Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1007 svör fundust

category-iconLögfræði

Er löglegt að prenta íslenska málshætti á boli til að selja?

Svarið við þessari spurningu fer eftir því hvaða skilningur er lagður í hugtakið málsháttur. Fólki er almennt heimilt að prenta það sem það vill á boli og selja þá, nema textinn sé varinn einhverskonar hugverkarétti. Spyrjanda væri til að mynda óhætt að prenta máltækið „sjaldan fellur eplið langt frá eikinni“ á...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju kallast bilið sem myndast milli framtannanna í efra gómi „frekjuskarð“?

Frekjuskarð er skarð milli framtanna í efra gómi. Það er líka nefnt skáldaskarð en skáldaskarð er þó oftar haft um hökuskarð. Hvaðan þessi heiti eru runnin er óvíst. Sú trú hefur fylgt hökuskarði að sá sem þannig fæðist verði skáldmæltur. Þangað er sótt orðið skáldaskarð. Hugsanlegt er að einhver ónafngreindu...

category-iconLandafræði

Af hverju heitir fjallið Tindastóll þessu nafni?

Ekki er alveg ljóst hvaðan nafnið á fjallinu Tindastól í Skagafirði (995 m) norðan við Sauðárkrók er komið. Hár strýtumyndaður klettur í landi Alviðru í Ölfusi heitir líka Tindastóll. Orðið stóll er í öðrum fjallsnöfnum eins og Stóll sem er á milli Svarfaðardals og Skíðadals í Eyjafirði. Sauðárkrókur og Tind...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru tíkur oftast með marga spena?

Eitt helsta einkenni spendýra er að ungviðið er alið á mjólk sem drukkin er úr spenum. Nefdýr eru reyndar undantekning þar sem kvendýrin hafa ekki spena heldur er op mjólkurkirtlanna við þykk hár sem ungviðið sýgur. Fjöldi spena er afar mismunandi á milli tegunda en er gjarnan nokkuð nálægt þeim meðalfjölda afkvæm...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvers vegna eru leðurblökur svona miklir smitberar?

Nýjir smitsjúkdómar sem reglulega koma fram í mönnum orsakast flestir af veirum sem berast úr dýrum í menn. Slíkar veirur hafa sérstakt fræðiheiti og kallast súnuveirur (e. zoonotic viruses). Mesta hættan á súnuveirusmiti er talin vera frá leðurblökum, þar á eftir koma prímatar, hófdýr og síðan nagdýr.[1] Nokkr...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað eru erfðaorð?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvernig er hugtakið erfðaorð skilgreint? Eru öll orð sem landnámsmenn notuðu erfðaorð eða hvað er átt við með hugtakinu? Voru engin tökuorð í málinu þá? Með hugtakinu erfðaorð er átt við orð sem hafa verið í málinu frá upphafi og eiga sér norrænar rætur, það er hægt er að rekj...

category-iconFornleifafræði

Ég fann bein í jörðu, hvernig veit ég hvort það er bein úr manni eða dýri?

Þegar maður finnur bein í jörðu eða á víðavangi á Íslandi er langalgengast að um sé að ræða bein úr kindum. Þó koma líka ýmis önnur dýr til greina og það er alls ekki útilokað að rekast á mannabein sem gætu þá til dæmis verið úr gömlum kirkjugarði eða kumli frá víkingaöld. Ef um mannabein er að ræða þarf að tilkyn...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvenær byrjuðu Íslendingar að drekka kaffi?

Elsta þekkta heimild um kaffi á Íslandi er bréf sem Lárus Gottrup lögmaður á Þingeyrum skrifaði Árna Magnússyni prófessor og handritasafnara 16. nóvember 1703. Þeir höfðu talað saman á alþingi um sumarið og Árni borið sig illa undan því að gleymst hafði að senda honum kaffi með vorskipum frá Kaupmannahöfn. Til þes...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvernig var lífið í gamla daga?

Upprunalega spurningin hljóðaði svo:Hvernig var lífið hjá sveitafólki og þrælum á Íslandi í gamla daga? Einfalda svarið er auðvitað: ömurlegt. Í húsum var í besta lagi hálfdimmt – ekkert rafmagn – og oft kalt – engin hitaveita. Hvorki voru vatnssalerni né böð í húsum fólks og koppar undir rúmum svo að stundum h...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Getur einstaklingur vitað hvort hann er Gyðingur með því að taka próf?

Öll spurningin hljóðaði svona: Getur einstaklingur vitað hvort hann er Gyðingur með því að taka próf? Og þá hvar. Spurningin fjallar um uppruna einstaklings. Ímyndum okkur Jón Strand, sem rekur á fjörur en man ekkert um sitt fyrra líf. „Hver er ég og hvaðan kom ég“, væru eðlilegar fyrstu spurningar Jóns. Ha...

category-iconLífvísindi: almennt

Er vitað hvaðan spænska veikin kom?

Mannkynið hefur þurft að glíma við sex heimsfaraldra frá upphafi 20. aldar. Hugtakið heimsfaraldur er notað þegar faraldur smitsjúkdóms hefur náð sjálfstæðri dreifingu um heim allan. Tvennt eiga allir þessir heimsfaraldrar sameiginlegt: Þeir eru allir vegna veirusýkinga og bárust allir til manna úr dýrum og eru þe...

category-iconNæringarfræði

Hver fann upp kokteilsósuna?

Vísindavefnum hafa borist allnokkrar spurningar um kokteilsósu og er eftirfarandi spurningum svarað hér: Oft er haldið því fram að gamla góða kokteilsósan sé íslensk „uppfinning“, en er það rétt? Hvað geturðu sagt mér um kokteilsósu? Hvaðan er hún upprunalega og hvaðan kemur nafnið o.s.frv.? Hvað er kokteilsósa...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju er hor í nefinu?

Hor er samheiti yfir það slím er frá nefinu kemur. Slímið verður til bæði í kirtlum sem liggja undir slímhúðinni í nefinu og opnast út á yfirborð hennar og í svokölluðum bikarfrumum sem eru sérstakar frumur í slímhúðinni. Slímið eða horið er okkur nauðsynlegt þar sem það gegnir mikilvægu hreinsunar- og varnars...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers konar glóð er átt við þegar við fáum glóðarauga?

Orðið glóðarauga er sett saman úr orðunum glóð ‘eldur sem hefur læst sig gegnum eldsneyti en bálar ekki eða skíðlogar’ og auga. Glóðarauga fær merkingu sína ‘auga marið eða blóðhlaupið eftir högg’ vegna litarins sem þykir minna á glóð í eldstæði sem kemur fram í ýmsum litarafbrigðum eins og mar í kringum auga. ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvaðan fær Keflavík nafn sitt?

Nafnið Keflavík er vafalítið dregið af orðinu kefli í merkingunni ‚rekaviðarbútur‘. Allir kannast við Keflavík sem nafn á þéttbýli á Reykjanesi en Keflavíkur eru víðar á landinu, ein á Hellissandi á Snæfellsnesi, önnur vestan við Rauðasand í Vestur-Barðastrandarsýslu, þriðja við Galtarvita í Vestur-Ísafjarðars...

Fleiri niðurstöður