Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3711 svör fundust

category-iconHagfræði

Hvað kostar að framleiða eina krónu?

Það kostaði síðast ríflega þrjár krónur að láta slá hverja krónumynt. Þessar myntir duga í áratugi, ólíkt seðlunum sem duga að jafnaði í örfá ár, en þó mismunandi eftir notkun. Hver mynt er að jafnaði notuð sem greiðslumiðill í fjölda viðskipta og ef þeirra nyti ekki við gætu viðskipti orðið tregari í einhverjum t...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir það að vera á sjömílnaskóm?

Sjömílnaskór eru töfraskór þeim eiginleika gæddir að geta flutt þann sem í þeim er sjö mílur í einu skrefi. Minnið er þekkt í fjölmörgum erlendum ævintýrum og er þar talað um stígvél en ekki skó, það er sjömílnastígvélin (enska: seven-league boots, þýska: Siebenmeilenstiefel, sænska: sjömilastövlar). Elsta dæm...

category-iconTölvunarfræði

Hvað er Turing-próf? - Myndband

Alan Turing (1912-1954) er einn þekktasti og áhrifamesti vísindamaðurinn á sviði tölvunarfræði Hann hafði mikinn áhuga á spurningunni hvort tölvur gætu hugsað. Ólíkt mörgum öðrum sem rökræddu málið fram og til baka án niðurstöðu hannaði Turing próf sem ætti að geta svarað spurningunni afdráttarlaust. Prófið felst ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers konar brandarar eru „fimmaurabrandarar“?

Orðið brandari er upphaflega tökuorð úr dönsku brander. Dæmi eru um orðið í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans frá því snemma á 20. öld. Dæmi um fimmaurabrandara í merkingunni ‛aulafyndni, léleg fyndni’ finnast í safninu og eins á timarit.is frá miðri 20. öld. Á þeim tíma höfðu fimm aurar, eða fimmeyringurinn,...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er sérstakt við nöfnin Jón, Sigurður og Guðmundur sem gerir þau að algengustu karlmannsnöfnunum?

Í raun er ekkert sérstakt við nöfnin Jón, Sigurður og Guðmundur fremur en Guðrún, Sigríður og Kristín sem eru meðal algengustu kvenmannsnafna. Nafnið Jón er leitt af Jóhannes sem var biblíunafn en slík nöfn urðu mjög vinsæl þegar eftir kristnitöku. Jón biskup helgi er talinn hafa fyrstur borið nafnið hérlendis og ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað eru margir bílar í Reykjavík?

Á heimasíðu Hagstofunnar er að finna upplýsingar um fjölda skráðra ökutækja á Íslandi og má þar sjá tölur fyrir mörg af stærri sveitarfélögum landsins. Því miður eru nýjustu upplýsingarnar frá árinu 2006 en gera má ráð fyrir að bílum hafi fjölgað eitthvað á landinu síðan þá þar sem gengi krónunnar var innflytjendu...

category-iconHugvísindi

Halda vottar Jehóva upp á jól?

Nei vottar Jehóva halda ekki jól. Ástæðan er sú að þeir líta svo á að jólin séu upprunalega heiðin hátíð og að siðir sem tengjast jólunum komi þess vegna frá fornum falstrúarbrögðum. Vottar Jehóva benda meðal annars á að Jesús hafi ekki fæðst 25. desember auk þess sem kristnum mönnum hafi ekki verið fyrirskipað að...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Snjóar á Mars?

Ský hafa verið þekkt á Mars í marga áratugi enda er hægt að greina þau frá jörðinni. Á Mars eru ský allt árið um kring en það var þó ekki fyrr árið 2008 sem það uppgötvaðist að það snjóar á Mars. Uppgötvunina gerði Phoenix-geimfarið. Mynd af skýjum á Mars. Flest ský á Mars eru úr frosnu koltvíildi. Snjórinn sem ...

category-iconJarðvísindi

Hvað er loft?

Þegar við tölum um loft eigum við vanalega um lofthjúpinn sem er þunnt gaslag sem umlykur jörðina. Lofthjúpurinn er að mestu úr nitri og súrefni en einnig úr öðrum gastegundum. Hann varð líklega til á löngum tíma úr gosgufum frá eldfjöllum og það sama á reyndar við um hafið, eins og lesa má um í svari Sigurðar Ste...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju kemur stundum ískur í röddina þegar strákar eru í mútum?

Bæði strákar og stelpur fara í mútur en það er eitt einkenni kynþroskaskeiðsins. Vegna kynhormóna verða ýmsar líkamlegar breytingar við kynþroska. Áður en rödd drengja dýpkar geta þeir sungið í drengjakór. Í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni: Hver eru helstu einkenni kynþroskaskeiðs? kemur efti...

category-iconFélagsvísindi

Borgar forsetinn og maki hans skatt af tekjum sínum?

Til eru sérstök lög um launakjör forseta Íslands, nr. 10/1990. Í þeim kemur fram að launakjör hans eru ákveðin af kjararáði. Ákvæði um skattfrelsi forsetans var fellt niður árið 2000 með breytingu á fyrrnefndum lögum. Fyrir þann tíma var forsetinn "undanþeginn öllum opinberum gjöldum og sköttum". Forseti Ísland...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju eru kindur settar á afrétt?

Helsta ástæðan fyrir því að bændur reka sauðfé á afrétt á hverju sumri og sækja það að hausti snýr að nýtingu lands og beitarstjórnun. Tún bænda gætu aldrei borið beit sauðfjár heilt sumar þar sem lífmassaaukningin er geysileg hjá þeim hundruð þúsunda lamba sem fæðast á hverju vori og taka út mikinn vöxt yfir ...

category-iconHugvísindi

Hvenær hófst Sturlungaöld og hvenær lauk henni?

Í ítarlegu svari Skúla Sælands við spurningunni Hvað var Sturlungaöld? kemur fram að í raun var Sturlungaöldin einungis 42-44 ára tímabil á miðri 13. öld. Almennt er upphaf hennar miðað við árið 1220 því þá fer fyrst að gæta tilrauna Hákonar gamla Noregskonungs til að leggja Ísland undir norsku krúnuna. Honum t...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað getið þið sagt mér um hreindýramosa?

Hreindýramosi (Cladonia rangiferina) er hvít runnaflétta, en svo nefnist einn af þremur hópum flétta. Hinir tveir hóparnir kallast blaðfléttur og hrúðurfléttur. Fjallagrös eru dæmi um blaðfléttu, enda hafa þau blöð og hrúðurfléttur sjást oft á klettum og trjáberki þar sem þær mynda hrúður. Runnaflétturnar eru grei...

category-iconHugvísindi

Af hverju er það kallað „að koma einhverjum fyrir kattarnef" þegar einhver er myrtur eða látinn hverfa?

Orðtakið að koma einhverjum fyrir kattarnef merkir ‛gera út af við einhvern/eitthvað, láta einhvern/eitthvað hverfa’. Það þekkist frá því á 19. öld. Í ritinu Íslenzkt orðtakasafn (I:310) bendir Halldór Halldórsson á að til sé eldra orðtak, að koma einhverjum fyrir Hattar nef, sem sé kunnugt frá 17. öld. ...

Fleiri niðurstöður