvatamaður að stofnun Garðyrkjufélags Íslands og gerði tilraunir með ræktun fjölmargra erlendra plantna á því 11 ára skeiði sem hann bjó hér á landi. ...

category-iconMannfræði

Hvers konar menning er í Mósambík? Hver er saga landsins?

Hér er einnig svarað spurningunni:Hvenær lauk borgarastríðinu í Mósambík? Grunnupplýsingar Mósambík er sjálfstætt lýðveldi í Suðaustur-Afríku og liggur austurströnd þess að Indlandshafi. Landamæri Mósambíkur liggja að Tansaníu norðan megin, Suður-Afríku og Svasílandi sunnan og suðvestan megin, og að Simbabve, Sa...

category-iconFélagsvísindi

Hver er talinn vera mesti frumkvöðull hagfræðinnar fyrr og síðar?

Það er ekki til neitt eitt rétt svar við þessari spurningu því að það er ekki til neinn algildur mælikvarði á gæði hagfræðinga eða hve miklir frumkvöðlar þeir eru. Væntanlega mundu flestir þó svara að Adam Smith (1723-1790) sé helsti brautryðjandi hagfræðinnar og hann er oft nefndur faðir fræðigreinarinnar. Sm...

category-iconLífvísindi: almennt

Hver er munurinn á fléttum og skófum? Eru skófir fléttur?

Orðin fléttur og skófir eru að vissu marki mismunandi nöfn yfir sama fyrirbærið, sambýli svepps og þörunga. Þó er viss merkingarmunur á orðunum eins og skýrt verður hér á eftir. Orðið fléttur í þessari merkingu kemur fyrst fyrir í bók Helga Jónssonar, Bygging og líf plantna - Grasafræði, sem út kom árið 1906. ...

category-iconEfnafræði

Frýs vatn alltaf við 0°C, sama hver loftþrýstingurinn er?

Nei, alls ekki. Í svari við spurningunni Suðumark vatns lækkar við minnkandi þrýsting, en getur ís soðið? má meðal annars sjá eftirfarandi mynd. Lesendur eru hvattir til að lesa það svar áður en lengra er haldið. Eins og sjá má liggur línan milli storkuhams (íss) og vökvahams (fjótandi vatns) í átt til lækkandi h...

category-iconHugvísindi

Hver var þessi Murphy sem lögmál Murphys er kennt við?

Hið svonefnda lögmál Murphys (e. Murphy's Law) hljóðar svona á ensku:If anything can go wrong, it will.Á íslensku er hefð fyrir því að þýða það eitthvað á þessa leið:Ef eitthvað getur farið úrskeiðis, mun það gera það. Nokkrar tilgátur er á kreiki um hvers vegna lögmál þetta var eignað manni að nafni Murphy og ei...

category-iconLandafræði

Hver er hæsti tindur Langjökuls og hvað er hann hár?

Langjökull hét einu sinni Baldjökull en orðið böllur merkti í fornu máli hnöttur eða kúla. Langjökull er annar stærsti jökull landsins og Péturshorn er hæsti tindur hans, alls 1355 metra hár. Í svari eftir Helga Björnsson við spurningunni Hver verður líkleg staða jökla hérlendis eftir 50 ár miðað við óbreytt...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver er minnsti tindur Vatnajökuls og hvað er hann stór?

Svona spurningum er yfirleitt ekki hægt að svara af því að orðið "tindur" hefur ekki nógu skýra merkingu til þess. Með öðrum orðum: Ef Anna segir að þessi tindur A sé minnstur þá getur Bjarni andmælt því með því að benda á einhverja þúst B sem er minni en A. Þannig geta þau haldið áfram því sem næst endalaust ...

category-iconHugvísindi

Hver var véfréttin í Delfí og hvaða hlutverki gegndi hún?

Véfréttin í Delfí var staður þar sem Forngrikkir gátu fengið goðsvar frá hofgyðju Apollons. Delfí var forngrísk borg í suðurhlíðum Parnassosfjalls í Fókishéraði. Eldra nafn borgarinnar var Pýþó, dregið af nafni Pýþonsslöngu sem Apollon átti að hafa drepið. Ekki er ljóst af hverju borgin var síðan nefnd Delfí, s...

Fleiri niðurstöður