Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2315 svör fundust
Hvaða gildi hafa dagdraumar?
Dagdraumar eru hluti af hugsanaflæði okkar í vöku. Fræðimenn hafa komist að því að dagdraumar eru mestir á unglingsárunum en eftir því sem fólk eldist dregur úr dagdraumum þess. Á gamals aldri eru kynferðislegir dagdraumar og hetjudraumar afar fátíðir. Þegar fólk er upptekið af krefjandi verkefnum gefast fá tækifæ...
Hvers vegna verða kaffiblettir dekkstir við jaðarinn þegar þeir þorna?
Mörg fyrirbæri í umhverfi okkar virðast svo sjálfsögð að okkur dettur ekki í hug að undrast fyrr en við nánari skoðun. Kaffiblettir eru gott dæmi um slíkt. Þegar kaffi þornar upp skilur það eftir sig bletti sem eru dökkir á jaðrinum en ljósir innan hans. Skýringin á þessu er kannski ekki augljós en þó í raun einfö...
Hvað er innkirtlakerfi?
Innkirtlakerfi er eitt af líffærakerfum mannslíkamans. Það samanstendur af svokölluðum innkirtlum (e. endocrine glands) en það eru kirtlar sem seyta afurðum sínum út í millifrumuvökva fyrir utan þá og þaðan flæða þær í blóðrásina. Opnir kirtlar eða útkirtlar (e. exocrine glands) seyta sínum afurðum aftur á móti út...
Hvaðan kemur pitsan (flatbakan)?
Eins og svo margir aðrir réttir kom flatbakan (pizzan/pitsan) ekki upprunalega frá landinu sem er frægt fyrir hana. Heimildir um fyrstu flatbökuna segja að hún hafi verið bökuð af Forngrikkjum sem fyrstir bökuðu stórt, kringlótt, flatt brauð og settu ofan á það ólífuolíu, krydd, kartöflur og margt annað. Flatbökuh...
Af hvaða dýri er kötturinn kominn?
Forfaðir heimiliskattarins, samkvæmt rannsóknum á erfðaefni, er afríski villikötturinn (Felis silvestris lybica). Við getum því útilokað evrópska villiköttinn (Felis silvestris silvestris) í þessu faðernismáli. Heimildir eru til um ketti í þorpum og borgum Palestínu fyrir sjö þúsund árum og heimiliskötturinn v...
Hvert er lengsta leikrit í heimi?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hvað heitir lengsta leikrit í heimi, hver skrifaði það og hvað er það langt?Uppfærslur á leikritinu The Warp eftir Neil Oram er iðulega taldar vera lengstu leiksýningarnar. Þær hafa tekið allt frá 18 tímum og upp í 29 klukkustundir í flutningi. Frumuppfærsla breska leiks...
Af hverju fær fólk bólur?
Margir hafa sent inn spurningu um bólur. Aðrir spyrjendur eru Sigrún Óskarsdóttir, Berglind Ýr Jónasdóttir, Anna Hjörleifsdóttir, Trausti Salvar Kristjánsson og Margrét Friðriksdóttir, auk fleiri spyrjenda. Ein tegund kirtla í húðinni eru fitukirtlar. Í langflestum tilvikum er hver þeirra tengdur einum hársekk. Þ...
Hvernig smitast riðuveiki?
Riðuveiki í sauðfé smitast fyrst og fremst með því að skepnurnar éta, drekka eða sleikja smitefnið í sig. Smit getur einnig orðið um sár og þess eru dæmi að riðuveiki hafi komið fram í kind eftir burðarhjálp manns með óþvegnar hendur, nýkomnum frá því að hjálpa riðukind að bera. Þetta þýðir að smit hafi þá verið b...
Af hverju heitir það 'að tippa' þegar við veðjum?
Samkvæmt Íslenskri orðsifjabók er sögnin 'að tippa' tökuorð úr dönsku, 'tippe', en þaðan er orðið fengið úr ensku, 'tip'. Í íslensku er sögnin að tippa aðallega notuð um það þegar menn taka þátt í knattspyrnugetraunum þar sem reynt er að spá fyrir um úrslit leikja með því að merkja við 1, X, eða 2. Tölustafurin...
Hvað getið þið sagt mér af goðsögunni um Orfeif?
Orfeifur var sonur Oeagrusar Þrakíukonungs og listagyðjunnar Kallíópu sem nefndist svo vegna þess hve rödd hennar var þýð. Orfeifur var frægasti söngvari, skáld og tónlistarmaður fornaldar. Grísku músurnar eða menntagyðjurnar, kenndu honum að leika á lýru og með hljóðfæraslætti gat hann hann tamið villidýr og sagt...
Hvað eru frauðvörtur?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Hvað eru frauðvörtur, hvers vegna koma þær og hvernig er hægt að losna við þær? Frauðvörtur (molluscum contagiosum) eru litlar bólur eða vörtur. Þær eru oft glansandi og inni í þeim er hvítur massi. Frauðvörtur orsakast af veirunni Molluscum contagiosum virus (MCV) sem smitas...
Hver voru Bellerófon og Kímera?
Bellerófon var barnabarn Sísyfosar konungs í Korintuborg sem er kunnastur fyrir að hafa hlotið þann dóm í undirheimum að velta upp á hæð þungum steini sem rann alltaf niður áður en upp á brúnina var komið. Bellerófon hét áður Hipponous en hlaut nafnið Bellerófontes eftir að hafa vegið skrímslið Bellerus. Síðar var...
Hvað er hafsbotnsskorpa?
Skorpan er ysta lag jarðar — undir henni tekur við jarðmöttullinn niður á 2900 km dýpi og loks jarðkjarninn (miðja jarðar er á 6730 km dýpi). Skorpunni er skipt í hafsbotns- og meginlandsskorpu sem einkenna hafsbotnana og meginlöndin eins og nöfnin benda til. Hægt er að lesa meira um jarðskorpuna í svari sama höfu...
Af hverju eru byssur til?
Þessari spurningu er ekki endilega auðsvarað ef haft er í huga að byssur eru meðal annars notaðar til að drepa eða meiða fólk. Það liggur ef til vill ekki í augum uppi að menn skuli yfirleitt vilja búa slíka hluti til? Hins vegar má líka nota þær til annarra hluta, svo sem fæðuöflunar, og það á einnig við um ýmis ...
Hvað er gólem?
Í goðsögum gyðinga er gólem ímynd eða form, yfirleitt einhvers konar leirmynd, sem er gefið líf. Í þessum skilningi mætti kalla Adam fyrsta gólemið: Þá myndaði Drottinn Guð manninn af leiri jarðar og blés lífsanda í nasir hans, og þannig varð maðurinn lifandi sál (Fyrsta Mósebók 2:7). Helgir menn voru sumir sagð...