Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2372 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er 0%1?

Spurninguna má ef til vill skilja á tvennan hátt. Verið getur að spyrjandi vilji vita hvað sé 0 prósent af 1, og þá er svarið 0. Orðið 'prósent' þýðir bókstaflega 'af hundraði' og segir þannig til um hversu marga hundraðshluta maður hefur af tiltekinni heild (í þessu tilfelli er heildin 1). 0 prósent merkja því að...

category-iconHeimspeki

Hvað eru mörg rétt svör til við þessari spurningu?

Hver er spurningin? Hún er hversu mörg rétt svör séu til við ákveðinni spurningu. Nú er spurning ekkert annað en áskorun um að veita ákveðnar upplýsingar, samanber svar við Er þetta spurning?. Í þessu tilviki eru hugsanleg svör: "Til er ekkert svar", "Til er nákvæmlega eitt svar", "Til eru nákvæmlega tvö svör", o....

category-iconHugvísindi

Hvers konar tónlist var spiluð á Íslandi á 16. og 17. öld? Hvaða hljóðfæri voru til á þessum tíma?

Áður en þessari spurningu er svarað er rétt að gera grein fyrir því að tónlistarrannsóknir á Íslandi eru á frumstigi og verður því svarið við þessari spurningu gefið með fyrirvara um að nánari upplýsingar eigi eftir að koma fram síðar. Fáum sögum segir af hljóðfæraleik á Íslandi til forna. Eitt er víst að heimi...

category-iconHugvísindi

Hvernig var daglegt líf almúgafólks á miðöldum?

Svarið við þessari spurningu gæti fyllt margar bækur og yrði þó aldrei tæmandi. Því er líklega best að umorða spurninguna dálítið og spyrja hvað var ólíkast með lífi almúgafólks á miðöldum og lífi fólks hér og nú. Og þá er best að hugsa um lífið eins og það var nær hvar sem var í Evrópu, að Íslandi meðtöldu. Me...

category-iconJarðvísindi

Af hverju er Vatnajökull ekki á Norðurlandi?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Þar sem meðalhiti frá miðbaugi lækkar í átt að norðurpólnum má búast við að stærsti jökull Íslands sé á Norður-Íslandi en Vatnajökull er á Suður-Íslandi. Hver er skýringin á þessu? Jöklar myndast þar sem veðurfar er slíkt árum saman, að snjóa setur meir að vetri en nær að l...

category-iconStærðfræði

Af hverju er sagt að 1+1=2 ef það er búið að sanna að það sé 1?

Svo virðist sem spurningin vísi í svarið sem við vorum að birta í morgun þar sem gefið var dæmi um "sönnun" á því að 1 = 2. En þetta er að sjálfsögðu ekki raunveruleg sönnun og getur því ekki orðið grundvöllur frjórrar framhaldsumræðu. Þeir lesendur sem halda að við höfum verið að sýna rétta sönnun ættu að lesa sv...

category-iconHeimspeki

Hvað er þetta?

Orðið þetta er ábendingarfornafn. Tilgangur þess er að benda á hlut eða fyrirbæri og merkingin hverju sinni ræðst af samhenginu. Eins og orðið núna sem fjallað er nánar um í þessu svari er orðið þetta svokallað ábendingarorð. Merking ábendingarorða ræðst af samhengi og aðstæðum hverju sinni. Ef ég segi "Sjáðu þ...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Af hverju kemur vetur?

Veturinn kemur af því að möndull jarðar er ekki hornréttur á brautarsléttu hennar. Hins vegar vísar hann alltaf í sömu stefnu í geimnum. Þess vegna snýr norðurpóll og norðurhvel jarðar stundum frá sól, mest á vetrarsólhvörfum. Þá er vetur vegna þess að minna sólarljós fellur á hverja flatareiningu heldur en á su...

category-iconFélagsvísindi

Hvernig er hægt að reikna út afföll á húsbréfum út frá tölum um ávöxtunarkröfu?

Svarið við þessari spurningu kemur fram í bókinni Verðbréf og áhætta sem gefin var út af VÍB og sem er að finna á rafrænu formi á vefsetri VÍB. Við birtum svarið hér með góðfúslegu leyfi VÍB. Reiknireglan fyrir gengi húsbréfa er þessi (smellið á mynd til að fá stærri útgáfu af henni): Hér má svo sjá dæmi u...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er 826492640936494683648564845383565 prímtala?

Við ætlum nú ekki að leggja fyrir okkur að svara svona spurningum yfirleitt, enda mundi þá mörgum lesendum fara að leiðast þófið. Við bendum lesendum okkar í staðinn á sérstök vefsetur á veraldarvefnum þar sem fjallað er rækilega um prímtölur og ýmsar aðferðir kringum þær. Við bentum á eitt slíkt vefsetur um dagi...

category-iconHeimspeki

Hver var Anaxagóras og hvað er merkilegt sem hann sagði eða gerði?

Anaxagóras (500 – 428 f. Kr.) var grískur heimspekingur frá borginni Klazomenæ í Jóníu í Litlu-Asíu. Hann var auðugur maður en gaf ættingjum sínum eigur sínar og helgaði sig heimspekinni í staðinn. Um miðbik 5. aldar f. Kr. fluttist Anaxagóras til Aþenu þar sem hann bjó og starfaði í um tvo eða þrjá áratugi. Hann ...

category-iconFöstudagssvar

Hvernig kemur maður konunni sinni í gott skap?

Þetta er góð og mikilvæg spurning sem margir hafa glímt við árum saman án þess að verða nokkurs vísari. Hún hefur vakið miklar umræður í ritstjórn en niðurstaðan birtist nú eftir 8 mánaða meðgöngu. Meginatriðið er náttúrlega að byrja á því að gera sér ljóst að það er ekki til neitt almennt svar við þessu því a...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvernig er líklegt að gróðurfar verði á Íslandi í lok aldarinnar?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Ég er náttúrufræðikennari á unglingastigi. Ég velti fyrir mér breytingum vegna loftslagsbreytinga. Hvernig er líklegt að hitastig og gróðurfar verði á Íslandi í lok aldarinnar? Þetta er mjög áhugaverð spurning en svarið er ekki einfalt. Gróðurfar skiptir okkur miklu enda er gró...

category-iconVísindavefurinn

Af hverju gerið þið á Vísindavefnum svona löng svör við mjög einföldum spurningum?

Það er að ýmsu að huga þegar þessari spurningu er svarað. Í fyrsta lagi 'hvað eru einfaldar spurningar?' Spurningar sem virðast einfaldar leyna oft á sér og eru í raun frekar flóknar. Hér er til dæmis ein einföld:Hver er ég?Einfalda svarið við henni væri:Þú ert þú.En við erum sennilega litlu nær og stutt svar við ...

category-iconHugvísindi

Hvað er best að læra ef maður stefnir á fornleifafræðinám?

Fornleifafræði er mjög þverfagleg grein sem byggir á aðferðum hugvísinda, raunvísinda og félagsvísinda. Fornleifafræði lætur sér fátt mannlegt og náttúrulegt óviðkomandi og því má segja að sem mest af öllu sé bestur undirbúningur undir nám í fornleifafræði. Fornleifafræðingar starfa þó að mjög ólíkum verkefnum ...

Fleiri niðurstöður