Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconStærðfræði

Hver var Andrei Kolmogorov og hvert var framlag hans til stærðfræðinnar?

Andrei Nikolaevich Kolmogorov (1903-1987) var einn fremsti stærðfræðingur Sovétríkjanna, jafnvel sá fremsti. Hann er þekktastur fyrir að leggja formlegan grunn að nútíma líkindafræði og fyrir rannsóknir á því sviði. En brautryðjendastarf hans á öðrum sviðum stærðfræða var líka umfangsmikið og risti djúpt. Móðir...

category-iconHugvísindi

Hvenær sagði Jón Sigurðson hin frægu orð „ég mótmæli þá í nafni konungs og þjóðarinnar því ranglæti sem haft væri í frammi“?

Þessi frægu orð voru sögð þann 9. ágúst 1851 þegar Trampe greifi, fulltrúi konungs á þjóðfundi sem haldinn var í Lærða skólanum í Reykjavík, sleit fundinum í óþökk flestra íslensku fulltrúanna sem sátu fundinn. Danska stjórnin hafði boðað til fundar sumarið 1851 þar sem ræða átti um tengsl Íslands og Danmerkur...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Á hverju lifa marflær?

Marflær (Amphipoda) eru ættbálkur krabbadýra sem finnast aðallega í sjó en einnig í ferskvatni. Alls hefur rúmlega 9.500 tegundum verið lýst. Marflær eru forn ættbálkur. Elstu steingervingar þeirra sem fundist hafa eru frá því snemma á kolatímabilinu fyrir um 330 milljón árum. Það skýrir að einhverju leyti miki...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er orðið lýsi gamalt í málinu?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hvað er orðið lýsi gamalt í málinu og er það ekki almennt heiti um ákveðna vörutegund? Nú hefur fyrirtækið Lýsi, að sögn, tryggt sér einkaréttinn á vöruheitinu Lýsi um vörur sem eru lýsi og hótar öðrum málsókn sem nota það orð um vörur sem almenningur þekkir sem lýsi. ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða klabb er þetta þegar talað er um 'allt heila klabbið'?

Í nútímamáli virðist klabb fyrst og fremst notað í sambandinu (allt) heila klabbið 'allt saman’ og er notkunin óvirðuleg og niðrandi. Upphaflega merkingu orðsins klabb má ráða af orðum í nágrannamálum. Í nýnorsku er klabb notað um viðloðandi köggul, til dæmis snjóköggul undir skíðum. Í dönsku virðist orðið einkum ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er uppruni orðsins tíska og tengist það orðinu tíðarandi?

Orðið tíska (í fornmálsorðabók Fritzners ritað tíðska) kemur þegar fyrir í fornu máli notað í merkingunni 'vani, venja'. Þekkt er tilsvar Atla Ásmundarsonar í Grettis sögu þegar Þorbjörn öxnamegin lagði til hans spjóti: „Þau tíðkast nú in breiðu spjótin“ (Ísl.fornr. VII:146). Þetta tilsvar er enn notað í málinu og...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað getið þið sagt mér um mælieiningarnar pott og pela?

Pottur og peli eru gamlar mælieiningar, svonefndar lagareiningar sem voru notaðar til að mæla vökva. Annað orð yfir vökva er einmitt lögur, samanber til dæmis orðið sápulögur. Heiti mælieininganna var dregið af ílátunum sem menn notuðu til að mæla en aðrar lagareiningar voru til dæmis flaska og kútur, en einnig an...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað merkir orðið biskup upphaflega og hverjar eru orðsifjar þess?

Íslenska orðið biskup er líklegast fengið úr fornensku. Þar kemur fyrir orðið biscop eða bisceop í sömu merkingu. Það kemur líka fyrir í latínu (episcopus) en upphaflega er það komið úr forngrísku, episkopoV (epískopos). Það orð er dregið af grísku sögninni episkopew (episkopéo) sem þýðir: 'horfa á', 'skoða', 'fyl...

category-iconNæringarfræði

Sumir segja að þeir gætu étið heilan hest, er það hægt?

Í mælskufræði er gríska hugtakið hyperbole, sem á íslensku kallast ýkjur eða ofhvörf, notað yfir það þegar menn beita öfgafullu eða ýktu orðalagi til að leggja áherslu á orð sín eða láta í ljós sterkar tilfinningar. Þegar einhver segist 'geta étið heilan hest' ber ekki að skilja það bókstaflega. Sá hinn sami er...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er mögulegt að orðið dandalast komi frá Enrico Dandolo?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Er mögulegt að orðið „dandalast“ sé komið frá Enrico Dandolo, sem að var blindur og reið hesti í slagtogi með krossförum til Konstantínópel? Þegar hefur verið skrifað um sögnina að dandalast á Vísindavefnum (sjá svar saman höfundar við spurningunni Hvaðan er orðið "danda...

category-iconVísindavefur

Er ekki vonlaust fyrir Íslendinga að svara þessum 2500 spurningum til að komast í Evrópusambandið?

Ísland er búið að svara öllum spurningunum sem Olli Rehn stækkunarstjóri Evrópusambandsins afhenti stjórnvöldum fyrir þremur dögum! Aldrei fyrr í sögunni hefur fámenn þjóð svarað svo mörgum spurningum jafn hratt og örugglega! (Við erum best!) Þessi mynd var tekin þegar Olli Rehn afhenti Jóhönnu Sigurðardóttur spu...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er nafnorðið þolinmóður notað yfir verkfæri?

Upprunalega spurningin var: Kannist þið við nafnorðið þolinmóður? Gæti það verið verkfæri eða pinninn sem heldur hurðalömum saman? Þetta er komið frá eldra fólki sem fallið er frá fyrir löngu. Mögulega er um misheyrn eða misskilning að ræða en mig langar samt að forvitnast um þetta. Nafnorðið þolinmóður er n...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Skilja kindur hver aðra?

Margir lesendur Vísindavefsins hafa áhuga á gáfnafari sauðkinda. Við höfum meðal annars svarað spurningunni Eru kindur gáfaðar? Þar segir til dæmis: Við getum fullyrt að kindur eru frekar heimskar í samanburði við manninn, en ef við miðum við önnur jórturdýr er ekki gott að segja hvort kindurnar séu eftirbátar þe...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Eru vöðvar í fingrum?

Það hljómar ef til vill ankannalega en það eru engir vöðvar í fingrunum sjálfum nema svokallaðir hárreisivöðvar í húðinni. Hvernig í ósköpunum förum við þá að því að hreyfa fingurna? Segja má að þeir séu hreyfðir með nokkurs konar fjarstýringu. Reyndar má líta svo á að allar hreyfingar mannslíkamans séu framkallað...

category-iconLífvísindi: almennt

Er einhvers staðar til erfðaefni úr risaeðlum og væri hægt að láta þær koma aftur?

Það eru víst um 65 milljónir ára síðan risaeðlurnar urðu útdauðar. Steingerð bein þeirra hafa varðveist en lítið sem ekkert annað. DNA sameindir erfðaefnisins eru óstöðugar og jafnvel í lifandi frumum eru þær stöðugt að verða fyrir smáskemmdum. Þær mundu ekki endast lengi ef frumurnar réðu ekki yfir aðferðum til a...

Fleiri niðurstöður