Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna er þyngdarafl á jörðinni en ekki á tunglinu?

Sérhver hlutur sem hefur massa verkar á aðra massa með þyngdarkrafti, sem er hins vegar mismikill eftir því hve mikill massi upphaflega hlutarins er og eftir því hversu langt við erum frá miðju hans. Þyngdarkraftur verkar því á tunglinu alveg eins og á jörðinni. Eini munurinn er sá að þyngdarkrafturinn á tiltekinn...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig urðu mennirnir til?

Samkvæmt vísindum nútímans varð tegundin maður eða nútímamaður (Homo sapiens) til við þróun á sama hátt og aðrar tegundir lífs á jörðinni. Það er talið að þetta hafi gerst fyrir um það bil 130.000 árum. Í svari Hauks Más Helgasonar og Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Skapaði Guð mennina eða urðu þeir t...

category-iconVísindavefur

Af hverju eru Kínverjar skáeygðir en ekki við?

Í rauninni eru allir með örlítið skásett augu því hjá öllu fólki lækkar augnrifan inn að nefinu. Hins vegar er misjafnt hversu áberandi það er. Augun virðast meira skásett vegna húðfellingar sem liggur yfir efra augnlokinu að nefninu. Haraldur Ólafsson fjallar um þetta mál í svari sínu við spurningunni Af hverj...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Hver er ástæðan fyrir þessum björtu sumarnóttum hér á Íslandi?

Snúningsmöndull jarðar er ekki hornréttur á brautarsléttu hennar heldur hallar hann um 23,5° frá lóðréttu. Þessi möndulhalli jarðar er það sem veldur árstíðaskiptum. Ef möndullinn hallaði ekki væru engar breytingar á hitastigi og birtu milli árstíða og sólin væri alltaf á lofti hálfan sólarhringinn alls staðar í h...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Myndast höggbylgja ef kjarnorkusprengja springur úti í geimnum?

Ef kjarnorkusprengja springur í geimnum myndast ekki höggbylgja. Í geimnum er ekkert andrúmsloft og agnirnar sem losna við kjarnahvörfin í sprengingunni geta þess vegna ekki rekist á neitt. Ef kjarnorkusprengja springur í lofthjúpi, eins og er á jörðinni, myndast höggbylgja þegar agnir sem losna með gífurlegum...

category-iconLæknisfræði

Er hægt að fara í stafræna segulómmyndun á Íslandi?

Segulómmyndir eru alltaf stafrænar (e. digital) vegna þess að tæknin er í eðli sínu þannig að tölva er notuð til að reikna og birta mynd, en myndin byggir á athugun á því hvernig efni líkamans haga sér í segulsviði. Tæknin á bak við segulómmynd er nokkuð flókin og lesa má meira um hana í svari við spurningunni Mig...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er uppruni nafnanna Mekkinó og Mekkín og hvenær komu þau inn í íslenskt mál?

Karlmannsnafnið Mekkinó er myndað af kvenmannsnafninu Mekkín. Fyrsti karlmaðurinn sem bar nafnið fæddist árið 1900. Mekkinó er sjaldgæft nafn og samkvæmt gagnagrunninum Íslendingabók hafa sjö karlmenn borið nafnið, þar af þrír sem seinna nafn af tveimur. Mekkín á sér lengri sögu og virðist fyrst notað á 17. öld...

category-iconJarðvísindi

Er Baula virkt eldfjall?

Nei, ekki er það svo að Baula sé virkt eldfjall, því samkvæmt aldursgreiningu myndaðist fjallið fyrir um 3 milljónum ára. Baula er líparít-hraungúll*, til orðinn í eldgosi bergbráðar sem vegna hárrar seigju hlóðst upp yfir gosopinu. Að minnsta kosti að vestan er fjallið orpið skriðu úr digrum stuðlum sem benda til...

category-iconMálvísindi: íslensk

Ungt fólk sem ég hef átt í samskiptum við er í sífellu að kalla hvert annað sjomli og sjomla. Hvað merkir það eiginlega?

Orðið sjomli er fremur nýtt í málinu og ekki á allra vörum. Ég hef leitað til yngra fólks og þekkja það margir en alls ekki allir. Sumir segja að það merki „gamli minn“, aðrir að það sé notað í merkingunni „spaði eða flottur gaur“ eins og ungur maður orðaði það. Það næsta sem ég hef komist upprunanum er að vinsæld...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað lifir íslenski jaðrakaninn lengi?

Jaðrakan (Limosa limosa) er stór og háfættur votlendisfugl af snípuætt sem verpir meðal annars á Íslandi og víða í Mið-Evrópu og í Rússlandi allt austur að ströndum Kyrrahafs. Þeir jaðrakanar sem verpa hér á landi eru flokkaðir í deilitegundina islandica eins og þeir sem verpa í Færeyjum. Talið er að heimsstofninn...

category-iconLandafræði

Hvað er Ísland stórt að flatarmáli og hvert er hlutfall þess af heildarflatarmáli jarðarinnar?

Ísland er 103.001 km2 (ferkílómetrar) að flatarmáli en jörðin er 510.072.000 km2 að flatarmáli. Meira má lesa um flatarmál og rúmmál jarðar í svari EDS við spurningunni Hvert er flatarmál og rúmmál jarðar? Þetta gerir það að verkum að flatarmál Íslands er einungis rúmlega 0,02% af heildarflatarmáli jarðarinnar. ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju segir maður að eitthvað sé gráupplagt?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Af hverju segir maður að eitthvað sé gráupplagt? Hvaðan er það komið? Forliðurinn grá- er í orðum eins og gráupplagt notaður til áherslu í merkingunni ‘stór, mjög’. Nefna má fleiri dæmi eins og grálúsugur, það er allur í lús, gráungað egg, það er mjög ungað egg, grábölvaður...

category-iconJarðvísindi

Hversu gamall er Þríhyrningur í Fljótshlíð og hvernig myndaðist hann?

Hér er einnig svarað spurningunni:Hversu gamall er Þríhyrningur í Fljótshlíð og hvernig myndaðist hann? Ef þetta er eldfjall, hvenær gaus það síðast? Þríhyrningur er ofurlítill fjallshryggur úr móbergi með stefnu SV-NA, sem er sprungustefna á Suðurlandi. Þannig hefur fjallið myndast á stuttri gossprungu við eld...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðasambandið „að skeika að sköpuðu“?

Orðasambandið að láta skeika að sköpuðu í merkingunni ‘að láta fara sem vill’ þekkist þegar í fornu máli og má finna dæmi um það í ýmsum fornsögum, til dæmis í 22. kafla Egils sögu: Enga vil eg nauðungarsætt taka af konungi. Bið þú konung gefa oss útgöngu. Látum þá skeika að sköpuðu (Ísl.s. bls. 391). Um fle...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers konar jurt er humall og er hægt að rækta hann hér á landi?

Humall (Humulus lupulus) er hávaxin vafningsjurt af hampætt (Cannabaceae). Hún er ræktuð víða enda mikilvæg nytjajurt. Blóm hennar sem á ensku nefnast hops eru notuð til bjórgerðar um allan heim. Humallinn gerir ölið biturt á bragðið en gegnir einnig því hlutverki að verja það gegn skemmdum. Humallinn vinnur...

Fleiri niðurstöður