Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3738 svör fundust

category-iconLæknisfræði

Af hverju heitir keisaraskurður þessu nafni?

Samkvæmt gömlum sögnum er nafnið keisaraskurður (e. cesarean/cesarian/caesarean section, cesarean; da. kejsersnit) komið til af því að hinn rómverski Júlíus Sesar var tekinn með slíkum skurði þegar hann fæddist. Vísbendingar eru þó um að móðir hans hafi enn verið á lífi þegar hann var fullorðinn. Þar sem nær ...

category-iconBókmenntir og listir

Hver skrifaði Kóraninn?

Múslímar telja að Kóraninn hafi vitrast Múhameð spámanni smám saman á 20 ára tímabili. Þá var Múhameð í leiðslu og Gabríel erkiengill birtist honum og opinberaði honum textann sem síðar varð að Kóraninum. Þegar Múhameð vaknaði úr leiðslunni fór hann með orðin sem honum höfðu vitrast. Sumir lærðu þau utanbókar e...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er Hallgrímskirkja há í metrum?

Turn Hallgrímskirkju er 74,5 metra hár. Kirkjan var reist á árunum 1945-86 til minningar um sálmaskáldið Hallgrím Pétursson (1614-1474) og er hún með hærri mannvirkjum á landinu. Hæsta mannvirki Íslands er 412 metra hátt mastur á Gufuskálum á Snæfellsnesi. Turn Hallgrímskirkju er 74,5 m hár. Arkitekt Hallgr...

category-iconHugvísindi

Hvað var tímaritið Eimreiðin gefið út lengi og um hvað fjallaði það?

Tímaritið Eimreiðin kom út í Kaupmannahöfn 1895-1918 og síðan í Reykjavík frá 1918-1975. Valtýr Guðmundsson (1860-1928) stofnaði tímaritið og ritstýrði því til 1918. Í Eimreiðinni voru birtar sögur, ljóð, greinar um bókmenntir og ýmis málefni. Í fyrsta tölublaði Eimreiðarinnar er meðal annars kvæðið „Braut...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Eru til manneskjur á plánetum í öðrum sólkerfum sem eru eins og við erum í útliti?

Þó ekki séu til staðfest dæmi um líf á öðrum hnöttum þá útiloka vísindamenn ekki að líf sé að finna utan jarðarinnar. Nánar má lesa um þetta í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Eru til staðfest dæmi þess að geimverur séu til? Þorsteinn hefur einnig svarað spurningunni Búa grænar geimverur á Mars?...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hversu hár var minnsti maður á Íslandi?

Í fróðlegu svari Árna V. Þórssonar við sömu spurningu kemur fram að ekki er vitað með vissu hversu hár minnsti maður Íslands er eða hefur verið. Hins vegar er lágvaxnasta fullorðna manneskjan sem vitað er um hollenska stúlkan Pauline Musters sem var kölluð Pálína prinsessa. Hún fæddist í Hollandi árið 1876 e...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Í hvaða landi urðu kettirnir til?

Heimiliskötturinn nefnist á fræðimáli Felis silvestris catus en til sömu tegundar teljast einnig evrópski villikötturinn (Felis silvestris silvestris) og afríski villikötturinn (Felis silvestris lybica). Þessar þrjár deilitegundir geta allar átt saman frjó afkvæmi. Afríski villikötturinn er talinn vera forfaðir...

category-iconLögfræði

Hvar get ég fengið upplýsingar um gömul dómsmál, og skiptir þá máli hvort höfðað var einkamál eða opinbert mál?

Í lýðræðissamfélagi þykir mikilvægt að almenningur hafi aðgang að dómum sem dómstólar kveða upp. Eru því allir dómar aðgengilegir almenningi. Hægt er að nálgast dóma hæstaréttar, allt frá stofnun hans, í dómasöfnum sem er að finna á helstu bókasöfnum landsins, til dæmis Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni. Á...

category-iconGátur og heilabrot

Gáta: Hvernig er björninn á litinn?

Haraldur víðförli var ferðalangur mikill og gat sagt stórbrotnar sögur af ferðalögum sínum og þeim ævintýralegu stöðum sem hann hafði heimsótt. Haraldur þessi hafði sérlega gaman að því að leggja fyrir fólk hinar ýmsu gátur og þrautir og hljómaði ein uppáhalds gátan hans svona: Einu sinni sem oftar var ég á fer...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðið frímerki?

Frímerki er tökuorð úr dönsku, en samsvarandi danskt orð er frimærke. Um miðja 19. öld var farið að ræða á þingi um að taka upp notkun frímerkja eins og í Danmörku. Í Tíðindum frá Alþíngi Íslendinga 1855 segir svo: „en eg held, að skoðun hans breyttist, ef hér væri innfærð „frímerki“, eins og í Danmörk“. Þarna er...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju er talað um að vera eldgamall?

Eld- í orðinu eldgamall er svokallaður herðandi forliður. Hann er notaður framan við lýsingarorð til þess að leggja áherslu á merkinguna. Annar slíkur forliður er til dæmis hund- í hundblautur, hundkaldur, hundgamall og hundfúll. Að baki forliðnum eld- liggur orðið eldur ‘bál, blossi’. Forliðurinn er einkum no...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað merkir hugtakið 'orðræða' sem ég hef tekið eftir í blaðagreinum að undanförnu?

Orðið orðræða merkir ‘tal, samræða, umræða’ og nær yfir máleiningu sem er stærri en setning. Þar getur verið um að ræða til dæmis fyrirlestur eða ræðu, hugleiðingar í töluðu máli eða rituðu og spjall eða samtal um eitthvert efni. Orðið er gamalt í málinu og þekkist þegar í fornu máli. Í málvísindum er orðræða n...

category-iconVísindi almennt

Er hægt að skipta um kennitölu?

Í stuttu máli, nei. Kennitala er 10 tölustafa auðkennisnúmer sem við notum til að auðkenna okkur í viðskiptum og samskiptum við hvert annað. Hver kennitala er því einstök. Þegar einstaklingi hefur verið úthlutuð kennitala fylgir hún honum um alla ævi. Undantekning á þessu getur verið ef einstaklingurinn hefu...

category-iconHugvísindi

Í flestum piparkökuuppskriftum er enginn pipar, nema kannski á hnífsoddi. Af hverju kallast kökurnar þá piparkökur?

Orðið piparkaka er tökuorð úr dönsku peberkage sem aftur hefur fengið orðið að láni úr þýsku Pfefferkuchen. Í Danmörku þekkjast piparkökur frá 15. öld en elsta dæmi Orðabókar Háskólans er frá 18. öld. Danska sögnin pebre ‘pipra’ merkti ekki einungis að setja pipar í mat heldur var notuð um hvers kyns sterkt k...

category-iconLögfræði

Mega hjón vera jörðuð í eina og sama duftkerinu?

Já, það er ekkert sem bannar að hjón séu deili duftkeri og það hefur verið gert í nokkur skipti. Ef þetta er ákveðið þá þarf að velja stærstu gerð af duftkeri. Duftker þess sem fyrr deyr er geymt í bálstofunni í Fossvogi. Þegar seinni aðilinn er brenndur, er aska hans sett í duftkerið sem síðan er jarðsett með ös...

Fleiri niðurstöður