Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 6259 svör fundust

category-iconLífvísindi: almennt

Hver er munurinn á erfðagalla og erfðasjúkdómi?

Það má kalla það erfðagalla þegar arfgeng breyting á erfðaefni veldur truflun á líkamsþroska eða líkamsstarfsemi. Þegar um mjög skaðlega truflun á starfsemi er að ræða er gjarnan talað um sjúkdóm, en sé truflunin lítil eða hafi hún áhrif á líkamsvöxt eða þroska líkamshluta er oft viðeigandi að tala frekar um hana ...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvers vegna keyrir eldra fólk oft hægt?

Eins og fram kemur í svari Pálma V. Jónssonar við spurningunni Hefur hár aldur og hægari líkamsstarfsemi áhrif á það hvernig við skynjum hraða tímans? hægja ýmsar aldurstengdar breytingar á hreyfingum og viðbrögðum fólks. Hjá eldra fólki er vöðvasamdráttur hægari en hjá þeim sem yngri eru. Þetta stafar meðal an...

category-iconMálvísindi: almennt

Er til, eða notað, samræmt hljóðritunarkerfi sem má nota fyrir öll tungumál?

Til er alþjóðlegt hljóðritunarkerfi, International Phonetic Alphabet, skammstafað IPA. Það var búið til með það í huga að gera málfræðingum og nemendum kleift að læra að bera orð rétt fram og skrá framburð á réttan hátt. Eitt aðalmarkmiðið með IPA var að búa til eitt sérstakt tákn fyrir hvert hljóð í tungumáli. ...

category-iconFélagsvísindi

Eru einhver lög í gildi um hvenær og hvernig nota megi börn í auglýsingum?

Í samkeppnislögum er fjallað um auglýsingar. Í 22. gr. laganna kemur eftirfarandi fram:Komi börn fram í auglýsingum skal þess gætt að sýna hvorki né lýsa hættulegu atferli eða atvikum er leitt geti til þess að þau eða önnur börn komist í hættu eða geri það sem óheimilt er. Af þessu er ljóst að ekki má láta börn fr...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Útrýmdu Rómverjar einhverjum dýrategundum í Evrópu vegna eftirspurnar frá hringleikahúsunum?

Í svari á Vísindavefnum við spurningunni Hvaða skemmtanir fóru fram í hringleikahúsum Rómverja? segir meðal annars:Á stórum uppákomum var allt að 11.000 dýrum slátrað í hringleikahúsi – ljónum, björnum, nautgripum, flóðhestum, tígrum og krókódílum. Rómverjar voru sendir vítt og breitt um heiminn í leit að dýrum ti...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Get ég ekki virkjað safnkassann minn og fengið metangas líkt og gert er á Álfsnesi?

Rotnun lífrænna efna getur farið fram á tvennan hátt, annað hvort með súrefni eða án þess. Aðstæðurnar ráða hvernig bakteríur eru að verki. Þegar súrefni er til staðar í safnkassa sjá ákveðnar bakteríur um niðurbrotið og við þess háttar rotnun myndast vatn og koltvísýringur (CO2) auk hita. Við súrefnissnauðar ...

category-iconLögfræði

Hvað er gerðardómur og hvaða hlutverki gegnir hann?

Gerðardómur er eitt af þeim úrræðum sem mönnum standa til boða utan hins hefðbundna dómstólakerfis. Ákveða má með samkomulagi að skjóta ágreiningi milli aðila í gerð. Niðurstaða slíks gerðardóms er bindandi fyrir aðila og ekki má fara með slíkt mál fyrir dómstóla. Sé það gert ber að vísa málinu frá dómi, komi fram...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Er hægt að búa til súrefni í vélum?

Súrefni (oxygen, O) er eitt af frumefnunum (elements), en frumefni í náttúrunni eru samtals um 90 eftir því hvernig talið er. Léttasta frumefnið er vetni (hydrogen, H) sem hefur massatölu 1 en þyngstu atóm frumefna hafa massatölu um 240. Massatala súrefnis er 16 svo að við sjáum að það er frekar létt. Frumefni...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju heyrist garnagaul?

Stuttlega er fjallað um garnagaul í svari Jónasar Magnússonar við spurningunni Hvers vegna heyrast stundum hljóð úr innyflum manna, til dæmis þegar fólk er svangt? Þar kemur fram að þegar garnirnar dragast saman, hreyfist loft sem er í þeim til og við það getur framkallast hljóð sem við köllum garnagaul. Á ens...

category-iconLögfræði

Ef maður á jarðarskika, á maður hann þá alveg niður að kjarna jarðarinnar?

Sú skilgreining á fasteignahugtakinu sem helst er notast við í íslenskri lögfræði er svohljóðandi: Fasteign merkir afmarkaðan hluta lands ásamt lífrænum og ólífrænum hlutum þess, réttindum sem því fylgja og þeim mannvirkjum sem varanlega er við landið skeytt. Hvergi kemur fram, hvorki í lögum né annars staðar, hva...

category-iconLandafræði

Hvað eru til margar konur í heiminum?

Það er ekki hægt að segja upp á hár hversu margar konur eru í heiminum þar sem mannfjöldi hér á jörðinni er áætlaður. Eins þarf að áætla hversu stór hluti mannkyns eru konur og hversu stór hluti karlar. En við höfum þó nokkuð góða hugmynd um hvernig þessir hlutir. Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hv...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver fann upp litina?

Litirnir eru ekki uppfinning í sama skilningi og saumavélin eða ljósaperan. Eins og segir í svari við spurningunni Hvað eru litir? verða litirnir til í "samspili milli tíðnidreifingar í ljósinu kringum okkur og sjónskynjunarinnar sem fer fram bæði í auga, sjóntaug og heila." Sólarljósið er í raun hvítt ljós sem...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvert er rúmmál Vatnajökuls talið vera og hversu gott er það mat?

Vatnajökull er víðast hvar 400-700 m þykkur, um 400 m að meðaltali, en mest um 950 m. Alls er rúmmál hans um 3.200 km3 sem jafngildir um 30 m þykku íslagi jafndreifðu yfir allt Ísland. Nákvæmni matsins gæti verið 3%. Vatnajökull 22. september 1973. Mynd frá Landsat gervitungli. Þykkt jökulsins hefur verið mæld...

category-iconStærðfræði

Eru meiri líkur á vinningi í lottóinu ef maður notar alltaf sömu tölur?

Lottóútdráttur fer þannig fram að 40 kúlur eru settar í lottóvél, þeim er þeytt til og frá í vélinni og síðan er 5 kúlum lyft upp úr henni. Hvorki kúlurnar né lottóvélin muna hvernig fyrri útdrættir hafa farið og þess vegna geta þeir ekki haft áhrif á niðurstöðuna. Sérhver útdráttur er handahófskenndur og allar ta...

category-iconJarðvísindi

Hverjir sjá um mælingar, skráningar og rannsóknir á jarðskjálftum á Íslandi?

Nú á dögum hefur Veðurstofa Íslands það hlutverk að reka net jarðskjálftamæla til að fylgjast með og skrá skjálftavirkni landsins. Netið er þéttast á virkustu svæðunum, það er umhverfis flekaskilin sem liggja í gegnum landið frá Reykjanestá og allt til norðurstrandarinnar milli Öxarfjarðar og Skagafjarðar. Skjálft...

Fleiri niðurstöður