Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2598 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hversu gamalt er orðið forseti?

Orðið forseti kemur þegar fyrir í fornu máli, annars vegar sem sérnafn á goðveru, hins vegar sem hauksheiti í þulum um fuglanöfn. Í Snorra-Eddu segir: Forseti heitir sonr Baldrs ok Nönnu Nepsdóttur. Hann á þann sal á himni, er Glitnir heitir. En allir, er til hans koma með sakarvandræði, þá fara allir sáttir á bra...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvort reiknar maður fermetra sem metri * metri eða lengd * breidd?

Í raun mætti hugsa sér að báðar aðferðirnar sem spyrjandi bendir á séu réttar. Hins vegar mun formúlan fyrir því að reikna út flatarmál, og þá fermetrafjölda ef því er að skipta, vera \(\text{lengd}\cdot \text{breidd}\). Til að hafa þetta allt sem einfaldast skulum við ímynda okkur ferkantað hús á einni hæð. ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna er lausnarjafna annars stigs margliðu kölluð Jónas?

Í framhaldsskóla læra allir hvernig á að leysa annars stigs jöfnur eins og x2 - x + 1 = 0 með ýmsum aðferðum. Til dæmis er hægt að leysa þær með því að reyna á heppnina og stinga nokkrum tölum inn eða þátta jöfnuna í einfaldari liði sem hafa augljósar lausnir. Oft bregðast þessi ráð þó, eins og í jöfnunni hér að o...

category-iconHugvísindi

Hver er ástæðan fyrir því að danska talnakerfið er svo frábrugðið því sem gengur og gerist á hinum Norðurlöndunum?

Danska talnakerfið fer ekki að öllu leyti sínar eigin leiðir. Það á það sameiginlegt til dæmis með þýsku að byrja á tölunum frá einum og upp í níu þegar komið er yfir tuttugu. Til dæmis er í dönsku sagt en og tyve, to og tredive, tre og fyrre en í þýsku ein und zwanzig, zwei und dreißig, drei und vierzig. Í fornís...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hversu mikill sykur er í orkudrykkjum og er eitthvað slæmt við þá?

Til er fjöldinn allur af orkudrykkjum og þeir innihalda mismikinn sykur þannig að það er erfitt að gefa afdráttarlaust svar við þessari spurningu. Flestir orkudrykkir eru sætir á bragðið, en sumar tegundir þeirra eru bragðbættar með sætuefnum og innihalda engan náttúrlegan sykur. Á Netinu má finna lista yfir sy...

category-iconFélagsvísindi

Hver er munurinn á lýðræði og lýðveldi?

Lýðræði er skilgreint á þennan hátt í Íslenskri orðabók:Stjórnarfar þar sem almenningur getur með (leynilegum) kosningum haft úrslitavald í stjórnarfarsefnum; réttur og aðstaða einstaklinga eða hópa til að láta í ljós vilja sinn og hafa áhrif á öll samfélagsleg málefni.Hægt er að tala um mikið eða lítið lýðræði, a...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hversu hátt hlutfall ferna og bylgjupappa kemur til endurvinnslu á Íslandi?

Úrvinnslusjóður sér um umsýslu úrvinnslugjalds og ráðstöfun þess og heldur utan um upplýsingar um hvað kemur til úrvinnslu. Árið 2006 var farið að leggja úrvinnslugjald á allar umbúðir úr pappa og plasti en fram að þeim tíma voru fernur einu umbúðirnar sem báru slíkt gjald og var það arfleifð frá mjólkuriðnaðinum...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Er jörðin alltaf að færast nær sólu?

Í stuttu máli er svarið nei, jörðin er ekki alltaf að færast nær sólu. Aftur á móti er það svo að braut jarðar umhverfis sólina er ekki nákvæmlega hringlaga en í svari Tryggva Þorgeirssonar og Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni: Hvað er langt á milli jarðar og sólar? stendur: Jörðin gengur eftir sporbau...

category-iconLæknisfræði

Hvað er náttblinda og hvað veldur henni?

Náttblinda (e. nyctalopia) er vangeta til að sjá í lítilli birtu eða erfiðleikar við að aðlagast minnkaðri birtu. Náttblinda er í sjálfu sér ekki sjúkdómur heldur fremur einkenni annarra augnkvilla. Náttblinda stafar af galla í sjónu (e. retina). Sjóna er sá hluti augans sem liggur innan á þremur fjórðu öftust...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað er heiðlóan lengi að fljúga frá vetrarstöðvum til varpstöðvanna á Íslandi á vorin?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Góðan dag. Við erum hérna á leikskólanum Gefnarborg að vinna með heiðlóuna og við finnum ekki neins staðar hvað hún er lengi að fljúga milli Íslands og heitu landanna. Hafið þið svarið? Kær kveðja. Krakkarnir á Hálsakoti á Gefnarborg Garði. Vetrarstöðvar íslensku heiðlóu...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðatiltækið að vera komin á steypirinn?

Nafnorðið steypir „sá sem steypir, veltir um koll; barnsburður; heljarþröm“ er leitt af sögninni steypa „fella; hafa endaskipti á; varpa (sér), svipta völdum“. Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Haskólans er frá síðari hluta 16. aldar: Verøllden [ [...]] anar framm [ [...]] og giæter ecke ad fyrr enn hun er k...

category-iconJarðvísindi

Hvar eru upptök jökulhlaupa í Skaftá og hversu mikið vatn rennur yfirleitt í Skaftárhlaupum?

Skaftá er jökulá sem á upptök sín í Skaftárjökli. Reglulega verða hlaup í Skaftá og lesendum er bent á að lesa líka svar við spurningunni Hvað veldur jökulhlaupum og hvaða hætta stafar af þeim? eftir Tómas Jóhannesson. Jökulhlaup í Skaftá eiga uppruna sinn í tveimur ketilsigum sem kallast Skaftárkatlar. Sigin e...

category-iconEfnafræði

Plast er unnið úr olíu en er hægt að snúa þessu við og vinna olíu úr plasti?

Stutta svarið við þessari spurningu er einfaldlega já: Það er vel hægt að búa til olíu úr plasti. Úr einu kílói af plasti verður til um einn lítri af olíu. Flest plastefni eru búin til úr jarðolíu eða jarðgasi. Ekki þó öll því það eru líka til plastefni sem eru búin til úr endurnýjanlegum lífmassa, svo sem sell...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Geta flóðhestur og nashyrningur eignast afkvæmi saman?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hver er munurinn á flóðhestum og nashyrningum, eru þeir nógu líkir til að geta eignast afkvæmi? Í svari sama höfundar við spurningunni Hefur tveimur dýrategundum verið blandað saman? Ef svo er, hvaða tegundum? kemur fram að æxlun milli einstaklinga af ólíkum tegundum þekkist bæ...

category-iconVísindavefurinn

Hvernig er brugðist við athugasemdum á Vísindavefnum?

Vísindavefnum berast stundum athugasemdir við svör á vefnum, enda eru lesendur beinlínis hvattir til að senda tölvupóst eða koma skilaboðum á annan hátt til vefsins ef þeir sjá eitthvað sem þeim sýnist athugavert. Stundum snúast athugasemdirnar um smáatriði eins og stafavíxl, vitlaust ártal, ónákvæmni í meðferð ve...

Fleiri niðurstöður