Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvaðan kemur orðið sígauni og hver er merkingin í sí- og -gauni?
Orðið sígauni er talið tökuorð úr dönsku. Í verkinu Den danske ordbog segir að orðið sé fengið að láni úr þýsku Zigeuner en að öðru leyti sé uppruni sagður ókunnur. Í sögulegu dönsku orðabókinni Ordbog over det danske sprog er tekið fram að orðið sé slavneskt en uppruni annars óþekktur. Báðar þessar bækur má finn...
Hver er uppruni orðsins agúrka í íslensku?
Agúrka er ávöxtur gúrkuplöntunnar (Cucumis sativus). Orðið er tökuorð í íslensku úr dönsku agurk sem annaðhvort er fengið úr hollensku eða lágþýsku agurk, augurk, pólsku ogórek en þangað er orðið komið úr síðgrísku angoúrion ‘vatnsmelóna’ sem fengið er úr persnesku angõrah ‘vatnsmelóna’. Annar möguleiki er að orði...
Er til orð um það þegar sól og tungl sjást bæði á himni?
Í heild sinni hljóðaði spurningin svona: Þegar ég var í menntaskóla er ég alveg viss um að íslenskukennarinn sagði að það væri til orð um það þegar sól og tungl sæjust bæði á himni. Ég get ekki munað orðið og enginn kannast við það. Kannist þið við þetta orð? Ég hef spurst víða fyrir um orðið sem spurt var um ...
Er til öflugri sprenging sem er hrundið af stað af mannavöldum en kjarnorkusprenging?
Svarið er nei; menn hafa ekki smíðað öflugra vopn en vetnissprengju og sem betur fer ekki fyrirsjáanlegt að þeir muni gera það í náinni framtíð. Kjarnorkan, nánar tiltekið kjarnasamruni, er líka langöflugasta orkulind sólkerfisins. Kjarnorkusprengjur eru í meginatriðum tvenns konar. Sprengjur sem byggjast á kja...
Er hægt að laga skemmd í geisladiski?
Við lestur geisladiska er lýst með leysigeisla á spíralferil á disknum sem inniheldur mislangar holur. Endurskinið frá holunum er táknað sem bitar. Holurnar eru á bakvið rúmlega 1mm þykkt glært plast, sem leysigeislinn þarf að lýsa í gegnum. Endurskinið frá spíralferlinum fer einnig í gegnum plastið til ljósnema. ...
Hvað er sakramenti, hver eru þau og hver fann þau upp?
Orðið sakramenti er latneskt og þýðir „leyndardómur” eða „helgur dómur”. Í kirkjunni er orðið notað um ákveðnar athafnir og hefur sakramenti verið skýrgreint á þennan hátt: Sakramenti er heilög athöfn, sem Kristur stofnsetti sjálfur, þar sem hann veitir ósýnilegum, himneskum náðargjöfum gegnum sýnilegt, jarð...
Hvað merkir örnefnið ‘Smjörbítill’ og hvaðan kemur orðið ‘bítill’?
Spurningin var í heild sinni svona: Á Hólssandi ekki langt frá Dettifossi er merkt á landakort örnefnið ‘Smjörbítill’. Hvað er smjörbítill og hvað merkir orðið ‘bítill’? Smjörbítill er lítt þekkt orð í íslensku. Í Íslenskum þjóðsögum Jóns Árnasonar er í sögunni af Fóu feykirófu sagt frá syni kerlingar einnar. H...
Hvers vegna heitir Apavatn í Árnessýslu þessu nafni?
Þrátt fyrir margvíslegar hugmyndir og kenningar um tilurð nafnsins þykir líklegast að vatnið dragi nafn sitt af leðju eða leir, af orðinu ap, í fleirtölu öp, Apavatn. Líklegt er að jörðin Apavatn hafi byggst þegar á landnámsöld. Sighvatur Þórðarson skáld var fóstraður þar en hann var fæddur um 995. Til ...
Hvað eru mörg tungl í sólkerfinu okkar?
Í sólkerfinu okkar ganga að minnsta kosti 129 tungl umhverfis sjö af hinum níu reikistjörnum. Merkúr og Venus hafa engin tungl á meðan jörðin hefur eitt, Mars tvö Júpíter 61, Satúrnus 31, Úranus 22, Neptúnus 11 og Plútó eitt. Það væri óneitanlega stórbrotin sjón að fá að líta upp í himininn á einhverri hinna tungl...
Töluðu steinaldarmenn tungumál?
Vísindamenn, sem rannsaka þróunarsögu mannsins, eru flestir þeirrar skoðunar að frummaðurinn hafi notað bendingar og líkamshreyfingar til þess að ná sambandi við aðra sinnar tegundar. Þessa hugmynd byggja þeir á hegðun simpansa en margar og mismunandi kenningar eru um hvað í raun greini manninn frá simpansanum. ...
Hver er skilgreiningin á almannafé?
Í Íslensk-danskri orðabók Sigfúsar Blöndal frá 1924 er „almannafje“ þýtt á dönsku sem „offentlige Midler“ og hugtakið almannasjóður hefur tvær þýðingar:„offentlig Kasse“ og(ríkissjóður) „Statskasse, Landskasse“.[1] Dæmi úr Ritmálssafni Orðabókar Háskólans[2] hníga öll í þá átt að með almannafé sé átt við ráðstö...
Hvernig vitum við að 1 + 1 = 2 og 2 + 2 = 4?
Oft er það þannig að erfiðast er að færa rök fyrir staðhæfingum sem okkur virðast hvað augljósastar. Flestir notfæra sér þekkingu eins og að $1+1=2$ og $2+2=4$ án nokkurrar umhugsunar í daglegu lífi, en eins og spyrjendur hafa áttað sig á er hægara sagt en gert að útskýra hvers vegna þessar staðhæfingar eru sannar...
Hvað er þyngra en tárum taki?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hvenær sást orðatiltækið ´þyngra en tárum taki´ fyrst á prenti svo vitað sé? Hvað er átt við með orðatiltækinu? Orðasambandið heimilisbölið er þyngra en tárum taki er eignað Brynjólfi biskupi Sveinssyni (1605–1675). Að vísu mun hann hafa sagt þetta á latínu: mala dom...
Hvenær fóru Íslendingar að drekka kaffi?
Talið er að kaffitréð eigi sér uppruna í Eþíópíu í héraði sem nefnist Kaffa. Jurtin barst frá Afríku til Arabíu á 15. öld en þar er talið að hún hafi fyrst verið notuð til drykkjargerðar. Um miðja 17. öld barst kaffið síðan til Evrópu. Kaffi var fyrst flutt til Íslands um miðja 18. öld svo líklega byrjuðu Ísle...
Hver kleif Everest fyrst án súrefnis?
Edmund Hillary og Tenzig Norgay klifu fyrstir manna Everesttind árið 1953. Þeir notuðu súrefniskúta líkt og aðrir Everest-leiðangrar næstu áratugina. Á áttunda áratug 20. aldar var umræðan um gildi fjallgöngu með aðstoð súrefniskúta orðin hávær. Töldu menn það ýmist brjálæði að reyna klifur á hæstu fjöll heims án ...