Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 4821 svör fundust
Hvað er algrím og hvernig nýtist það í tölvufræði?
Algrím er forskrift eða lýsing, á einhvers konar læsilegu mannamáli, sem segir glöggum lesanda hvernig leysa megi tiltekið reiknivandamál. Reiknivandamál er þá í víðum skilningi hvert það vandamál sem felst í að vinna úr tilteknum gerðum gagna og fá önnur gögn sem niðurstöður. Al-Khowârizmî ritaði því algrím samkv...
Á hvaða aldri fara börn venjulega að sofa í sérherbergi og hvernig er best að bera sig að?
Mjög skiptar skoðanir eru á því hvort og hvenær börn eigi að sofa í sérherbergi. Bæði geta þær skoðanir verið menningarbundnar og persónubundnar. Hafa þarf í huga að börn eru misjöfn rétt eins og fullorðnir. Sumum er alltaf frekar illa við að sofa einir á meðan öðrum finnst erfitt að sofa með öðrum. Flest börn fá ...
Hvaða dóm hlaut Sælokk í leikritinu Kaupmaður í Feneyjum eftir Shakespeare?
Feneyingurinn Bassaníó er ástfanginn af auðkonunni Portsíu og hyggst fara í bónorðsför til hennar en skortir fé. Hann leitar þá ráða hjá vini sínum Antóníó sem er kaupmaður í Feneyjum. Antóníó á ekki handbært fé en vill aðstoða vin sinn með því að taka lán, enda á hann von á skipum úr siglingum, hlöðnum varningi. ...
Hver er mesta snjódýpt sem mælst hefur á Íslandi?
Mesta snjódýpt sem mælst hefur á Íslandi er 279 cm við Skeiðsfossvirkjun 19. mars 1995. Snjódýptarmælingar eru erfiðar hér á landi. Það er einkum tvennt sem kemur til. Í fyrsta lagi er skafrenningur algengur. Hann veldur því að snjór er sjaldnast jafnfallinn og oft eru risavaxnar fannir innan um marauð svæði...
Hvernig stendur á þoku eins og myndast í Vestmannaeyjum yfir alla eyjuna á sumarkvöldum?
Raki sem gufar upp úr sjónum kringum Vestmannaeyjar á sólardegi þéttist stundum aftur þegar kólnar á kvöldin. Þá getur myndast þoka. Sú staðreynd að þoka myndast ekki alltaf á kvöldin á sólardögum bendir þó til þess að fleira komi við sögu. Sumarþoka er algengust í Vestmannaeyjum á nóttunni og snemma morguns (k...
Hver fann upp skriðdrekann?
Eins og á oft við um uppfinningar getur verið snúið að segja til um hver fann upp hitt og þetta. Sú hugmynd að nota varin farartæki nær aftur til 9. aldar f.Kr. hjá Assyríumönnum. Assyría var fornt stórveldi í Vestur-Asíu. Notkun farartækja í hernaði má svo rekja aftur til 2. aldar f.Kr. meðal Egypta og fleiri...
Hvernig vita vísindamenn að kvikan í Geldingadölum er komin úr möttlinum?
Efsti hluti jarðmöttulsins nefnist deighvolf eða lághraðalag vegna þess að bergið þar er heitt, nálægt bræðslumarki sínu – það er deigt (eins og deig) og hraði jarðskjálftabylgja lækkar á ferð um það. Möttulbergið samanstendur af fjórum steindum, ólivíni, díopsíti, enstatíti og, háð þrýstingi, plagíóklas eða spínl...
Hvers vegna eru seldar sígarettur ef það er vitað að þær drepa?
Í dag er það talið almenn vitneskja að það sé óhollt að reykja og að það getur orsakað ýmsa sjúkdóma og kvilla, jafnvel dregið fólk til dauða. Mörg mjög skaðleg og hættuleg efni er að finna í sígarettum svo sem nikótín, tjöru og kolsýrling eða kolmónoxíð (CO). Þetta er þó aðeins brot af þeim efnasamböndum sem er a...
Ef maður er ekki orðinn 16 ára þá verður maður að vera komin inn kl 22. Hvenær má maður þá fara út aftur?
Um útivistartíma barna og unglinga er fjallað í lögum nr. 80 frá árinu 2002 sem í daglegu tali kallast barnaverndarlög. Þar er fjallað sérstaklega um útivistartíma í kafla sem ber yfirskriftina ‘Almenn verndarákvæði’ og í 92. gr. er talað um að börn 12 ára og yngri eigi að vera komin heim til sín eigi síðar en kl....
Hvaða mánaðanöfn voru notuð samkvæmt gamla íslenska tímatalinu og yfir hvaða tímabil náðu þau?
Samkvæmt gömlum heimildum voru mánaðanöfn á Íslandi til forna eftirfarandi: gaukmánuður/sáðtíð u.þ.b. 12. apríl – 11. maí eggtíð/stekktíð u.þ.b. 12. maí – 11. júní sólmánuður/selmánuður u.þ.b. 12. júní – 11. júlí miðsumar/heyannir u.þ.b. 12. júlí – 11. ágúst tvímánuður/heyannir u.þ.b. 12. ágúst – 11. septem...
Af hverju erfir maður bara sumt frá mömmu sinni og sumt frá pabba sínum?
Í kjarna frumna eru þráðlaga fyrirbæri sem kallast litningar en í litningunum eru gen sem ákvarða eiginleika einstaklingsins, svo sem augnlit, háralit, hæð, kyn og svo framvegis. Flestar lífverur eru tvílitna, það er litningarnir eru í pörum, en heildarfjöldi þeirra er breytilegur eftir lífverutegundum. Í m...
Hver er hæsti aldur sem Íslendingur hefur náð?
Hér er einnig svarað spurningunni:Hvað hét (heitir) langlífasti Íslendingurinn og hversu gömul/gamall varð viðkoman? Á Íslandi, eins og í langflestum löndum heims, er langlífi meira hjá konum en körlum og endurspeglast það vel í kynjaskiptingu þeirra Íslendinga sem elstir hafa orðið. Í árslok 2016 höfðu alls 36...
Hvers vegna valda rúsínur vindgangi?
Rúsínur eru þurrkuð vínber og innihalda um 60-70% ávaxtasykur, auk steinefna og trefja. Í rúsínum er engin fita. Flestar fæðutegundir sem innihalda sykrur geta valdið vindgangi. Eðlileg losun á loftegundum um endaþarmsopið er talin vera um 14 til 23 skipti á dag. Ástæðan er sú að líkaminn getur ekki melt og ...
Er hægt að nota erfðabreyttar veirur sem bóluefni við COVID-19?
Með erfðatæknilegum aðferðum má nýta veirur sem ferjur til þess að flytja framandi gen inn í frumur. Bólusetning er ein ástæða þess að slíkum genaflutningi er beitt. Ferjaða genið á þá uppruna í sýkli. Genaferjur byggðar á veirum flytja genið inn í frumur líkamans og þannig er hægt að fá þær til að framleiða frama...
Hver var Múhameð?
Múhameð (Muhammad Ibn Abdullah: Múhameð sonur Abdullah) er talinn hafa fæðst árið 570 samkvæmt okkar tímatali, í markaðsborginni Mekka á Arabíuskaga (í Hejaz). Abdullah, faðir Múhameðs, dó þegar Aminah, móðir Múhameðs, var komin tvo mánuði á leið. Afi Múhameðs varð verndari drengsins eftir fæðingu, en hann lést þe...