Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 7130 svör fundust
Getið þið sagt mér frá ferðum Kólumbusar til Ameríku?
Hér er margs að gæta og ekki sama hvernig spurningin er orðuð. Ísland tilheyrir Evrópu landfræðilega þó að það sé ekki áfast við meginland hennar, eins og lesa má nánar um í svari Sigurðar Steinþórssonar og Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Er Ísland ekki á milli meginlandsflekanna og telst því hvorki til ...
Hefur glæpatíðni aukist á Íslandi undanfarin ár?
Þegar rætt er um glæpatíðni er átt við fjölda afbrota miðað við íbúafjölda, oftast mælt sem fjöldi skráðra brota á hverja 10.000 íbúa á ári. Þetta gerir okkur kleift að bera saman afbrotatölur milli ára og milli landa, og taka um leið tillit til þess að fólksfjöldi getur verið mjög ólíkur sem hefur áhrif á fjölda ...
Hvað er sólin stór?
Með þessu svari er einnig svarað spurningu Jóhanns Páls: Hvert er rúmmál sólarinnar? Sólin okkar er mjög dæmigerð stjarna að stærð og gerð, og er hún eins og aðrar stjörnur gríðarstór. Massi hennar er næstum þúsund sinnum meiri en samanlagður massi allra reikistjarna, tungla, smástirna, halastjarna og annar...
Af hverju eru páskarnir ekki alltaf á sama tíma?
Frumástæðan er sú að atburðirnir sem við tengjum páskum samkvæmt Nýja testamentinu eru þar miðaðir við samnefnda hátíð gyðinga. Í tímatali þeirra er hins vegar notað tunglár sem kallað er. Af því leiðir meðal annars að tiltekinn dagur í tilteknum mánuði getur færst fram og aftur um mánuð miðað við tímatal okkar. ...
Er til öflugri sprenging sem er hrundið af stað af mannavöldum en kjarnorkusprenging?
Svarið er nei; menn hafa ekki smíðað öflugra vopn en vetnissprengju og sem betur fer ekki fyrirsjáanlegt að þeir muni gera það í náinni framtíð. Kjarnorkan, nánar tiltekið kjarnasamruni, er líka langöflugasta orkulind sólkerfisins. Kjarnorkusprengjur eru í meginatriðum tvenns konar. Sprengjur sem byggjast á kja...
Af hverju fær maður höfuðverk?
Höfuðverkur er sennilega algengasta sjúkdómseinkenni sem við þekkjum. Oftast er hann fylgifiskur sjúkdóma eða sótthita og er einungis örsjaldan merki um alvarlegan sjúkdóm í höfði. Höfuðverkur getur stafað frá ýmsum líffærahlutum, utan höfuðkúpu sem innan. Hann getur átt uppruna sinn í vöðvum og liðum á hálsi, kin...
Hvort eru fleiri mínus- eða plústölur í talnakerfi okkar?
Fyrir hverja jákvæða tölu er alltaf hægt að finna eina neikvæða, nefnilega með því að setja mínus fyrir framan hana. Fyrir hverja neikvæða tölu má eins finna eina jákvæða, með því að taka mínusinn burt. Auk þess fær maður aldrei sömu neikvæðu töluna fyrir tvær mismunandi jákvæðar tölur og öfugt. Þannig er hægt að ...
Hvaða dýrategund er elst?
Út frá rannsóknum á steingervingum er sennilegt að tegund nokkur af fylkingu armfætlinga (brachiopoda), sem fengið hefur íslenska nafnið tyngla en nefnist á latínu lingula, sé sú tegund sem lengst hefur verið við lýði af núlifandi tegundum jarðarinnar. Tegund þessi hefur fundist í steingervingalögum frá kambríum t...
Er til lækning við dreyrasýki?
Dreyrasýki (hemophilia; blæðarar) er safnheiti um nokkra mismunandi alvarlega og sjaldgæfa sjúkdóma sem stafa af skorti á storkupróteinum eða skertri starfsemi þeirra. Algengastur er skortur á storkupróteini VIII (dreyrasýki A) og IX (dreyrasýki B). Sjúkdómarnir eru oftast ættlægir og stafa af stökkbreyttu ge...
Hvar finnast letidýr?
Letidýr tilheyra tveimur ættum spendýra, Bradypodidae (þrítæða letidýr) og Megalonychidae (tvítæða letidýr). Þessi dýr finnast einungis í Suður- og Mið-Ameríku. Upphaflega voru öll letidýr sett í fyrrnefndu ættina en nú er greint á milli þeirra tveggja, út frá táafjölda og öðrum atriðum, til dæmis fjölda hálsliða....
Hvað er það helsta sem einkennir spendýrin?
Það sem helst einkennir spendýr og greinir þau frá öðrum dýrum eru tvö atriði:Spendýr hafa svokallaða mjólkurkirtla (e. mammary glands) sem veitir afkvæmum þeirra næringu.Flest spendýr hafa loðinn feld sem veitir þeim skjól. Mörg spendýr hafa raunar tapað hárum sínum eftir því sem liðið hefur á þróunarsöguna. Þett...
Hvað er akrópólis og hvaða tilgangi þjónaði staðurinn hjá Grikkjum?
Hér er einnig að finna svar við spurningunni:Hvaða byggingar voru á Akrópólis í Aþenu og rústir hverra eru þar eftir?Gríska orðið pólis hefur verið þýtt á íslensku sem 'borgríki' og orðið akrópólis merkir 'háborg' og er notað um víggirtar hæðir forngrískra borga. Grískar borgir voru oft byggðar í hlíðum og frá ...
Þegar einhver drap einhvern á víkingatímanum var hann síðan oftast líflátinn. Hvernig var það gert?
Það sem við köllum ríkisvald var ekki sterkt á víkingaöld, til dæmis hér á Íslandi. Alþingi fór með löggjafarvald og einnig með dómsvald ásamt héraðsþingum. Valdið sem ríkisstjórnin fer með hér hjá okkur ásamt mörgum stofnunum ríkisins í umboði hennar nefnist framkvæmdavald og það var nánast ekki til hjá víkingum....
Hvað eru skriðdýr?
Skriðdýr er einn af fimm hópum hryggdýra. Hinir eru spendýr, fuglar, froskdýr og fiskar. Skriðdýr eiga margt sameiginlegt með öðrum hryggdýrum. Þróunarlega má skilgreina skriðdýr sem einhvers konar millistig milli froskdýra annars vegar og spendýra og fugla hins vegar enda þróuðust síðarnefndu hóparnir frá skriðd...
Hverjar eru helstu gerðir eldstöðva?
Í bók Þorleifs Einarssonar Myndun og mótun lands er að finna ágæta umfjöllun um flokkun íslenskra eldstöðva. Eldstöðvar eru þeir staðir á yfirborði jarðar þar sem bergkvika kemur upp og við endurtekin eldgos hlaðast þar upp eldfjöll. Þorleifur segir það einkum þrennt sem hafa þarf í huga við flokkun eldstöðva á...