Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconFélagsvísindi

Vilja ekki allir Íslendingar hafa hraðlest á milli Keflavíkur og Reykjavíkur?

Einfalda svarið við þessari spurningu er vitaskuld nei; það eru örugglega til nokkrir Íslendingar sem vildu ekki slíka lest, jafnvel þótt það kostaði ekkert að leggja brautina og reka lestina, ef svo má að orði komast! Hér verður ekkert fullyrt um það hve margir fylla þann flokk en hafa má í huga að lestirnar mynd...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Ef ég stend á tunglinu, í hvaða átt rís sólin?

Spurningin í heild var svona: Ef ég stend á tunglinu, í hvaða átt rís sólin? (Í austri, held ég eftir að hafa hugsað málið)Það er rétt að sólin rís í austri á tunglinu. Hins vegar gerist það miklu hægar en á jörðinni, þar sem einn sólarhringur á tunglinu er heill mánuður, eða 29,53 jarðardagar. Ástæðan er sú að ...

category-iconLögfræði

Hver á hálendi Íslands og hvers vegna?

Hálendi Íslands er ekki hugtak sem skilgreint er í lögum. Gert er ráð fyrir því að spyrjandi eigi við um það landsvæði á Íslandi sem ekki er innan einkaeignarlanda neinna einstaklinga eða félaga. Sé hálendið skilgreint þannig þá er svarið eftirfarandi: Samkvæmt 2. gr. laga nr. 58/1998 um þjóðlendur og ákvörðun ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju mega hundar ekki vera lausir úti eins og kettir?

Hundar eru á margan hátt hættulegri og varasamari dýr en kettir. Hundar eiga það til að bíta fólk og bit þeirra getur verið býsna hættulegt vegna þess að það getur flutt með sér sjúkdóm sem nefnist hundaæði (rabies á erlendum málum). Það er bráður veirusjúkdómur í heila og getur lagst á öll dýr með heitt blóð. Það...

category-iconHugvísindi

Eru kýrhausar eitthvað sérstaklega skrýtnir, samanber máltækið "margt er skrýtið í kýrhausnum?"

Fátt er vitað um uppruna þessa máltækis. Það er ekki að finna í algengum málsháttasöfnum og það er ekki heldur í Íslensk-danskri orðabók Sigfúsar Blöndal frá 1920–1924 sem bendir til að starfsmenn verksins hafi ekki þekkt það. Annars hefðu þeir haft það með. Elsta dæmi Orðabókar Háskólans er úr skáldsögu Halldórs ...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Úr því að súrefni er í vatni væri ekki hægt að búa til kafarabúnað sem einangrar súrefnið til öndunar?

Svarið er já, það væri væntanlega hægt, en ekki er þar með sagt að það væri skynsamlegt. Eins og fram kemur í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Af hverju er hægt að slökkva eld með vatni úr því að súrefni er í vatni og eldur nærist á súrefni? þá kostar það mikla orku að sundra vatnssameindum (H2O...

category-iconHeimspeki

Hvað er líknardauði og hver er munurinn á líknardrápi og líknar- eða líknandi meðferð?

Gríska hugtakið evþanasia þýðir einfaldlega góður dauðdagi. Ég tengi þessa hugmynd einna helst við það þegar gamalt fólk fær hæglátan dauða í svefni í heimahúsi. Það er svo heppið að deyja Drottni sínum þjáningalaust og án afskipta heilbrigðisstétta, ef svo má segja. Tilvik af þessu tagi eru aftur á móti sjald...

category-iconHeimspeki

Hvenær verða tré að skógi?

Það er ekki hægt að gefa skýrt svar við spurningunni hvenær verða tré að skógi. Ástæðan fyrir því er sú að mörkin á milli skógar og trjáa eru óljós og geta oltið á ýmsu, til dæmis stærð og umfangi trjánna. Tökum nokkur dæmi til að skýra þetta. Ímyndum okkur að við plöntum 100 litlum plöntum. Þær eru svo smávaxn...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er æskilegt að nota hlutlaust orðalag um ýmis starfsheiti, t.d. vísindafólk í staðinn fyrir vísindamenn?

Mikill meirihluti íslenskra starfsheita er karlkyns. Mörg þeirra hafa -maður sem seinni lið, svo sem vísindamaður, alþingismaður, námsmaður, verslunarmaður, verkamaður, lögreglumaður, stýrimaður, iðnaðarmaður, leiðsögumaður, formaður og fjölmörg fleiri. Ýmis önnur karlkynsorð eru líka seinni liður í mörgum starfsh...

category-iconHeimspeki

Er raunverulega hægt að orða hugsanir sínar?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Er tungumálið öðrum þræði „bara ruslakista heilans“ (eins og bróðir minn orðaði það) eða hvers vegna annars breytir það einhverju um mína líðan að hafa orðað einhverja hugsun upphátt eins og það virðist gera? Þessi spurning er ansi djúp ráðgáta sem getur strax af sér aðrar ...

category-iconJarðvísindi

Hvaðan kemur vatnið?

Sólkerfið myndaðist fyrir um 4.500 milljónum ára við það að geimþoka „þéttist”, það er að segja að loftsteinar og geimryk af ýmsu tagi safnaðist saman í sólina (yfir 99% massans) og fáeinar afmarkaðar reikistjörnur. Leifar af hinni upprunalegu geimþoku er að finna í þeirri gerð loftsteina sem nefnast „kondrítar”, ...

category-iconLögfræði

Hvernig verða lög til?

Þegar talað er um lög í daglegu tali er oftast nær átt við þau lög sem Alþingi hefur samþykkt og forseti Íslands staðfest. Hugtakið lög nær hins vegar yfir mun víðara svið en margir gera sér grein fyrir. Í lagalegum skilningi er talað um sett lög, bæði í þrengri og rýmri merkingu. Lög í þrengri merkingu má f...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju heitir Geysir enn sama nafni þótt hann gjósi ekki lengur?

Við notum orð meðal annars til að tákna hluti og fyrirbæri í raunveruleikanum. Orðin hjálpa okkur að ná tökum á veröldinni. Tökum lítið dæmi: Gunni og Geir búa saman og hafa gagn af því að nota orðin til að ræða málin og framkvæma hluti. Gunni segir við Geir: "Farðu með ruslapokann í ruslatunnuna," og Geir ski...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Er hægt að sveifla pendúl í geimnum? Yrðu þá lengd hans og hraða takmörk sett, og gæti hann náð ljóshraða?

Svarið er já; það er hægt að sveifla pendúl í geimnum en þó ekki við þær aðstæður sem algengastar eru í geimferðum. Lengd og hraði eru aðeins háð svipuðum takmörkunum og hér við yfirborð jarðar. Hugsum okkur að í miðjum klefa í geimfari sé kúluliður sem pendúll er festur í, það er að segja létt stöng me...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvernig getum við náð jafnvægi á hjóli með engum hjálpardekkjum?

Í svari við spurningunni Af hverju er auðveldara að halda jafnvægi á hjóli þegar maður er á ferð? er fjallað um hvernig hjólreiðamaður heldur hjóli uppréttu. Það er þó ekki aðeins vegna viðbragða hjólreiðamannsins sem að hjólið helst upprétt, ef hjól er hannað rétt getur það sjálft leitast við að halda jafnvægi, j...

Fleiri niðurstöður