Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2740 svör fundust

category-iconLæknisfræði

Hvað er Langanesveiki?

Langanesveiki er arfgeng sjónu- og æðuvisnun (e. Sveinsson’s chorioretinal atrophy) sem fyrst var lýst af Kristjáni Sveinssyni augnlækni árið 1939. Hún hefur mjög skýrt og ríkjandi erfðamynstur og einstaklingar sem erfa stökkbreyttan erfðavísi frá öðru foreldri fá sjúkdóminn en aðrir ekki. Langanesveiki lýsir ...

category-iconBókmenntir og listir

Hvernig er fimmundarkerfið í tónlist?

Fimmundin er afar mikilvægt tónbil í tóntegundabundinni tónlist og eru fimmundatengsl skilgreind sem sterkasta samband á milli tveggja hljóma. Fimmundin er undirstöðutónbil í flestum hljómum og bassagangur í fimmundum er mjög algengur í tónlist. Dúr- og molltóntegundir eru skipulagðar í svokallaðan fimmundahrin...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru til drekar á Íslandi?

Hér er einnig svarað spurningunni: Eru drekar skordýr? Drekar eru ekki skordýr, heldur áttfætlur (Arachnida) líkt og köngulær, langfætlur og sporðdrekar. Drekar líkjast helst sporðdrekum að því leyti að þreifararnir hafa ummyndast í öflugar griptangir. Það er líklega ástæða þess að á ensku eru þeir nefndir ge...

category-iconEfnafræði

Er hægt að framleiða rafmagn með grænmeti eða ávöxtum?

Þegar lífrænt efni, til dæmis grænmeti eða ávextir, rotnar við súrefnissnauðar aðstæður myndast metan (CH4). Metan má nota sem ökutækjaeldsneyti og til raforkuframleiðslu. Því er ljóst að svarið við spurningunni er já. Með hjálp vissra gerla má vinna metan úr grænmeti og ávöxtum sem síðan er hægt að nota til að fr...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig fiskur er langa?

Langa (Molva molva) er af þorskaætt (Gadidae) líkt og margir af okkar helstu nytjafiskum, svo sem þorskur, ufsi, ýsa og kolmunni. Hún hefur löngum verið álitin einhvers konar millistig á milli þorsks og áls enda líkist hún þorski um margt en hefur ílangt vaxtarlag líkt og áll og getur orðið rúmir tveir metrar á le...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað veldur baugum undir augum og hvernig losnar maður við þá?

Þegar talað er um bauga undir augum er oftast átt við dökka hringi undir augunum, en stundum líkjast þessir baugar þó meira pokum. Ýmsar orsakir geta verið fyrir baugum undir augunum. Ein ástæðan eru þunn augnlok en slíkt getur haft í för með sér að æðar verða meira áberandi, sem gerir neðri augnlokin dekkri. ...

category-iconSálfræði

Hvort er talað um að fólk sé einhverft eða innhverft?

Upphaflega var spurningin svona: Hvort segir maður einhverfur eða innhverfur þegar er verið að tala um innhverft/einhverft fólk? Hvort tveggja er hægt að segja, einhverfur og innhverfur, en hugtökin eru samt ólík og merkja því ekki hið sama. Einhverfa (e. autism) er röskun sem talin er orsakast af afbrigðileg...

category-iconJarðvísindi

Hvernig hófst og endaði ísöldin?

Síðustu ísöld lauk fyrir um 10.000 árum en hún hafði staðið yfir í um 2,6 milljón ár. Á þessu tímabili var gífurlegt magn vatns bundið í jöklum svo sjávarhæðin var tugum metra neðar en nú er. Þegar jökullinn var sem mestur á norðurhveli jarðar teygði hann sig langt suður til Þýskalands og í Norður-Ameríku lá jökul...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Af hverju er vatnið í Bláa lóninu svona blátt?

Á vefnum Cutis.is er umfjöllun um Bláa lónið og psoriasis eftir læknana Bárð Sigurgeirsson og Jón H. Ólafsson. Þar er einnig stuttlega gerð grein fyrir myndun lónsins og er umfjöllunin hér á eftir stytt útgáfa af þeim hluta greinar þeirra félaga. Bláa lónið varð til sem affallsvatn frá Hitaveitu Suðurnesja í S...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju er Flórída-púman látin fjölga sér með Texas-púmunni?

Í heild sinni hljóðaði spurningin svona: Af hverju er Flórída-púman látin fjölga sér með Texas-púmunni en ekki með evrópsku púmunni? Flórída-púman (Puma concolor coryi) er ein af 30 deilitegundum púmunnar eða fjallaljónsins. Áður fyrr náði útbreiðsla hennar um gjörvöll suðausturríki Bandaríkjanna og vestur til ...

category-iconVerkfræði og tækni

Er hægt að stjórna þjörkum með huganum?

Þegar við hreyfum handleggi, hendur, fætur og aðra líkamsparta stjórnum við þeim með huganum. Með spurningunni er þó auðvitað ekki átt við hvort hægt sé að grípa í fjarstýringu fyrir þjarka og stjórna honum þannig "með huganum" − væntanlega er átt við hvort hægt sé að stjórna þjarka með huganum einum saman, ...

category-iconVísindi almennt

Hvernig má skilgreina hugtakið þýði og hvað greinir það frá úrtaki?

Þýði er samansafn eða mengi allra einstaklinga eða staka með tiltekna eiginleika. Í rannsóknum er þetta sá hópur sem ætlunin er að draga einhverja ályktun um. Í rannsókn á menntamálum á Íslandi gæti því þýðið til dæmis verið „öll íslensk grunnskólabörn“. Sömuleiðis gæti þýðið í vistfræðirannsókn verið „allt mólend...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvað er trukkur þungur?

Venjulegir fólksbílar hafa oft massa kringum 1 tonn eða 1000 kg þegar þeir eru tómir, og geta tekið farþega og farangur sem nemur samtals um 400 kg. Svo eru bílarnir þyngri eftir því sem þeir eru stærri og geta tekið meiri farm. Venjulegir vörubílar eru trúlega nokkur tonn á þyngd tómir og geta tekið álíka mik...

category-iconÞjóðfræði

Af hverju má ekki gefa hnífa samkvæmt þjóðtrú?

Það er algeng hjátrú að hvorki megi gefa vinum sínum hníf né nokkurt annað eggvopn, það valdi ósamkomulagi, vinslitum eða því að menn meiði sig á hnífnum. Þess vegna verður að borga eitthvert smáræði fyrir hnífa, nálar og aðra oddhvassa hluti. Sérstaklega verða menn að gæta þess að gefa ekki slíkt í brúðargjafir. ...

category-iconVísindi almennt

Hvert er minnst notaða orð á latínu?

Þetta er ein af þeim spurningum sem ekki er hægt að svara á þann hátt sem spyrjandi ætlast líklega til, það er að segja með því að tilgreina eitthvert ákveðið orð. Hugsum okkur að Ari hafi fundið eitthvert orð sem hann telur sjaldgæfasta orð í latínu. Þá getur Bjarni vinur hans andmælt því og sagt að hann geti ...

Fleiri niðurstöður