Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 652 svör fundust
Hvað hefur vísindamaðurinn Þorvarður Árnason rannsakað?
Þorvarður Árnason er forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Hornafirði. Á síðari árum hafa rannsóknir hans einkum beinst að fjórum sviðum; náttúrlegu landslagi og óbyggðum víðernum, náttúru- og umhverfisvernd, sjálfbærri ferðaþjónustu og loftslagsmálum. Rannsóknir Þorvarðar hafa oftast verið þverfaglegar ...
Hvað eru draugasteinar og ljóma þeir virkilega í myrkri?
Draugasteinn og glerhallur eru íslensk nöfn á kalsedón (chalcedony), sem er fínkristallað eða myndlaust form af kísli (SiO2). Glerhallar með mislitum láréttum röndum nefnist ónyx en með sammiðja hringlögum agat. Glerhallar eru mjög algengir sem holufyllingar hér á landi, en einna þekktastur fundarstaða er Glerhall...
Hafa kýr tennur?
Nautgripir eins og mörg önnur jórturdýr, svo sem kindur og geitur, hafa 32 tennur. Framtennurnar eru sex, augntennurnar tvær og svo eru 24 jaxlar sem hjálpa til við að merja jurtir sem dýrin bíta. Ólíkt mannfólki hafa kýr ekki jafn margar tennur í báðum gómum. Í efri kjálka hafa þær hvorki framtennur né augnte...
Af hverju er Venus heitari en Merkúríus þó Merkúríus sé nær sólinni?
Merkúríus er sú reikistjarna sem er næst sólinni en Venus kemur þar á eftir. Merkúríus er að meðaltali 57.900.000 km frá sólinni en Venus 108.200.000 km frá sólinni. Það er því eðlilegt að spyrjandi velti fyrir sér hvers vegna heitara sé á Venus en á Merkúríusi þegar Venus er um tvöfalt lengra frá sólinni! Hátt...
Hvað er rétttrúnaðarkirkja?
Leiðtogar kirkjunnar á fyrstu öldum kristninnar kölluðust patríarkar sem þýðir í raun eins konar æðstu biskupar. Sat einn í Róm, annar í Jerúsalem, sá þriðji í Antíokkíu og hinn fjórði í Konstantínópel þar sem nú heitir Ístanbúl. Stjórnaði hver sínu svæði Rómaveldis og þar með kirkjunnar. Patríarkinn í Róm nefn...
Er hægt að losna við möl eða egg flugunnar með því að frysta flíkina?
Til eru nokkrar tegundir fiðrilda sem í daglegu tali eru kallaðar mölflugur. Sumar lifa á matvælum en aðrar frekar á ullar- og skinnavöru. Mölur er ekki eins algengt vandamál og áður fyrr, aðallega vegna þess að fatnaður nú til dags er yfirleitt úr öðrum efnum en mölurinn þrífst á. Fatamölur eða guli fatamölurinn...
Menga rafbílar og hvers vegna er rafbíllinn ekki vinsælli en bensín- og dísilbílar?
Margir halda því fram að þegar búið er að framleiða rafbíl, flytja hann á milli landa og koma honum til eigandans sé heildarmengun rafbíls meiri en bíls sem er einfaldari í framleiðslu og gengur fyrir bensíni eða dísil. Svo er þó ekki. Þá hefur einnig verið töluvert rætt um framleiðsluna á rafmagni fyrir rafbílana...
Af hverju myndast hvítar rákir á eftir þotum og geta þessar rákir haft áhrif á veðurfar?
Flugslóðar eru þunn ísský sem myndast þegar heitur og rakur útblástur frá þotum blandast við umliggjandi loftið og úr verður loftblanda sem er mettuð. Flugslóði, öðru nafni kotra, myndast þegar heitur og rakur útblástur frá þotum blandast lofti sem er kalt og ómettað. Flugslóðar myndast því á svipaðan hátt og f...
Af hverju stækka og minnka augasteinarnir?
Það sem lítur út fyrir að vera lítill svartur stein í miðju augnanna er í raun alls ekki stein, heldur sjáaldur sem er op. Augasteinninn er inni í augnknettinum sjálfum og er glær, hörð kúla, sem sagt alvöru “steinn”. Hann er augnlinsan og sjáaldrið er ljósopið sem hleypir ljósi inn í augað á sjónuna aftast í augn...
Hver eru helstu störf Þorsteins Vilhjálmssonar í þágu vísinda?
Þorsteinn Vilhjálmsson er prófessor emeritus við Háskóla Íslands í eðlisfræði með vísindasögu sem rannsóknasvið. Hann hefur einkum stundað rannsóknir og ritstörf um sögu eðlisvísinda á nýöld og um sögu stjörnufræði, tímatals og siglingakunnáttu á Norðurlöndum á miðöldum. Meðal helstu ritverka eru Heimsmynd á hverf...
Hverjar eru helstu fornleifar í Garðabæ?
Áður en þessu er svarað er rétt að gera grein fyrir því að land Garðabæjar er mjög víðfemt og teygir sig meðal annars út á Álftanes og langt inn í Heiðmörk. Fornleifar finnast á öllu þessu svæði og skipta hundruðum. Þær eru mjög fjölbreytilegar og margar afar merkilegar, þær elstu frá því um landnám. Flestar m...
Hvernig er félagskerfi tannhvala?
Fræðimenn hafa nokkuð rannsakað félagskerfi og félagshegðun þriggja tannhvalategunda: háhyrninga (Orcinus orca), búrhvala (Physeter macrocephalus) og stökkla (Tursiops truncatus). Auk þess hafa farið fram töluverðar rannsóknir á hnúfubak en hann telst til skíðishvala. Hafa ber í huga að hver tegund tannhvala o...
Hver var Lao Tse og var hann í raun og veru til?
Samkvæmt kínverskri sagna- og heimspekihefð var Laozi 老子 (aðrar algengar umritanir: Lao Zi, Lao-Tzu, Lao-Tze, Lao Tse, og fleiri) forsprakki skóla daoista (daojia 道家) og höfundur bókarinnar Daodejing (önnur umritun: Tao te ching) 道德經 sem á íslensku hefur verið þýdd ...
Hvar býr jólasveinninn?
Þegar líður að jólum og jólasveinar fara á kreik vakna margar spurningar, sérstaklega hjá yngstu kynslóðinni. Ein þeirra sem oft berst Vísindavefnum er hvar jólasveinninn eigi heima? Það eru ýmsar hugmyndir í gangi um heimkynni jólasveinsins og skiptir þá máli hvort átt er við þennan alþjóðlega sem ferðast um á hr...
Hvað hefur vísindamaðurinn Magnús Tumi Guðmundsson rannsakað?
Jöklar og eldfjöll eru meðal helstu einkenna í jarðfræði Íslands. Mörg virkustu eldfjöll landsins eru þakin jökli. Fyrir vikið er eldvirkni í jöklum algeng hér á landi og yfir helmingur þekktra eldgosa á sögulegum tíma byrja sem gos undir jökli. Gos undir jökli og jökulhlaupin sem fylgja hafa verið eitt helsta...