Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 631 svör fundust

category-iconTrúarbrögð

Hvað þýðir orðið "halelúja"?

Í Íslensku orðsifjabókinni kemur fram að hal(l)elúja er hvorugkynsorð. Halelúja er sagt vera upphrópun og fagnaðarsöngur eða fagnaðarákall í kirkjumáli. Halelúja er tökuorð í íslensku sem er ættað úr hebresku. Orðið þýðir lofaður sé Drottinn og hebreski rithátturinn er hallelu Jah (Jah er stytting fyrir Jahve)...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Mér er sagt að börn sem ganga mikið á tánum séu kölluð táfetar og það þýði eitthvað sérstakt. Hvað þýðir það?

Orðið táfeti (e. digitigrade) er úr dýrafræði og er haft um dýr sem ganga á tánum, andstætt við ilfeta (e. plantigrade) sem ganga á allri ilinni. Dæmi um táfeta er hesturinn sem gengur á einni tá á hverjum fæti. Klaufdýr eins og sauðkindur og kýr ganga á tveimur tám en leifar af tveimur öðrum tám sjást aftan á...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað er hortittur í bragfræði?

Orðið hortittur merkir 'fleygur eða flís til að fylla í bil eða glufu á samskeytum', eins og segir í Íslenskri orðsifjabók og það er einnig notað um merkingarlítið eða smekklaust orð eða orðasamband sem notað er til uppfyllingar, sérstaklega í kveðskap. Hortittur er leitt af orðunum hor í merkingunni 'megurð', ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er uppruni orðsins felmtur eins og í "felmtri sleginn"?

Orðið felmtur kemur þegar fyrir í fornu máli í merkingunni ‘ótti’. Það er með stofnlægu r-i, sem merkir að r helst í gegnum alla beyginguna (þf. felmtur, þgf. felmtri, ef. felmturs), til dæmis að vera felmtri sleginn, eða að ‘verða mjög hræddur’. Nafnorðið er leitt af sögninni felmta, ‘óttast, verða hræddur’, ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er að hafa eitthvað á takteinum?

Takteinn var glóandi járnteinn sem borinn var við járnburð þegar menn þurftu að reyna að sanna sakleysi sitt. Ef maður bar slíkan glóandi tein án þess að brenna taldist hann saklaus. Um taktein í þessari merkingu eru til heimildir frá 17. öld í orðabók Guðmundar Andréssonar frá 1683, í orðabókarhandriti frá 18. öl...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðið þumalputtaregla?

Bæði orðið þumalfingursregla og þumalputtaregla eru notuð um að hafa eitthvað sem almenna, lauslega viðmiðun. Orðin eru ekki gömul í málinu og hafa til dæmis ekki ratað inn í Íslenska orðabók (2002). Þumalputtaregla virðist algengara orð í mæltu máli. Oftast er talað um að hafa eitthvað sem þumalputtareglu, nota e...

category-iconHugvísindi

Hvað er orðið búsáhald gamalt í málinu?

Orðið búsáhald hefur verið óvenju mikið á vörum manna undanfarið ár enda svokölluð búsáhaldabylting margumtalaður viðburður. Það er sett saman úr nafnorðinu bú ‛búskapur, heimili’ og áhald ‛tæki, verkfæri’, það er áhald til þess að nota á heimilinu. Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr f...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju er talað um að taka slátur frekar en að búa það til?

Spurningin hljóðaði svona í sinni upprunalegu mynd: Af hverju er talað um að taka slátur. Af hverju býr maður það ekki til? Ekkert dæmi fann ég í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans um að „taka slátur“. Orðasambandið er ekki í Íslenskri orðabók (2002) og ekki í Íslensk-danskri orðabók Sigfúsar Blöndals (1920–1924...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er bakfjöl?

Upphaflega hljóðaði spurningin svona: Hvað er bakfjöl í bát, eru til önnur orð yfir það? Þakka fyrir Með bakfjöl er átt við fjöl sem styður við bakið. Hún getur verið af ýmsu tagi til dæmis stólbak eða bak í bekk, það er fjöl til að halla bakinu að. Í Íslenskri orðabók (2002:84) er að auki nefnt að fjölin á ba...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er vormeldúkur?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Í Kuml og haugfé eftir Kristján Eldjárn (bls. 89, 3. útg.) er lýst taubút sem fannst í fornmannagröf og sagt að "Vendin er hin sama og á svokölluðum vormeldug sem notaður var í yfirhafnir á seinni tímum." En hvað er vormeldúkur? Í Blöndals orðabók er orðið þýtt sem "Vor...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er að vera dannaður og hver er uppruni orðsins?

Lýsingarorðið dannaður er tökuorð úr dönsku, dannet, (sjá til dæmis Den danske ordbog á vefnum ordnet.dk) og var mest notað á 19. öld. Samkvæmt Íslenskri orðabók Eddu (2002:205) er skýringin „sem kann að haga sér á heimsvísu, hefur tamið sér siði og hætti heldra fólks (einkum embættis- og borgarastéttar í útlöndum...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðið grikkur og hvað er átt við þegar menn gera einhverjum grikk?

Elstu dæmi í ritmálssafni Orðabókar Háskólans um orðið grikkur eru frá miðri 18. öld og er merkingin ‘hrekkur, bragð’ en einnig ‘sérstakt bragð í glímu’. Að gera einhverjum grikk merkir þá að ‘hrekkja einhvern, leika á einhvern’. Í Íslensk-danskri orðabók Sigfúsar Blöndal (I 272) er lýsing á glímubragðinu grik...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers konar menn voru flugumenn?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Í Íslendingasögunum er oft talað um flugumenn. Hvað er þetta orð gamalt í málinu og hver er upphafleg merking orðsins flugumaður? Orðið flugumaður þekkist þegar í fornum heimildum, til dæmis Flateyjarbók, Víga-Glúms sögu og fleiri ritum. Í orðabók Johans Fritzners yfi...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er harðbakki þegar í harðbakkann slær?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hver er bókstaflega merking harðbakkans sem stundum slær í? (Þegar í harðbakkann slær). Nafnorðið harðbakki er notað um dimman skýjabakka sem bendir til að illviðri sé í nánd. Orðið virðist þó fyrst og fremst notað í sambandinu þegar (eða ef) í harðbakkann slær ‘þegar ...

category-iconHugvísindi

Hverjir voru Serkir?

Orðið Serki er eiginlega samheiti orðsins Mári en það var notað um íbúa Norður-Afríku. Einnig kölluðu menn múslíma í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs Serki. Serkland var þá land Serkja í Norður-Afríku, Marokkó og Alsír og Serkland hið mikla er Afríka. Orðið Serkland kemur nokkrum sinnum fyrir í Heimskringlu, ...

Fleiri niðurstöður