Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 6575 svör fundust
Hvað er pönk?
Engin undirstefna dægurtónlistarinnar – fyrir utan sjálft frumrokkið (Elvis Presley og fleiri) – hefur haft jafn umbyltandi áhrif og pönkið. Stefnan kom fram á áttunda áratugnum, samhliða í Bretlandi og Bandaríkjunum. Fyrst um sinn þróaðist hún í andstöðu við vinsældatónlist sem hafði tekið sér bólfestu í meginstr...
Hver voru vinsælustu svör ársins 2017 á Vísindavefnum?
Vísindavefur HÍ birti alls 334 svör árið 2017. Auk þess var fjölmörgum fyrirspurnum svarað með því að vísa lesendum á efni sem til er og sumum spurningum var svarað beint, bæði með tölvupósti og símtölum. Það er rétt að minna á að oft munar ekki miklu á „mest lesna“ svarinu og öðrum svörum sem margir lesendur s...
Getur þú sagt mér allt um hvíta nashyrninginn?
Hvíti nashyrningurinn (Ceratotherium simum) er önnur af tveimur tegundum nashyrninga í Afríku. Hin tegundin er svarti nashyrningurinn (Diceros bicornis). Hvor tegund skiptist síðan í nokkrar deilitegundir. Hvíti nashyrningurinn er mikill um sig og grófgerður í öllu vaxtalagi. Hann minnir helst á forsögulegt spe...
Hvar eru Hveravellir og hver er jarðfræðisaga svæðisins?
Hveravellir eru einn af magnaðri stöðum hálendisins. Þeir liggja í um 600 metra hæð, mitt á milli tveggja af stærstu jökulhvelum landsins, Hofsjökuls til austurs og Langjökuls til vesturs. Í þessari hæð er gróður af skornum skammti og er svæðið heldur eyðilegt yfir að líta. Hverasvæðið sjálft er ekki mikið um sig ...
Er löggæslufólki óheimilt að neita að framfylgja skipunum sem brjóta gegn siðferðisvitund þeirra eða þeir telja mögulega ólögmætar?
Þessi spurning felur í raun í sér tvær ólíkar spurningar. Önnur getur snúið að því eftir hvaða starfsheimildum og starfsreglum löggæslufólk starfar eftir. Spurningin er þá lögfræðileg. Hin spurningin fjallar um siðferðilega hlið starfsins og samvisku löggæslufólks, óháð því hvað starfsreglurnar segja. Þetta svar f...
Eru til beinar eða óbeinar aðferðir til að mæla eða meta spennu sem hleðst upp í jarðlögum á undan jarðskjálftum?
Allar aðferðir til að meta spennu í jarðskorpunni eru óbeinar, en ýmsum brögðum má beita til að meta hana. Spennunni má líkja við það þegar teygt er á gúmmíteygju eða strokleðri: efnið aflagast smám saman uns það brestur loks. Þessar eru helstar þeirra aðferða sem beitt er hér á landi til að fylgjast með spennu: ...
Hvers vegna stífna vöðvar upp við áreynslu og hvað er hægt að gera til að koma í veg fyrir það?
Stutta svarið er að þetta stafar oftast af þreytu en einnig getur orsökin verið aukin taugavirkni. Hyggileg þjálfun, góð næring og vatnsdrykkja getur dregið verulega úr þessum einkennum og jafnvel eytt þeim alveg. Ýmsar orsakir geta verið fyrir því að vöðvi stífni við áreynslu og raunar er mismunandi hvaða mer...
Hvernig myndast svarthol í geimnum?
Talið er að massamiklar stjörnur endi æviskeið sitt sem svarthol. Slík svarthol verða til er kjarnar stjarnanna, sem eru orðnir geysiþéttir, falla saman undan eigin massa. Stór svarthol geta einnig myndast á svipaðan hátt í miðjum vetrarbrauta og dulstirna. Í þriðja lagi kunna lítil svarthol að hafa orðið til í Mi...
Af hverju man fólk með Alzheimer hvað það gerði fyrir 50 árum, en ekki hvað það borðaði í morgunmat?
Alzheimers-sjúkdómur er algengasti heilahrörnunarsjúkdómurinn, en þeir eru allmargir. Eitt aðaleinkenni hans er skert minni og virðist það einkum koma fram í nærminni eða með öðrum orðum hæfileikanum til að leggja nýja hluti eða nýliðna atburði á minnið. Þegar nánar er að gáð, til dæmis með beinum spurningum um fj...
Hverjir eru 10 merkilegustu atburðir Íslandssögunnar á 20. öld?
Á Vísindavefnum er svar mitt við spurningu um hvaða ár var merkilegast í sögu Íslands. Þar reyni ég að útskýra hvers vegna spurningum um hvað var merkilegt í sögunni verður ekki svarað á einfaldan vísindalegan hátt. Þar kemur til mat hvers og eins á því hvað sé merkilegt í mannlífinu yfirleitt. Þeir sem meta efnah...
Hvað heita tungl Júpíters, hvað eru þau þung, hvað eru þau stór og hvað eru þau mörg?
Samkvæmt nýjustu upplýsingum (í mars 2021) ganga að minnsta kosti 79 þekkt tungl umhverfis stærstu reikistjörnu sólkerfisins, Júpíter. Af þeim hafa 53 fengið opinber nöfn en hin ekki. Tungl Júpíters skiptast í tvo hópa, óregluleg og regluleg. Reglulegu tunglin eru átta talsins. Þau sveima öll á reglulegum spor...
Hvað eru húsbréf og hvernig fara viðskipti með þau fram?
Húsbréf eru skuldabréf sem Íbúðalánasjóður gefur út. Þau eru ýmist til 25 eða 40 ára og bera fasta vexti auk verðbóta. Áður voru húsbréf gefin út á pappír en nú eru þau rafræn. Þau eru skráð í Kauphöll Íslands og ganga kaupum og sölu eins og hver önnur verðbréf. Hægt er að kaupa og selja þau fyrir milligöngu ýmiss...
Hvað getið þið sagt mér um snigla?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Ég vil fá að vita sem flestar tölulegar staðreyndir um snigla. Tegundir? Fæða? Æxlun? Einkenni? Sniglar (Gastropoda) eru af fylkingu lindýra (Mollusca) en í þeirri fylkingu eru meðal annars samlokur og kolkrabbar, svo nefndir séu kunnustu hópar lindýra. Sniglar eru langstær...
Af hverju eru unglingsárin svona erfið?
Aðalviðfangsefni unglingsáranna er að skapa sér sjálfsmynd: finna út hver maður er. Til þess reynir unglingurinn að brjóta sér leið frá fjölskyldunni, að lúta ekki lengur boðum og bönnum, og brjóta gegn siðum og venjum. Unglingurinn vill að foreldrarnir láti hann í friði og finnst erfitt ef þeir gera það ekki. Ef ...
Hvað þýða orðin "Mont Rass"?
Spyrjandi tilgreinir því miður ekki á hvaða tungumáli hann hefur rekist á þessi orð. Ef hann á við íslensku hefði hann varla þurft að spyrja því að þá er líklegast að hér sé á ferðinni afbökun á orðinu "montrass". Á hinn bóginn þarf þá að gera að minnsta kosti þrjár stafsetningarvillur til að út komi það sem spurt...