Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 4289 svör fundust
Hvað er femínismi og hver er líkleg ástæða til fordóma karla gagnvart femínistum?
Að vera kona er að ganga í of litlum skóm. Að vera femínisti er að skilja ástæðuna fyrir því og fræða aðra um að það eru ekki fæturnir sem eru of stórir heldur skórnir sem eru of litlir" (Píkutorfan, bls. 90).Ekkert einhlítt svar er til við því hvað femínismi er en þessi einfalda skilgreining ungrar stúlku í Píkut...
Hver var Paracelsus og hvert var hans framlag til læknisfræðinnar?
Philippus Theophrastus Aureolus Bombastus von Hohenheim, öðru nafni Paracelsus, fæddist í Einsiedeln-héraði í Sviss árið 1493. Skírnarnafn hans var Philippus Theophrastus. Nafnið Aureolus tók hann sér síðar. Faðir hans, Wilhelm Bombastus von Hohenheim, var læknir og mikill áhugamaður um efnafræði og gullgerðarlist...
Hvar voru skip víkinga sem sigldu til Vesturheims smíðuð?
Öll spurningin hljóðaði svona: Við landnám uxu að öllum líkindum ekki viðartegundir hér sem hægt var að nota til að smíða víkingaskip. Endingartími þeirra var frekar stuttur. Kannski 10-20 ár. Eru einhverjar vísbendingar um að víkingaskip hafi verið smíðað í víkingaferðum til Vesturheims? Engar leifar skipa sem...
Hvaða rannsóknir hefur Edward H. Huijbens stundað?
Edward H. Huijbens er landfræðingur og prófessor á hug- og félagsvísindasviði Háskólans á Akureyri. Þar er hann jafnframt formaður félagsvísinda- og lagadeildar. Rannsóknir hans hafa snúið að ferðamálum á Íslandi og í alþjóðlegu samhengi. Sérstök áhersla þar hefur verið á hlutverk samgagna í mótun áfangastaða og á...
Er hugtakið skírdreymi (lucid dreaming) virt í vísindaheiminum?
Það sem á ensku nefnist "lucid dreaming" en við getum nefnt skírdreymi á íslensku, felst í því ástandi að manneskju dreymir en er um leið meðvituð um að hana dreymi. Hugtakið er komið frá hollenska rithöfundinum og lækninum Frederik van Eeden (1860—1932). Kerfisbundin niðurröðun upplifana í draumum eru ekki í nei...
Hvort er Biblían trúarrit eða siðfræðirit?
Orðið Biblía er fleirtölumynd af orðinu biblos sem merkir bók. Þetta er réttnefni á helgiritasafni kristinna manna því það er í raun heilt safn 66 sjálfstæðra bóka sem skiptast í tvo meginhluta: Gamla testamentið (39 rit) og Nýja testamentið (27 rit). Eftir inntaki, bókmenntaformi og sögulegum uppruna má skipa ...
Af hverju er svona erfitt að lesa minnisbækur Leonardó da Vinci?
Minnisbækur ítalska lista- og vísindamannsins Leonardó da Vinci (1452-1519) eru illlæsilegar fyrir margra hluta sakir. Þar ber fyrst að nefna að listamaðurinn notaði spegilskrift og byrjaði hverja línu hægra megin á blaðinu og skrifaði til vinstri. Þeir sem eru vanir að lesa óspeglaða skrift frá vinstri til hægri ...
Var Sherlock Holmes til í alvöru?
Sherlock Holmes er sögupersóna í bókum skoska rithöfundarins Arthurs Conans Doyles (1859-1930). Sherlock Holmes var þess vegna ekki til í alvörunni en vafalaust hafði rithöfundurinn ýmsar fyrirmyndir fyrir sögupersónunni, til dæmis prófessor Joshep Bell sem kenndi Doyle í háskóla. Á Netinu er hægt að finna bollale...
Við erum krakkar í 4. bekk í Hraunvallaskóla og viljum vita hvort fiskar verði þyrstir?
Í heild hljóðaði spurningin svona: Góðan dag. Við erum krakkar í 4. bekk í Hraunvallaskóla. Við höfum verið í vísindasmiðju og upp kom ein spurning sem okkur langar að fá svar við. Spurning okkar er þessi; verða fiskar þyrstir? Með bestu kveðju, Vísindahópurinn í 4. bekk. Þurrlendisdýr lifa í stöðugri baráttu ...
Hvar er hægt að finna hákarla?
Það er hægt að finna hákarla víða í heimshöfunum enda er útbreiðsla þeirra allt frá hlýjum sjónum við miðbaug, norður í heimskautshaf og suður í suðurhöf. Ennfremur eiga hákarlar það til að þvælast upp eftir stórfljótum víða um heim og sumar tegundir halda jafnvel til í ferskvötnum, svo sem nautháfurinn (Carcharhi...
Voru grameðlur í rauninni vondar eða voru þær bara að reyna að lifa af?
Grameðlan (Tyrannosaurus rex) var ekki vond í þeim skilningi sem við leggjum í illsku heldur var hún ráneðla sem leitaði uppi bráð eða hræ sér til viðurværis rétt eins og önnur rándýr sem við þekkjum í dag. Í raun er ekki vitað hvort hún veiddi lifandi bráð eða var fyrst og fremst hrææta en um það má lesa meira í ...
Af hverju eru gíraffar með doppur?
Það er ekki tilviljun ein sem ræður útliti gíraffans heldur hefur það mótast fyrir tilstilli þróunar. Hægt er að lesa um þróun og þróunarkenninguna meðal annars í svari við spurningunni Hvernig urðu litlu frumurnar í sjónum að mönnum og dýrum? Útlit gíraffans gagnast honum vel þegar hann leitar að fæðu á hitabe...
Hvers vegna ýtir flæði erlends fjármagns inn til landsins undir styrkingu krónunnar?
Erlent fjármagn getur flætt til landsins með ýmsum hætti. Til dæmis þannig að Íslendingar taka lán í erlendum myntum í útlöndum eða útlendingar fjárfesta á Íslandi. Ef féð er notað á Íslandi til að kaupa til dæmis innlendar eignir eða vinnu þarf að greiða fyrir kaupin með krónum. Erlent fjármagn getur flætt til ...
Hvað er maskínupappír og af hverju er hann kenndur við maskínu?
Farið var að auglýsa maskínupappír í blöðum undir lok 19. aldar. Í blöðunum Íslandi, Ísafold og Fjallkonunni í apríl 1899 er maskínupappírinn nefndur ásamt ýmsum öðrum varningi og virðist auglýsandinn hinn sami. Engin skýring er á því um hvaða pappír er að ræða og hefur það líklega ekki þótt nauðsynlegt. Pappírinn...
Hvenær urðu fimleikar til og hver fann þá upp?
Fimleikar er íþrótt sem felur í sér ýmsar æfingar þar sem saman fara styrkur, liðleiki, samhæfing, snerpa og jafnvægi. Fimleika er hægt að stunda sem einstaklingsíþrótt eða hópíþrótt. Á Íslandi eru fyrst og fremst stundaðir áhaldafimleikar og hópfimleikar. Áhaldafimleikar eru aðallega einstaklingsíþrótt en þó er e...