Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3743 svör fundust
Hvað tekur líkamann langan tíma að melta fæðu?
Það fer alfarið eftir því hvernig fæðan er samsett hversu langan tíma tekur að melta hana. Þumalputtareglan er þó sú að sólarhring eftir að við höfum borðað máltíð höfum við melt hana og losað okkur við þann hluta hennar sem við getum ekki melt. Meltingarvegurinn nær allt frá munni til endaþarms og er nokkur...
Hvað er kossageit og hvernig smitast hún?
Kossageit (e. impetigo) er sýking í ystu lögum húðarinnar sem í flestum tilfellum orsakast af svokölluðum A-streptókokka-bakteríum (keðjukokkum). Í um þriðjungi tilfella má finna bakteríuna Staphylococcus aureus (klasakokka) ýmist eina sér eða með streptókokkunum. Stafýlókokkar og streptókokkar geta einnig verið í...
Hvernig virka hjólbarðar sem byggjast ekki á lofti?
Á síðustu árum hafa dekkjaframleiðendur unnið að þróun nýrra hjólbarða sem minna einna helst á gömlu viðarhjólin á fyrstu bílunum. Þessi gerð byggir ekki á loftþrýstingi eins og flestir hjólbarðar í dag heldur á sérstökum sveigjanlegum gúmmíteinum sem laga sig að undirlaginu hverju sinni. Framleiðslan er enn sem k...
Er líklegt að loftsteinn klessi á jörðina og grandi henni og okkur?
Loftsteinar eru alltaf að lenda á jörðinni. Flestir steinanna eru þó það smáir að þeir brenna upp í lofthjúpnum. Líklega ná þó um 500 lofsteinar til jarðar daglega en fæstir finnast. Mestar líkur eru nefnilega á því að þeir lendi í úthöfunum eða fjarri mannabyggð, til dæmis á Suðurskautslandinu. Árekstrar við s...
Hvaðan kemur heitið á bergtegundinni basalti?
Basalt er algengasta bergtegund á jörðu, og mynda basalthraun til dæmis nær allan hafsbotninn. Basalt er einnig útbreitt á tunglinu, á Mars og hinum innri plánetum sólkerfisins. Nafnið á þessari mikilvægu bergtegund er sennilega upprunnið í Egyptalandi fyrir meir en fimm þúsund árum. Egyptar nota nafnið basanos...
Hvað gerist þegar maður sprautar nefúða í nefið á sér?
Nefholið er klætt slímhúð. Slímið eða horið gegnir mikilvægu hreinsi- og varnarstarfi og okkur nauðsynlegt. Þegar fólk kvefast sýkist slímhúðin og bólgnar. Þá verður slímmyndun mun meiri en vanalega. Afleiðingin er aukið nefrennsli og stundum nefstífla. Hægt er að lesa meira um nefslím í svari Hannesar Petersen v...
Hvar er hægt að finna hákarla?
Það er hægt að finna hákarla víða í heimshöfunum enda er útbreiðsla þeirra allt frá hlýjum sjónum við miðbaug, norður í heimskautshaf og suður í suðurhöf. Ennfremur eiga hákarlar það til að þvælast upp eftir stórfljótum víða um heim og sumar tegundir halda jafnvel til í ferskvötnum, svo sem nautháfurinn (Carcharhi...
Hvers konar dýr er fjallaflauti?
Fjallaflauti (Ochotona alpina) tilheyrir ættbálki nartara (Lagomorpha) og er því skyldur kanínum og hérum. Hann er af ætt blísturhéra (Ochotonidae) og virðist við fyrstu sýn gerólíkur hérum og kanínum, enda kubbslegur, stuttfættur og eyrun frekar stutt. Við nánari skoðun kemur skyldleikinn í ljós, hann er til dæ...
Hvaða áhrif hefur eitur tarantúlu á menn?
Allar köngulær eru eitraðar og nota eitur til að lama bráð sína. Hins vegar er eitrið sjaldnast skaðlegt mönnum. Könglær af ættinni Theraphosidae eru almennt nefndar tarantúlur. Þær finnast í suðvesturfylkjum Bandaríkjanna, aðallega í Kaliforníu, Arizona og Texas. Einnig eru þær algengar á skógarsvæðum Mið-Amer...
Hvenær verður næsti sólmyrkvi sem mun sjást frá Íslandi?
Sólmyrkvi (e. solar eclipse) verður þegar tunglið gengur milli sólar og Jarðar svo tunglið myrkvar sólina að hluta til eða í heild frá Jörðu séð. Það gerist aðeins þegar sólin, tunglið og Jörðin eru í beinni línu (kallað raðstaða eða okstaða). Ár hvert verða á milli tveir til fimm sólmyrkvar á Jörðinni. Seinast...
Skiptir máli hvernig hús eru í laginu á jarðskjálftasvæðum eða úr hvaða efni þau eru byggð?
Í raun eru það margir samverkandi þættir sem skipta máli um hvernig mannvirki reiðir af í tilteknum jarðskjálfta. Hér má nefna gerð undirstöðu byggingar, form, efni, frágang, hönnun og viðhald. Miklu skiptir að hús virki eins og ein heild, sé vel tengt og fest við undirstöðurnar. Mörg dæmi eru um að bygging rífi s...
Hvað hefur vísindamaðurinn Áslaug Helgadóttir rannsakað?
Áslaug Helgadóttir er prófessor emeritus í jarðrækt og plöntukynbótum við Landbúnaðarháskóla Íslands. Meginviðfangsefni Áslaugar hafa verið ræktun og kynbætur fóðurjurta fyrir íslenskan landbúnað. Túnrækt er undirstaða íslenskrar matvælaframleiðslu og hefur Áslaug varið drjúgum tíma starfsævi sinnar í að rannsaka ...
Hvers konar flugur eru bananaflugur og gætu þær lifað í náttúru Íslands?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Mér leikur forvitni á að vita hvaðan koma hinar svokölluðu "bananaflugur". Eru egg þessara flugu í hýðinu sem klekjast svo út þegar búið er að afhýða banana? Hvað getið þið sagt mér um þessa er virðist saklausu en hvimleiðu flugu, þ.e.a.s. heiti og fl.? Hin svokallaða bananaflu...
Hvaða lög gilda um almannarétt að aðgengi að sjó og vötnum?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hvaða lög gilda um almannarétt að aðgengi að sjó og vötnum? Hvar finn ég þessi lög? Um almannarétt að landinu gilda lög um náttúruvernd nr. 60/2013, en samkvæmt lögunum er almenningi heimil för um landið og dvöl þar í lögmætum tilgangi. Rétti þessum fylgir skylda til að ganga ...
Hvers konar hljóð gefa hýenur frá sér?
Hýenur skiptast í fjórar tegundir sem ekki gefa allar frá sér jafn mikil eða sambærileg hljóð. Svarið hér á eftir á því aðeins við um blettahýenur (Crocuta crocuta) en hljóð þeirra hafa verið nokkuð rannsökuð. Oft er talað um að hljóð hýena minni á hlátur þær gefa einnig frá sér ýmis konar önnur hljóð sem eru meir...