Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 4346 svör fundust

category-iconFöstudagssvar

Éta ísbirnir mörgæsir?

Stutta svarið er nei; villtir ísbirnir éta ekki mörgæsir úti í náttúrunni. Mörgæsum datt nefnilega það snjallræði í hug að koma sér fyrir á suðurhveli, einkum allra syðst, en ísbirnir eru hins vegar fastir á norðurheimskautssvæðinu og ná ekki einu sinni til Íslands með fasta búsetu þó að þeir slæðist hingað einsta...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Getum við lifað á Mars?

Eins og staðan er í dag geta menn ekki lifað á Mars og fátt sem bendir til þess að það muni breytast í fyrirsjáanlegri framtíð. Við komumst ekki af án súrefnis en í lofthjúp Mars er ekki að finna það súrefni sem þarf til þess að menn geti þrifist. Í svari Ögmundar Jónssonar við spurningunni Hvernig er lofthjú...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða sprakki er þetta þegar forsprakki er nefndur til sögunnar?

Upprunalega spurningin var: Hvers konar fyrirbæri er sprakki? Og ef til er eitthvað sem heitir forsprakki, liggur þá ekki beint við að álykta að einhvern tíma hafi verið til baksprakki? Orðið sprakki er einkum notað eitt sér í skáldamáli um röskleikakonu, kvenskörung. Í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig á að bera í bætifláka?

Upphaflega spurningin hljómaði svona: Orðatiltækið að bera í bætifláka. Er það komið úr jarðrækt og er bætiflákinn til sem sjálfstæð eining eða er það fláki sem verður bætifláki þegar einhver tekur að sér að bæta helgidaga í reit sem einhver hefur borið illa á? Í seðlasöfnum Orðabókar Háskólans er elsta heim...

category-iconHeimspeki

Hvað þarf maður að gera til að lífa góðu lífi?

Fjölmargir heimspekingar hafa leitast við að finna svör við þessari spurningu sem óneitanlega tengist mjög hamingjunni, ánægjunni og tilgangi lífsins. Forngrískir heimspekingar ætluðu siðfræðinni það hlutverk að svara því hvernig best væri að lifa vel. Að lifa vel má til dæmis skilja með orðunum að vera hamingjusa...

category-iconHugvísindi

Hvað er víkingaöld?

Eins og fram kemur í svari Orra Vésteinssonar við spurningunni Hvar hafa leifar um víkinga varðveist? þá er víkingaöld tímabilið frá 793/800 til 1050/1066/1100 e.Kr. Í svari Orra segir enn fremur að víkingaöldin hafi í fyrstu einkennst af:ránsferðum og strandhöggi norrænna manna við Eystrasalt, á Bretlandseyju...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig er málfræðilega réttast að hlakka til?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hafa reglur um sögnina að hlakka til breyst í tímanna rás. Var t.d. einhvern tímann rétt að segja "mig hlakkar til"?Sögnin að hlakka hefur allt frá fornu máli verið notuð í fleiri en einni merkingu. Í fyrsta lagi um garg eða gjall í ránfugli, örninn hlakkar yfir bráðinni. Í ...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað er áfallastreita, hvernig fá menn hana og geta geðraskanir fylgt henni?

Talað er um áfallastreitu þegar manneskja hefur orðið fyrir skelfilegri lífsreynslu, svo sem líkamsárás eða nauðgun, og sýnir viðbrögð eins og hjálparleysi, ótta eða hrylling. Áfallastreitan líður síðan oftast hjá og er ekki flokkuð sem geðröskun. Áfallastreituröskun (e. post-traumatic stress disorder, PTSD) f...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað veldur tíðaverkjum og af hverju geta þeir verið svona sársaukafullir?

Nær allar konur finna einhvern tímann á ævinni fyrir verkjum í tengslum við blæðingar, svokölluðum tíðaverkjum eða tíðaþrautum (e. dysmenorrhea, menstrual cramps). Um eða yfir helmingur kvenna finnur reglulega fyrir tíðaverkjum og um 10-15% kvenna finna fyrir mjög slæmum verkjum, jafnvel þannig að það raskar dag...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru eða hafa einhvern tímann verið til svartir ísbirnir?

Einu svörtu ísbirnirnir (Ursus maritimus) sem höfundi er kunnugt um, voru á viðvörunarskiltum á Svalbarða. Samkvæmt nýjustu fréttum eru þeir ísbirnir meira að segja orðnir hvítir! Eftir rannsóknum að dæma greindust ísbirnir frá brúnbjörnum (skógarbjörnum, Ursus arctos) fyrir rúmlega 100 þúsund árum á ísöld (ple...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig kveða menn í kútinn?

Orðasambandið að kveða einhvern í kútinn er notað um að sigra einhvern í að kveðast á en einnig um að sigra einhvern í deilu og að þagga eitthvað niður. Merkingin ‛kveðast á’ er líklegast sú upprunalega. Í ritinu Breiðdælu (sjá Ritmálssafn Orðabókar Háskólans) stendur þessi texti:Þá átti sá, er hafði betur, ...

category-iconHugvísindi

Hvaða mánaðar- og vikudaga, nákvæmlega, var Alþingi Íslendinga sett árin 999, 1000 og 1001?

Samkvæmt Íslendingabók Ara fróða var ákveðið á Alþingi árið áður en kristni var lögtekin, „að menn skyldi svo koma til alþingis, er tíu vikur væri af sumri, en þangað til komu viku fyrr.“ Þetta kemur heim við lögbókina Grágás, sem var auðvitað skráð eftir að þessi breyting var gerð. Í Þingskapaþætti hennar segir: ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er vitað hversu mikil áhrif keltneska hafði á íslensku á landnámstímanum. Eru til dæmis einhver tökuorð úr keltnesku algeng í daglegu máli?

Áhrif keltnesku á íslensku í upphafi Íslands byggðar eru einkum á sviði tökuorða, mannanafna og örnefna. Merkasta rannsóknin á þessu sviði er verk Helga Guðmundssonar, Um haf innan, sem kom út hjá Háskólaútgáfunni 1997. Undirtitill bókarinnar er Vestrænir menn og íslenzk menning á miðöldum. Á blaðsíðum 127-160 er ...

category-iconHeimspeki

Talað er um að við notum lítið af heilanum, hvernig væru vitsmunir okkar ef við nýttum hann allan?

Það er rétt hjá spyrjanda að því er oft haldið fram að maðurinn noti í raun lítið af heilanum. Í svari á Vísindavefnum við spurningunni Er geymslurými heilans óendanlegt? kemur til dæmis fram að fjöldi mögulegra tenginga í heilafrumum er slíkur að þó að við nýttum aðeins 1% þeirra til að muna eitthvað, þá er fjöld...

category-iconSálfræði

Hvernig getum við hugsað?

Til þess að svara þessari spurningu þarf ég að hugsa mig aðeins um. Alveg eins og spyrjandinn hugsaði eitthvað áður en hann spurði spurningarinnar. Það ætti þess vegna að vera nokkuð ljóst að það vefst ekkert fyrir fólki að hugsa. Það er hins vegar öllu erfiðara að útskýra hvernig við förum að því. Segulsneiðmy...

Fleiri niðurstöður