Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 5206 svör fundust

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvernig losna steinar frá Mars og berast til jarðar?

Líklegast er að steinar sem berast til jarðar frá Mars hafi þeyst frá yfirborði reikistjörnunnar við árekstra stórra loftsteina. Við stærstu árekstra þeytist efni upp í loftið með nægum hraða til að losna frá þyngdarsviði Mars og fara á sporbaug um sólu. Mikið er um stóra loftsteinagíga á yfirborði Mars og því er ...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvernig fluttist enska frá Germönum til Englendinga?

Norrænn þjóðflokkur, sem nefndist Englar, ríkti upphaflega á Suður-Jótlandi, í Slésvík og á Holtsetalandi (Holstein). Á 2. öld og fram á 6. öld varð mikil hreyfing á germönskum þjóðflokkum. Meðal þeirra flokka sem færðu sig úr stað voru Englar en þeir, ásamt Jótum og Söxum, lögðu undir sig mestan hluta Englands á ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru margar dýrategundir á Íslandi?

FlokkurFjöldi tegunda Skordýr1245 Köngulær84 Drekar2  Langfætlur4  Mítlar*um 90 *Þ.e.a.s. brynjumaurar. Óvíst er með fjölda ránmaura. Margfætlurum 10  Ánamaðkarum 10  Sniglarum 50  Fuglar (varpfuglar)um 80  Spendýr**8 **Hér er um villt íslensk spendýr að ræða. Hægt er að bæta við nokkrum öðrum spendýrum ...

category-iconNæringarfræði

Hvað er það sem gerir DHEA-fæðubótarefnið ólöglegt á Íslandi?

DHEA eða Dehydroepiandrosterone er forveri að minnsta kosti tveggja hormóna; testósteróns og estradíol. Það hefur verið auglýst sem "youth hormone" af því að það er í hámarki þegar við erum ung. Nokkrar rannsóknir hafa sýnt fylgni milli DHEA og aukins krafts, betri heilsu og hraustleika 40 ára manna, en það var au...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er pamfíll?

Upphafleg spurning var á þessa leið: Hvað er pamfíll? Oft er sagt: „Þú ert lukkunnar pamfíll.” Við hvað er verið að líkja manni? Orðið pamfíll er þekkt í íslensku máli frá því á 18. öld. Elsta dæmi Orðabókar Háskólans er úr orðabókarhandriti Jóns Ólafssonar úr Grunnavík, aðstoðarmanns Árna Magnússonar handritasaf...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvenær og hvar er hámeri veidd? Hvaða veiðiaðferð er notuð?

Hámeri, Lamna nasus, hefur lengi verið veidd í Norður-Atlantshafi og Miðjarðarhafi af ýmsum þjóðum, þeirra á meðal Norðmönnum, Dönum, Færeyingum, Bretum, Frökkum og Spánverjum. Einnig hafa Japanir veitt hámeri í sunnanverðu Indlandshafi. Hámeri er mest veidd á flotlínu en einnig í flot- og botnvörpur, á han...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers vegna heitir hjartarsalt þessu nafni?

Spurningin í heild sinni er á þessa leið: Hvers vegna heitir hjartarsalt þessu nafni? Hver er formúla þess?Hjartarsalt er notað sem lyftiefni í bakstur. Það er blanda af ammóníumbíkarbónati og ammóníumkarbamínati. Þessi blanda er hituð og fæst þá áðurnefnt lyftiefni. Áður fyrr voru horn, leður og klaufir af veiðid...

category-iconLögfræði

Hvers vegna eru aðeins sumir ökumenn, en ekki allir, ákærðir þegar dauðaslys verða í umferðinni?

Þessari spurningu er ekki auðsvarað með skýrum og einföldum hætti. Meginreglan samkvæmt almennum hegningarlögum er sú að það er ávallt refsivert að valda öðrum manni bana. Hins vegar er gerður stór greinarmunur á því hvort um ásetning er að ræða eða ekki. Í 23. kafla laganna segir meðal annars þetta um viðurlög: H...

category-iconFélagsvísindi

Hvers vegna stendur oft Ltd, eða limited, á eftir fyrirtækjanöfnum? Dæmi: R. Winter & Co. Ltd.

Limited þýðir takmarkaður og þessi skammstöfun vísar til þess að ábyrgð eigenda á rekstrinum er takmörkuð. Skammstöfunin er meðal annars notuð í Bretlandi. Með henni er bent á að ekki er hægt að krefjast þess að eigendur greiði úr eigin vasa það sem upp á vantar ef félagið á ekki fyrir skuldum. Það er því verið að...

category-iconLandafræði

Hvað er Reykjavík margir metrar?

Venjulega er talað um stærð eða flatarmál sveitarfélaga í ferkílómetrum (km2) en ekki metrum. Upplýsingar um stærð sveitarfélaga er meðal annars að finna í Árbók sveitarfélaga sem Samband íslenskra sveitarfélaga gefur út. Þar kemur fram að Reykjavík nær yfir 273 km2 svæði en það er ekki nema 0,27% af flatarmáli...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Erum við einu dýrin sem missa tennurnar og fá svo nýjar?

Hér er einnig svarað spurningunum:Vaxa tennur katta og hunda alla þeirra ævi?Geta kettir misst tennurnar?Eru mennirnir eina tegundin sem missir tennur (barnatennur) til að fá aðrar stærri? Menn eru alls ekki einu lífverurnar sem missa mjólkurtennurnar og fá nýtt sett í staðinn. Það sama gerist hjá algengustu gæ...

category-iconHugvísindi

Hvað var tímaritið Eimreiðin gefið út lengi og um hvað fjallaði það?

Tímaritið Eimreiðin kom út í Kaupmannahöfn 1895-1918 og síðan í Reykjavík frá 1918-1975. Valtýr Guðmundsson (1860-1928) stofnaði tímaritið og ritstýrði því til 1918. Í Eimreiðinni voru birtar sögur, ljóð, greinar um bókmenntir og ýmis málefni. Í fyrsta tölublaði Eimreiðarinnar er meðal annars kvæðið „Braut...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Úr hverju eru pinnarnir á örgjörvum?

Pinnarnir á örgjörvum eru tenging þeirra við móðurborðið og þar með við aðra hluta tölvunnar. Þeir sem til þekkja vita að pinnarnir eru gulllitaðir og ef til vill vakir fyrir spyrjanda að komast að því hvort um raunverulegt gull sé að ræða. Samkvæmt upplýsingum frá Intel, sem framleiðir meðal annars örgjörvann ...

category-iconUndirsíða

Nefnifall

Vísindavefurinn krefst það að algjört jafnræði ríki meðal föll landið. Í fyrirmyndarríki framtíðin skulu öll föll vera frjáls undan forsetningar, mannasetningar og kennisetningar. Í framtíðin verða engir þágufallssjúkir, nefnifallsveikir, þofallssýktir eða eignarfallsstola. Allir hafa fullur réttur til að fallb...

category-iconUndirsíða

Þolfall

Vísindavefinn krefst þess að algjört jafnræði ríki meðal föll landið. Í fyrirmyndarríki framtíðina skulu öll föll vera frjáls undan forsetningar, mannasetningar og kennisetningar. Í framtíðina verða enga þágufallssjúka, nefnifallsveika, þolfallssýkta eða eignarfallsstola. Alla hafa fullan rétt til að fallbeygja...

Fleiri niðurstöður