Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1312 svör fundust
Hvaða rannsóknir hafa verið gerðar á gagnsemi lyfsins ivermectin við COVID-19 og hvað hafa þær leitt í ljós?
Í svari á Vísindavefnum við spurningunni Gæti gamalt lyf við sníkjudýrum gagnast gegn COVID-19? er fjallað á almennan hátt um ætlaða gagnsemi lyfsins ivermectin við COVID-19. Lesendum er bent á að lesa það svar einnig. Hér verður farið nánar út í þær rannsóknir sem gerðar hafa verið til þessa á ivermerctin og COVI...
Hvernig notar maður formalín til að hreinsa bein?
Í upphafi þessa svars er rétt að taka fram að formalín er ekki notað til að hreinsa bein. Formalín er notað til þess að varðveita líkamsvefi í sýnum og við líksmurningu eða sem lausn til sótthreinsunar. Ástæðan fyrir þessari notkun formalíns er sú að það hefur bakteríudrepandi áhrif. Því er hægt að varðveita líkam...
Af hverju kallast fræðigreinin sálfræði þessu nafni?
Sálfræði á sér langa sögu á Vesturlöndum en orðið sálfræði er þó ekki svo ýkja gamalt. Aristóteles skrifaði ritið Um sálina um 350 f.Kr. Sálfræðilegar athuganir er líka að finna í Biblíunni, bæði í Gamla og Nýja testamentinu (Macnamara, 1999) og í ritum Ágústínusar (til dæmis í Játningum hans frá um 400 e.Kr.). Þá...
Eru til margar séríslenskar tegundir af köngulóm sem hafa þróast hér?
Öll spurningin hljóðaði svona: Sæl verið þið. Við strákurinn minn vorum að lesa að á Íslandi eru 80 tegundir af kóngulóm! En hvernig komust þær til Íslands? Og eru þær kannski margar séríslensk tegund, þróaðar út frá fáum tegundum sem tókst einhvern veginn að koma hingað? Þetta er frábær spurning sem tilhey...
Hvað er vetnisperoxíð, í hvað er það helst notað og hvar er hægt að nálgast það?
Vetnisperoxíð (H2O2) er myndað úr einni peroxíðsameind (O22-) og tveimur vetnisatómum (sjá mynd). Mynd 1. Vetnisperoxíð er myndað úr einni peroxíðsameind og tveimur vetnisatómum. Vetnisperoxíð er þykkur litlaus vökvi sem leysist vel upp í vatni vegna þess hversu skautuð sameindin er. Það flokkast sem veik sý...
Hvernig er lesblinda greind?
Upphaflega spurningin var svohljóðandi: Hvernig er lesblinda greind? Hvenær var byrjað að greina lesblindu hér á Íslandi? Og hve gömul eru börn þegar það er hægt að greina þau? Fjöldi lesblindra eða lesraskaðra nemenda er mjög á reiki. Nýlegar rannsóknir frá Bandaríkjunum benda til þess að helstu ástæðu þess sé ...
Hvar í heilanum er meðvitundin?
Þegar spurt er hvar meðvitundin sé í heilanum þarf að skilgreina hvað átt sé við með hugtakinu sjálfu. Heimspekingar greina gjarnan á milli skynvitundar (e. phenomenal consciousness) og aðgangsvitundar (e. access consciousness). Með skynvitund er átt við huglæga upplifun hvers og eins. Það hefur reynst mönnum ...
Er til sjúkdómur sem veldur því að maður sér aðeins í svarthvítu?
Já, að minnsta kosti er til fólk sem getur aðeins greint á milli mismunandi birtustigs en ekki á milli lita. Slíka allitblindu (e. monochromacy) má yfirleitt rekja til galla í gerð augans eða bilunar í heilastöðvum sem sjá um litaskynjun. Venjulegt mannsauga inniheldur tvær gerðir ljósnema: Keilur og stafi. Í ...
Hversu mikið ræktarland þarf í einar gallabuxur?
Upprunalega spurningin var: Hvað þarf mikið landssvæði af bómull til að búa til einar gallabuxur? Efnið í gallabuxum er bómull. Bómullarplantan er ræktuð víða um heim en stærstu bómullarframleiðendurnir eru Kína, Indland, Bandaríkin, Pakistan og Brasilía. Skilyrði til ræktunar eru afar mismunandi, ekki bara á m...
Hvað eru ágengar framandi dýrategundir?
Nokkrar dýrategundir hafa verið skilgreindar sem ágengar á Íslandi, en ágeng tegund er sú sem hefur neikvæð áhrif á aðrar tegundir í viðtekinni náttúru. Minkur (Mustela vison) er eina spendýrið sem til þessa hefur verið skilgreint sem ágeng dýrategund á Íslandi. Ameríski minkurinn er vinsælt loðdýr og feldurinn...
Hvað eru til margar refategundir í heiminum?
Til eru tuttugu og þrjár tegundir refa í heiminum sem flokkaðar eru í fimm ættkvíslir. Tegundaríkasta ættkvíslin nefnist vulpes, innan hennar eru 12 tegundir. Meðal þeirra er rauðrefurinn (Vulpes vulpes) sem lifir á víðlendum svæðum í Evrasíu og Norður-Ameríku og mun vera útbreiddastur allra refa. Önnur tegund inn...
Hver er besta leiðin til að fá „six pack“?
Margir lesendur Vísindavefsins hafa spurt um kviðvöðvann, sem oft er vísað til með ensku orðunum „six pack“ en kallast á íslensku kviðbeinn. Hér er öllum þessum spurningum svarað lið fyrir lið. Félagi minn er ekki með six pack, hann er með eight pack. Er það eðlilegt? Já, það er eðlilegt. Enska orðið „six pa...
Hvar á Íslandi finnst skógarmítill aðallega?
Skógarmítill er blóðsuga á spendýrum sem heldur sig í gróðri, einkum í skógarbotnum. Þegar hann vantar blóð skríður hann upp í gróðurinn og krækir sig við blóðgjafa á leið um hann, sem er oftast meðalstórt og stórt spendýr, til dæmis hjartardýr eða sauðkind. Ungviði leggst á lítil spendýr, skriðdýr og jarðbundna f...
Hversu mörg eru öll dýr heimsins?
Ef átt er við tegundafjölda þá er því til að svara að þekktar eru 1,5 milljónir dýrategunda í heiminum um þessar mundir. Gera má ráð fyrir að flestar tegundir stærri dýra séu þekktar. Áætlanir benda til að heildarfjöldi tegunda geti verið milli 10 og 80 milljónir. Skordýrafræðingurinn Terry Erwin safnaði li...
Hvað ræður því hversu mikið tog bílvél hefur?
Tog vélar ræðst fyrst og fremst af því hve miklu eldsneyti er hægt að brenna í hverri sprengingu. Þannig ræðst togið fyrst og fremst af slagrúmtaki vélarinnar. Þjapphlutfall vélarinnar er næststærsti áhrifavaldurinn, vegna áhrifa þess á varmafræðilega nýtni vélarinnar. Rita má jöfnu um tog fjórgengisvélar vélar...