Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 8733 svör fundust
Af hverju springur ljósapera?
Í venjulegum ljósaperum er fínn þráður úr málmi sem hitnar og fer að glóa þegar rafstraumur er leiddur um hann. Við notkun eyðist vírinn smám saman þannig að hann verður grennri á einhverjum stöðum. Þetta endar þannig að málmþráðurinn fer í sundur á slíkum stöðum. Þegar vírinn fer í sundur getur hlaupið neisti ...
Hvað er það sem gefur páfagaukum umfram aðra fugla möguleikann á að geta lært að tala?
Fræðimenn telja að talhæfileikar páfagauka umfram aðra fugla og önnur dýr liggi ekki í greindinni heldur í líkamsgerðinni. Hæfileiki páfagauka til að skapa ýmis hljóð liggur fyrst og fremst í uppbyggingu barkakýlisins. Dr. Irene Pepperberg hefur fengist við rannsóknir á páfagaukum. Talsverðar rannsóknir hafa...
Hver er munurinn á að hafa i eða y í orði þar sem það heyrist ekkert öðruvísi?
Í elsta sérhljóðakerfi íslensku voru sérhljóðarnir i og y bornir fram á tvo vegu. Sérhljóðið i var þá borið fram líkt og í nú. Það er og var ókringt, það er varirnar eru ekki hringmyndaðar eins og til dæmis þegar u er borið fram. Sérhljóðið e var borið fram líkt og i nú. Sérhljóðið y aftur á móti var kringt eins o...
Hvernig hafa fuglar mök?
Áður hefur verið komið inn á þetta efni í svörum sama höfundar við spurningunum Hvernig fjölga fuglar sér? og Hvar geyma fuglar eggin áður en þeir verpa þeim? og er lesendum bent á að kynna sér þau svör. Frjóvgun hjá fuglum verður innvortis en engu að síður hefur karlfuglinn í flestum tilvikum ekki getnaðarlim...
Hvað þýðir að þegja þunnu hljóði og hvaðan er þetta orðatiltæki komið?
Orðasambandið að þegja þunnu hljóði merkir 'segja ekki neitt en vera þó ósáttur með eitthvað'. Það er mjög gamalt í málinu og kemur m.a. fram í þessu erindi Hávamála: Inn vari gestur, er til verðar kemur, þunnu hljóði þegir, eyrum hlýðir, en augum skoðar; svá nýsisk fróðra hverr fyrir. (Inn = hinn; verður =...
Af hverju eru hundar stundum grimmir og stundum góðir?
Hundurinn er talinn með elstu húsdýrum mannsins og ræktuð hafa verið mörg hundakyn eftir þeim notum sem menn hafa viljað hafa af hundunum. Hundar eru náskyldir úlfum og menn hafa notfært sér eiginleika úlfsins við ræktunina. Í fjárhundum hefur áherslan í ræktuninni verið á þann eiginleika eða atferli úlfsins að...
Getið þið sagt mér allt sem þið vitið um afkvæmi leðurblaka og lífsferil þeirra?
Leðurblökur tilheyra ættbálknum Chiroptera sem skiptist í tvo undirættbálka; annars vegar svokallaða flugrefi eða stórblökur (Megachiroptera) og hins vegar smáblökur (Microchiroptera). Í þessu svari verður einungis fjallað um smáblökurnar, æxlun og þroska ungviðis þeirra en sumir vilja meina að smáblökurnar séu hi...
Hvers vegna gengur sumum betur í námi en öðrum?
Hér er einnig svarað spurningu Kristínar: Hver eru helstu mótunaröflin í námi? Nám er flókið samspil líffræðilegra eiginleika og umhverfis. Maðurinn hefur meðfædda hæfileika til að læra eins og skýrt kemur fram hjá ungum börnum en umhverfið hefur mikil áhrif á hvað hann lærir og hvernig. Þegar barn fæðist býr ...
Hvers vegna springa ljósaperur?
Í ljósaperu er rafstraumur leiddur um grannan vír með ákveðið rafviðnám sem er hærra en í venjulegum rafmagnsleiðslum. Vegna viðnámsins hitnar vírinn þegar rafstraumur rennur gegnum hann og verður fljótt hvítglóandi. Til að verja glóðarþráðinn gegn tæringu þá er ljósaperan fyllt með óhvarfgjarnri lofttegund (oftas...
Er til, eða notað, samræmt hljóðritunarkerfi sem má nota fyrir öll tungumál?
Til er alþjóðlegt hljóðritunarkerfi, International Phonetic Alphabet, skammstafað IPA. Það var búið til með það í huga að gera málfræðingum og nemendum kleift að læra að bera orð rétt fram og skrá framburð á réttan hátt. Eitt aðalmarkmiðið með IPA var að búa til eitt sérstakt tákn fyrir hvert hljóð í tungumáli. ...
Hvað eru útvarpsbylgjur í geimnum?
Útvarpsbylgjur (radio waves) eru ein tegund af rafsegulbylgjum (electromagnetic waves) sem við köllum svo. Rafsegulbylgjur verða til þegar rafhleðslur (electric charge) hreyfast fram og aftur með einhverjum hætti, til dæmis þegar breytilegur rafstraumur fer um sendiloftnet eða rafeindir fara í hringi í segulsviði ...
Er hægt að heyra hárið og neglurnar vaxa?
Höfundur getur sér þess til að spurningin eigi rætur að rekja til þekkts barnalags: Ég heyri svo vel, ég heyri grasið gróa. Ég heyri svo vel, ég heyri snjóinn snjóa. Ég heyri svo vel, ég heyri orminn mjóa, heyri hárið vaxa, heyri neglurnar lengjast, heyri hjartað slá. En þá er spurningin, er þetta hægt í alv...
Af hverju segja menn "klukk" þegar þeir ná einhverjum í eltingaleik?
Í orðabókarhandriti Jóns Ólafssonar úr Grunnavík frá 18. öld er sagt frá skollaleik sem einnig var kallaður blindingsleikur þar sem bundið var fyrir augun á þeim sem var skollinn. Leikurinn hefur sennilegast borist hingað frá Danmörku þar sem hann er kallaður blindebuk (‘blindi hafur’). Jón giskar á að klukk sé le...
Hvernig veiða tígrisdýr? Getið þið sýnt mér mynd af tígrisdýri á veiðum?
Tígrisdýr (Panthera tigris) veiða úr launsátri líkt og flest önnur kattardýr. Tígurinn reynir að læðast sem næst bráðinni og þegar hann er í fárra metra fjarlægð frá henni, tekur hann á sprett, stekkur á bráðina og reynir að ná tökum á hálsi hennar með vígtönnunum til að bíta í sundur hálsliðina. Tígrisdýr að el...
Hvað er hljóðdvalarbreyting?
Með hljóðdvalarbreytingu er átt við breytingu á framburði sérhljóða sem lengdin ein hafði aðgreint í öndverðu. Talið er að þessi breyting hafi gengið yfir á 16. öld. Áður en breytingin hófst gátu áhersluatkvæði bæði verið stutt og löng. Ef áhersluatkvæði voru stutt höfðu þau stutt sérhljóð með stuttu samhljóði á e...