Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2983 svör fundust
Hvað er langt þangað til að sólin verður að rauðum risa og hvað verður um hana þegar hún er orðin að hvítum dverg?
Við rannsóknir á sólstjörnum standa vísindamenn frammi fyrir þeim vandkvæðum að þróun sólstjarna tekur milljónir og jafnvel milljarða ára. Það er því engin leið að geta fylgst með þróun einnar stjörnu frá upphafi til enda. Vísindamenn verða því að reyna að ákvarða hversu langt er liðið á þróunarskeið ýmissa stjarn...
Hvað er langt síðan einhver fórst í jarðskjálfta á Íslandi og hversu margir hafa dáið í jarðskjálftum hér á landi frá upphafi byggðar?
Það er rétt rúmlega ein öld síðan síðast varð dauðsfall á Íslandi í tengslum við jarðskjálfta. Norrænir landnámsmenn sem komu til Íslands fyrir meira en þúsund árum, hafa án efa upplifað meiri óróa og líf í jörðinni hér á landi en í fyrri heimkynnum sínum. Í gegnum aldirnar er þráfaldlega greint frá skjálftum þ...
Hvað var vistarbandið?
Vistarband má skilgreina á þessa leið:Ef karl og kona réðu ekki eigin búi skyldu þau vera hjú á heimili bónda og eiga þar grið. Venjan var sú að fólk réði sig í ársvist í senn. (Gísli Gunnarsson, 1987, kafli 2.7).Bóndi réði allri vinnu hjúa sinna og fékk af henni allan arð hvort sem vinnan var unnin á heimili hans...
Á hvaða sviði málfræðinnar hafa mestar breytingar orðið frá forníslensku til dagsins í dag?
Einhverjar breytingar hafa orðið á öllum þáttum tungumálsins frá forníslensku og fram á okkar daga, mismiklar þó. Skipta má þessum þáttum í orðaforða, orðmyndun, hljóðkerfi og beygingarkerfi. Ýmsar breytingar hafa einnig orðið á setningagerð og er um það efni vísað til bókarinnar Íslensk tunga III eftir Höskuld Þr...
Hvað getur þú sagt mér um gæsir?
Gæsir eru meðalstórir fuglar, talsvert stærri en endur og hálslengri og háfættari. Þorri gæsa er mjög norðlægur, það er að segja fljúga langt norður á auðnir heimskautssvæðanna til varps. Áður náðu varpsvæði þessara norðlægu gæsa mun sunnar en vegna ágangs manna, aukins veiðiálags og röskunar búsvæða hafa þau færs...
Hvernig á að fara að því að mótmæla á Íslandi og hver er réttur mótmælenda?
Einn mikilvægasti þátturinn í lýðræðislegu samfélagi er réttur fólks til að mótmæla og gagnrýna. Þetta á sérstaklega við um stjórnvöld og aðgerðir þeirra. Rétturinn til þess að koma saman og mótmæla eða láta skoðun sína í ljós með öðrum hætti er varinn í stjórnarskránni og af ýmsum mannréttindasáttmálum sem Ísland...
Er munur á góðri og skemmtilegri tónlist?
Höfundur þessa svars er mikill aðdáandi Bítlanna. Besta plata þeirra að hans mati er meistaraverkið Sgt. Peppers Lonely Hearts Club Band (1967). Plata sem breytti tónlistarlandslaginu á sínum tíma og er krúnudjásn sveitarinnar, verk sem verður ekki toppað, hvorki af Bítlum né öðrum. En höfundur á líka uppáhalds Bí...
Hvers vegna eru Íslendingasögur höfundarlausar?
Líklegast er að höfunda Íslendingasagna sé hvergi getið af því að sá sem fyrstur skrifaði þær hafi ekki talið sig höfund þeirra og samtímamönnum hans hafi ekki heldur þótt það skipta máli. Höfundur merkir upphafsmaður, og annaðhvort voru sögurnar byggðar á eldri frásögnum af þeim atburðum sem þær segja frá eða höf...
Á hverju nærast tré?
Tré nærast á samskonar efnum og þú og ég, einkum kolvetnissamböndum, en einnig fitum og próteinum. Munurinn er sá að trén framleiða þessi efni sjálf í laufblöðum sínum úr koltvísýringi sem laufblöðin „anda“ til sín úr andrúmsloftinu og vatni sem ræturnar taka upp úr jarðveginum og er síðan flutt upp í laufb...
Hvenær og af hverju varð Baldjökull að Langjökli?
Upphaflega spurningin hljóðaði svona: Ég hef séð á mörgum kortum af landinu að Langjökull er nefndur Baldjökull. Hvenær og af hverju átti þessi nafnabreyting sér stað? Nafnmyndin Baldjökull er eldra nafn á Eiríksjökli eða norðvesturhluta Langjökuls og er upphaflega nafnmyndin Balljökull (nefndur til dæmis í Harða...
Er orðið ógnanir til?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Er orðið ógnanir til? Ég er í viðskiptafræði og kennararnir tala alltaf um ógnanir en ekki ógnir, er þetta ekki vitlaust hjá þeim?Orðið ógnun er verknaðarnafnorð leitt af sögninni að ógna með viðskeytinu -un og merkir 'hótun, það að ógna'. Ógnanir eru því hótanir sem einhver...
Hvað þýðir tilvitnunin 'animula vagula blandula' sem meðal annars sést í upphafi Nafns rósarinnar?
Spurningin í heild var: Hvað þýðir 'animula vagula blandula'? Ég hef séð þessa tilvitnun víða, til dæmis í upphafi Nafns rósarinnar, en ekki séð þýðingu. Orðin animula vagula blandula eru latnesk og þýða „litla sál, reikandi og þokkafull“. Þau eru upphafið að kvæði sem Aelius Spartianus (líklega uppi á 3. eða...
Hvað er móhella?
Sennilega er orðið móhella ekki nákvæmlega skilgreint, en samkvæmt Þorleifi Einarssyni (bls. 190, Myndun og mótun lands. Jarðfræði. Mál og menning, 1991) er móhella lagskiptur harðnaður foksandur sem myndast hefur snemma á nútíma, skömmu eftir ísaldarlok. Slíkar foksandsmyndanir kallast löss í útlöndum, en eru að ...
Hvað þýðir 'baðm' í orðinu baðmull?
Orðið baðmull er íslenskun á danska orðinu bomuld frá 19. öld. Eldri íslensk mynd er bómull sem þekkist frá því á 17. öld. Bómull hefur sjálfsagt þótt of dönskuskotið orð og því hefur orðið baðmull verið búið til, sett saman af baðmur ‛tré’ og ull. Baðmull vex á runnum, ekki trjám.Ástæða þess að baðmur var...
Er til íslenskt orð yfir "nonprofit organisation?"
Ekki virðist samkomulag um eitt orð yfir „nonprofit organisation“. Þýðingamiðstöð utanríkisráðuneytisins hefur þýtt þetta með orðasambandinu „stofnun sem er ekki rekin í hagnaðarskyni“. Alþjóðasjóður villtra dýra (World Wildlife Fund, WWF) er stofnun sem ekki er rekin í hagnaðarskyni. Hún tilheyrir því þriðja...