Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2017 svör fundust
Af hverju þarf maður að læra að lesa ef maður kann að lesa?
Palli sem var einn í heiminum hefði ekki þurft að spyrja svona; hann gat bara lært að lesa þegar honum sýndist. Hins vegar er því ekki svarað í sögunni af honum, hvernig bækurnar urðu til!? En þetta sem spurt er um er sennilega af því að maður er ekki orðinn nógu gamall til þess að maður eigi að vera búinn að l...
Geta karlmenn komist í kynni við fullnægingar kvenna?
Besta leiðin fyrir karlmann til að komast í kynni við fullnægingar kvenna er að stunda kynlíf með konu. Þannig getur karlmaðurinn orðið vitni að fullnægingu konunnar og jafnframt aðstoðað hana við að komast í það ástand. Þetta hafa margir karlmenn gert með góðum árangri, og láta vel af. Líklega á spyrjandi þó v...
Hvernig voru loðfílar?
Loðfílar kallast hópur útdauðra fíla af ættkvísl sem nefnist Mammuthus. Leifar þessara stórvöxnu spendýra hafa fundist í jarðlögum allra meginlandanna nema í Ástralíu og Suður-Ameríku. Leifarnar hafa einungis fundist í jarðlögum frá Pleistósen-tímabilinu sem nær yfir tímann frá því fyrir 1,6 miljónum ára fram að l...
Af hverju sjást engar stjörnur á myndum af geimförum á tunglinu?
Þetta er athyglisverð og skemmtileg spurning. Flestir hafa séð myndir frá tunglinu eins og þá sem hér er sýnd og sumir tekið eftir að á þeim sjást engar stjörnur á himninum, jafnvel þótt hann sé svartur. Þessi staðreynd hefur ásamt öðrum orðið til þess að sumir trúa því að NASA hafi alls ekkert farið til tungl...
Út af hverju eru íslenskar kartöflur rauðar?
Kartöflur komu til Evrópu frá Ameríku seint á 16 öld en bárust fyrst til Íslands árið 1758. Þær hafa borist hingað margoft síðan og þau yrki sem nú eru ræktuð eru öll komin hingað að utan. Þær kartöflur sem hægt er að segja að séu íslenskar eru þær sem búið er að rækta á Íslandi í langan tíma, hafa að einhverju l...
Hvernig finnur maður draumaprinsessuna sína?
Við á Vísindavefnum höfum ekki átt í teljandi vandræðum að svara spurningum á borð viðHefur tilvist sérstæðu verið staðfest í stjarnvísindum?Hvað merkir jafnan E = mc2?Við höfum ekki heldur látið vefjast fyrir okkur að svara spurningum sem eru kannski ekki jafnvísindalegar en engu að síður krefjandi:Halda mýs að l...
Sér fólk sem hefur alls engin augu svart eða sér það alls ekkert?
Hér mætti spyrja á móti: "Er einhver munur á því að sjá svart og að sjá ekkert?" Sjónskynjun fer þannig fram að frumur í augum okkar nema ljóseindir og senda svo boð til heilans. Ef engar ljóseindir eru numdar fer ferlið ekki af stað. Í því tilliti skiptir varla máli hvort ástæðan er sú að ljóseindirnar vanti, ...
Hvernig var meðferð við berklum háttað fyrir tilkomu sýklalyfja?
Áður en berklalyf komu til sögunnar voru sjúklingar gjarnan „teknir úr umferð“, það er að segja komið fyrir á sérstökum stofnunum (berklahælum), oft og tíðum fjarri ættingjum og vinum. Þetta var gert eftir að ljóst varð að berklar voru smitsjúkdómur. Í venjulegu ástandi eru lungun loftfyllt, en tæmist lunga af ...
Hvort er Biblían trúarrit eða siðfræðirit?
Orðið Biblía er fleirtölumynd af orðinu biblos sem merkir bók. Þetta er réttnefni á helgiritasafni kristinna manna því það er í raun heilt safn 66 sjálfstæðra bóka sem skiptast í tvo meginhluta: Gamla testamentið (39 rit) og Nýja testamentið (27 rit). Eftir inntaki, bókmenntaformi og sögulegum uppruna má skipa ...
Hvers vegna þarf minna vatn í eggjasuðuvél eftir því sem eggin eru fleiri?
Spyrjandi hefur í huga eggjasuðuvélar sem hafa komið á markað á síðari árum og svo heppilega vill til að höfundur þessa svars á slíka vél og hefur hugsað út í þetta og rætt við fróða menn í kringum sig. En til fróðleiks fyrir lesendur sem hafa kannski ekki séð svona tæki er rétt að rifja upp grundvallaratriðin í n...
Hvernig flyst koltvíoxíð frá vefjum til lungna?
Hér er einnig svar við spurningunni:Hvernig flyst koltvíoxíð með blóði til öndunarfæra? CO2 eða koltvíoxíð er lokaafurð í efnaskiptum vefja. Þetta efni myndast við bruna í frumum (sjá svar sama höfundar um innri öndun) og berst með einföldu flæði frá frumunum sem mynda það í blóðið í nálægum æðum, það er að segja...
Til hvers eru undirskálar?
Upphaflega var spurt á þessa leið: Til hvers eru undirskálar? Ef maður hugsar um það er enginn tilgangur með þeim. Eða hvað? Undirskálar eru mikið þarfaþing. Án undirskála hefði H.C. Andersen til dæmis lent í vandræðum þegar hann skrifaði söguna Eldfærin:Í fyrsta herberginu muntu sjá stóra kistu. Á henni situr hu...
Hvað er sólstingur?
Í svari Stefáns B. Sigurðssonar við spurningunni Hver eru áhrif hita og kulda á mannslíkamann? kemur fram að ef líkamshiti okkar (body temperature) hækkar er ástæðan yfirleitt of mikil varmaframleiðsla (of mikið um efnahvörf) eða að varmi (heat) berst inn í okkur frá umhverfinu. Líkaminn getur reynt að koma í ...
Ef hitinn í dag er 0°C og á morgun verður helmingi kaldara, hversu kalt er þá úti?
Ef þessi spurning hefði verið borin fram um miðja 19. öld hefðu eðlisfræðingar litið á hana sem markleysu eina eða að minnsta kosti fánýtan orðhengilshátt. Menn gerðu þá hvorki ráð fyrir upphafi né endi á hitakvarðanum og litu á frostmark vatns sem einn punkt á honum, valinn án þess að til þess lægju nein sérstök ...
Hvers vegna er örbylgja ekki notuð til upphitunar á húsum?
Örbylgjuofnar hita mat mun hraðar en venjulegir ofnar og þar að auki nota þeir minni orku. Því mætti halda að hagkvæmt væri að nota örbylgjur til að kynda húsin okkar. Þetta er þó alls ekki hægt og væri þar að auki beinlínis hættulegt. Örbylgjur víxlverka við mismunandi efni á mismunandi hátt. Sum efni eru alve...