Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 295 svör fundust

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvenær var farið að halda uppboð á Íslandi og hvernig þróuðust þau?

Því miður eru rannsóknir á sögu uppboða á Íslandi af skornum skammti og því er ekki hægt að svara spurningunni án þess að gera grein fyrir því að saga þeirra sé að miklu leyti gloppótt eins og staðan er í dag. Svarið tekur því mið af yfirstandandi rannsókn minni þar sem áhersla er lögð á opinber uppboð á persónule...

category-iconHagfræði

Hver vinnur tollastríð?

Tæki og tól leikjafræðinnar (e. game theory) eru oft notuð til að greina mögulegar niðurstöður hernaðarátaka. Tollastríð felur í sér valdbeitingu af hálfu þess sem byrjar og varnarviðbrögð þolanda, þó blóðsúthellingar séu fátíðar. Þess vegna má nota leikjafræði til að greina líklega niðurstöðu tollastríðs. Nær...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Er heilastofn og heilabörkur það sama? Ef ekki, hvað er þá heilabörkur?

Þegar fjallað er um heilann er venjan að skipta honum upp í nokkur svæði. Gjarnan er talað um framheila, miðheila og afturheila. Önnur svæðaskipting sem oft er notuð felur í sér að skipta heilanum í heilastofn (e. brain stem), milliheila (e. diencephalon), hvelaheila (e. cerebrum) og litla heila/hnykil (e. cerebe...

category-iconUmhverfismál

Hversu mörg lönd hafa samþykkt Kyoto-bókunina?

Á vef Loftslagsstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNFCCC) er að finna lista yfir þau lönd sem hafa staðfest Kyoto-bókunina. Í febrúar 2007 höfðu 169 ríki auk Evrópusambandsins staðfest bókunina. Þau lönd sem staðfest hafa Kyoto-bókunina eru merkt með grænum, gul eru þau lönd sem hafa skrifað undir og munu væntanlega ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvaða efni eru í lofthjúpi jarðar?

Lofthjúpur jarðar hefur tekið breytingum frá því að hann myndaðist fyrst. Um það er fjallað nánar í svari við spurningunni Hvernig varð lofthjúpurinn til? Í dag samanstendur lofthjúpur jarðar að mestu leyti af eldfjallagösum sem breyttust og þróuðust með lífi. Í þurru lofti, það er lofti sem inniheldur ekki vat...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur heitið á Grímsvötnum og Grímsfjalli?

Grímsvötn eru fyrst nefnd í heimildum 1598, í bréfi á latínu sem Ólafur Einarsson heyrari í Skálholti, síðar prestur í Kirkjubæ í Hróarstungu, skrifaði um Grímsvatnagosið 1598. Ekki er vitað um neinn mann að nafni Grímur sem Grímsvötn væru kennd við, en í Þjóðsögum Jóns Árnasonar eru Grímsvötn nefnd í sögunni ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvenær kom orðið stétt inn í íslensku?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvaðan og hvenær kom orðið stétt í íslenskuna - bæði í merkingunni gangstétt og stéttarvitund o.fl.? Orðið stétt þekktist þegar í fornu máli. Í fornmálsorðabók Johans Fritzners (1896:541–542) eru nefndar nokkrar merkingar. Far sem gangandi gerir með skrefum sínum, og er þar ví...

category-iconHugvísindi

Hver var fyrsti prentarinn á Íslandi?

Elsta kunna heimildin um prentun á íslensku er í „Rechnungsbuch der Sunte Annen Broderschop der Islandsfahrer in Hamburg“ fyrir árið 1530. Ekki er upphæðin há og Björn Þorsteinsson sagnfræðingur, sem rak augun í klausuna sagði: Af því að ekkert er getið um efni textans, þykir mér sennilegast, að hér sé um að ræða ...

category-iconLögfræði

Hvaða nöfnum má skíra börn og hvað má ekki skíra?

Á Íslandi eru í gildi lög um mannanöfn frá árinu 1996. Í þeim kemur meðal annars fram að skylt er að gefa barni nafn innan sex mánaða frá fæðingu þess. Sé það ekki gert er hægt að leggja 1.000 kr. dagsektir á forsjármenn þangað til barnið hefur fengið nafn. Samkvæmt lögunum er fullt nafn einstaklings eiginnaf...

category-iconLögfræði

Byggir þingræðisreglan (um að ráðherra þurfi stuðning meirihluta Alþingis) á einhverjum lögum?

Upphaflega var spurningin svona: Byggir þingræðisreglan um að ráðherra þurfi stuðning meirihluta Alþingis til þess að starfa sem ráðherra á einhverjum lögum? Þingræðisreglan svokallaða felur í sér að meirihluti Alþingis þurfi að styðja eða að minnsta kosti sætta sig við ráðherra í embætti. Reglan er stjórnskipun...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er snælína og er hægt að búa ofan hennar?

Í Jarðfræði. Saga bergs og lands (1968, bls. 154) skrifar Þorleifur Einarsson: Jöklar verða til, þar sem meiri snjór safnast fyrir árlega en regn og sumarhlýindi ná að leysa. Sá snjór, sem eftir verður af snjómagni hvers árs, nefnist snjófyrningar. Mörk milli snjófyrningasvæða og auðra svæða nefnast snælína, og ...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hver var Gissur jarl Þorvaldsson og hvaða hlutverki gegndi hann á Sturlungaöld?

Gissur Þorvaldsson var höfðingjasonur í Árnesþingi, áttundi maður í beinan karllegg frá Ketilbirni gamla Ketilssyni, landnámsmanni á Mosfelli í Grímsnesi, sjötti maður frá Gissuri hvíta, forystumanni að kristnitöku Íslendinga, fimmti maður frá Ísleifi Gissurarsyni biskupi í Skálholti. Í móðurætt var Gissur sonur Þ...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvar var Leopold von Ranke og hvert var hans framlag til sagnfræðinnar?

Árið 1810 var stofnaður háskóli í Berlínarborg. Hann var liður í framsókn þýskrar menningar í Prússlandi, sem hafði Berlín að höfuðborg, framsókn sem var meðal annars knúin af særðum metnaði eftir að her Napóleons Frakkakeisara hafði vaðið yfir landið á fyrsta áratug aldarinnar. Berlínarháskóli varð þekktur fyrir ...

category-iconBókmenntir og listir

Hverjar voru systur jólasveinanna og hvað er vitað um þær?

Börnum þjóðsagnaverunnar Grýlu er iðulega skipt í tvo flokka. Í öðrum flokknum eru jólasveinarnir og í hinum önnur börn Grýlu. Spurningunni er þess vegna hægt að svara með því að tiltaka þau nöfn jólasveina sem vísa til kvenkynsfyrirbæra og með því að birta stúlkunöfn Grýlubarna. Höfundi þessa svars finnst lík...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvenær er skerpla og af hverju ber mánuðurinn það nafn?

Skerpla er nafn á öðrum mánuði í sumri. Hún tekur við af hörpu og hefst laugardaginn í 5. viku sumars, milli 19. og 25. maí. Skerpla er annar mánuður í sumri en skerpla vísar líklegast til lítils gróðurs að vori. Á þessum fallega degi í byrjun skerplu árið 2007 var þó enn snjór á Flateyri. Nafnið er ekki mjög...

Fleiri niðurstöður