Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2997 svör fundust
Hver er röð heimsálfanna, frá þeirri stærstu til þeirrar minnstu?
Sólveig Einarsdóttir spurði: Hvaða heimsálfa er stærst og hver er minnst? Það er mjög ruglingslegt að leita að þessum svörum en það er Asía sem er stærst, hún er 43.608.000 km2, svo er Afríka 30.335.000 km2, Norður-Ameríka er 25.349.000 km2, Suður-Ameríka er 17.611.000 km2, Suðurskautið 13.340.000 km2, ...
Hafa eplaedikstöflur einhver áhrif á fitubrennslu?
Vísindalegar heimildir eru mjög af skornum skammti varðandi tengsl eplaediks og fitubrennslu. Svo virðist sem þau áhrif sem ætluð eru eplaediki eigi ekki við vísindaleg rök að styðjast, enn sem komið er að minnsta kosti. Hefðbundna ráðleggingin er sú að blanda 1-2 skeiðum af eplaediki út í vatn fyrir máltíð og...
Af hverju nota Íslendingar arabíska orðið fíll um skepnuna sem flestar nágrannaþjóðir nefna elephant?
Norræna orðið yfir fílinn hefur sennilega borist með víkingum norður á bóginn. Vitað er að þeir ferðuðust langt suður í álfur meðal annars í því skyni að stunda verslun. Þá hafa þeir án efa kynnst fílabeini og arabíska heitinu fil á dýrinu. Í fornsænsku og gamalli dönsku var notað orðið fil en fíll í forníslensku ...
Af hverju er sólin heit?
Sólin er heit vegna kjarnahvarfa sem eiga sér stað í iðrum hennar. Í svari við spurningunni Hvernig getur eldur þrifist á sólinni ef það er ekkert súrefni þar? segir: Í kjarna sólar er hitinn um 15.000.000°C og þrýstingurinn er 340 þúsund milljón sinnum meiri en við yfirborð sjávar hér á jörðinni. Við þessar aðst...
Hvað er búið að finna mörg sólkerfi?
Hér er einnig svarað spurningunni: Er til annað sólkerfi? Með sólkerfi er átt við sólstjörnu með reikistjörnur eða annað af því tagi á braut í kringum sig. Þar til kringum 1990 vissu menn aðeins um eitt slíkt kerfi með fullri vissu, það er að segja sólkerfið sem við búum í. Aðrar sólstjörnur en sólin okkar eru sv...
Hvaða dýrategund er í mestri útrýmingarhættu?
Það er líklega ógerlegt að nefna eina dýrategund og segja að hún sé í allra mestri útrýmingarhættu af öllum þeim dýrategundum sem eiga á hættu að deyja út. Ástæðan er meðal annars sú að erfitt getur reynst að meta stofnstærð sjaldgæfra dýra ef heimkynni þeirra eru mönnum erfið yfirferðar. Það hefur meira að segja ...
Hvað gerist ef það kemur ný ísöld?
Þá kemur ný ísöld! Það er einfaldasta svarið við þessari spurningu. Hitt er svo annað mál að við vitum ýmislegt um það hvað gerist þegar ísöld kemur. Hvítu svæðin sýna hámarksútbreiðslu jökla á síðustu ísöld. Brúnu svæðin voru þurrlendi á þeim tíma þar sem mikið vatn var bundið í jöklum og sjávarstaða því lægri...
Af hverju er gler gegnsætt og hvaða efni eru í gleri?
Fyrsta framleiðslustig á einfaldasta formi á glæru gleri er blöndun á sandi og efnum sem innihalda frumeindirnar kalsín og natrín auk súrefnis og kolefnis, til dæmis kalsínkarbónat (CaCO3) og natrínkarbonat (Na2CO3) við hátt hitastig. Meginuppistaðan í sandi er blanda af frumeindum kísils og súrefnis í hlutföllun...
Af hverju bítur mýflugan?
Upphafleg spurning var sem hér segir:Af hverju bítur mýbit (mýfluga), og af hverju stundum eða sumt? Er einhver viss árstími sem flugan bítur frekar? Eru fræðirit sem ég get flett upp í?Fyrst er rétt að gera grein fyrir hvaða flugur eru flokkaðar sem mýflugur. Mýflugur eru undirættbálkur (Nematocera) í ættbálki tv...
Hver er munurinn á orðatiltæki og málshætti?
Nokkur munur er á málsháttum og orðatiltækjum. Málsháttur er vanalega fullmótuð setning sem felur í sér einhverja fullyrðingu eða jafnvel lífspeki eins og víða má finna í hinu forna kvæði Hávamálum. Þaðan eru til dæmis málshættirnir maður er manns gaman, halur er heima hver, þjóð veit ef þrír eru og margur verður ...
Hvað er langafasta?
Einn hluti kirkjuársins nefnist langafasta. Annað heiti yfir þennan tíma er sjöviknafasta. Með henni er verið að minna á þann tíma sem Jesús fastaði í eyðimörkinni, það er að segja dagana 40 eftir að hann var skírður í ánni Jórdan. Öll fastan miðar að dauða Jesú, og hinn ævaforni siður, að reyna að halda sig frá n...
Eru til einhverjar þjóðsögur um tígrisdýr?
Upprunalega var einnig spurt um hvenær ár tígrisdýrsins var seinast og hve mörg dýr eru í kínverska almanakinu. Þeim spurningum er svarað í lok þessa svars. Asíubúar eiga aragrúa þjóðsagna um tígrisdýr. All frá Indlandi og austur til Ussuri í Rússlandi, þar sem hið svokallaða síberíska tígrisdýr lifir, finnast ...
Af hverju fær maður ónotatilfinningu þegar maður heyrir sum ískurhljóð?
Upphaflegar spurningar voru eftirfarandi: Af hverju finnst manni ískur svona óþægilegt? (Magni) Af hverju fæ ég mikla ónotatilfinningu þegar ég kem við eða heyri einhvern koma við einangrunarplast? (Sveinn) Sum hljóð, svo sem sírenuvæl eða loftvarnarflautur, geta vakið með manni ónotatilfinningu vegna þess ...
Má eiga líkamspart af sjálfum sér eftir aflimun?
Spyrjandi bætir við: Ef ekki, af hverju þá? Af hverju má ég eiga tennurnar úr mér en ekki höndina? Í 72. gr. stjórnarskrárinnar kemur fram að eignarrétturinn sé friðhelgur og að engan megi skylda til að láta af hendi eign sína nema almenningsþörf krefji. Af þessu má álykta að skýrar lagareglur þurfi til að takmar...
Hvaðan kemur íslenski siðurinn að þakka fyrir matinn?
Spurningin í heild var: Hvaðan kemur íslenski siðurinn að þakka fyrir matinn þegar maður er búinn að borða? Ég þekki þetta ekki frá Þýskalandi. Þýskir siðir geta verið talsvert mismunandi eftir landshlutum en víðast hvar er ekki venja að þakka fyrir matinn á sama hátt og á Íslandi eða annars staðar á Norðurlöndu...