Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 991 svör fundust

category-iconVísindi almennt

Hvað var fundið upp á 19. öld?

Margt af því sem nýtist okkur í daglegu lífi má rekja aftur til 19. aldarinnar. Sumir vilja jafnvel meina að á seinni hluta 19. aldar hafi orðið iðnbylting númer tvö sem grundvallaðist á hagnýtingu rafmagns og nútíma framleiðslu og notkun á bæði jarðolíu og stáli. Það er of langt mál að telja upp ALLT það s...

category-iconHugvísindi

Hvað voru skömmtunarárin?

Skömmtunarárin voru ár gjaldeyrishafta sem leiddu af sér víðtækar skammtanir á ýmsum innfluttum nauðsynjavörum eins og matvælum, fatnaði og byggingarvörum. Þau náðu hámarki í tíð ríkisstjórnar Stefáns Jóhanns Stefánssonar 1947-1949. Þegar seinni heimsstyrjöldin geisaði safnaði íslenska þjóðin umtalsverðum fjárh...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvort er rétt að skrifa híbýli eða hýbýli?

Í heild hljóðar spurningin svona: Hvort er rétt að skrifa híbýli eða hýbýli? Af hverju kemur hí/hý í þessu orði? Í fornu máli er orðið híbýli/hýbýli ýmis skrifað með í eða ý. Í stafsetningarorðabók Halldórs Halldórssonar (1994) er tekið fram að rétt sé að skrifa það á hvorn veginn sem er en í nýju Stafsetningaror...

category-iconHugvísindi

Hvað er átt við með orðinu gjaldkeri?

Orðið gjaldkeri er talið gamalt tökuorð í íslensku í merkingunni ‘féhirðir’. Það er til í nýnorsku sem gjaldkere, fornsænsku sem gjældkyre og í forndönsku gælkyræ, gælkæræ. Hugsanlegt er að vesturnorrænu málin, íslenska og norska, hafi tekið orðið að láni úr austurnorrænu málunum, dönsku eða sænsku. Gjaldkeri er...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir orðið hvoll í örnefnum eins og Hvolsvöllur og Bergþórshvoll?

Orðið hvoll er hliðarmynd við hóll og líkrar merkingar, eða ‚ávöl hæð‘. Í eldra máli var orðmyndin hváll, til dæmis Arnarhváll í Reykjavík, nú Arnarhóll. Um tugur bæja í landinu hefur orðið að fyrri eða seinni lið, meðal annars Hvolsvöllur, sem kenndur er við Stórólfshvol, og Bergþórshvoll í Landeyjum. Þessi b...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hver er meðalaldur Íslendinga?

Meðalaldur tiltekins hóps manna er skilgreindur sem meðaltal af aldri einstaklinganna. Með öðrum orðum eru aldurstölurnar lagðar saman og deilt í með fjöldanum. Meðalævi er hins vegar tala sem lýsir því hversu gamlir menn verða að meðaltali. Meðalaldur getur breyst án þess að meðalævi breytist, til dæmis ef hlutfa...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvers vegna sér maður einungis andarunga en aldrei dúfuunga á Tjörninni?

Aðeins vissar tegundir fugla og fuglsunga lifa á Tjörninni því dýr eru aðlöguð að vissum svæðum en ekki öðrum. Ganga má að því vísu að hitta fyrir ákveðna tegundir af fuglum í fuglabjörgum eða mólendi svo dæmi séu tekin. Eftir klak fara andarungarnir strax í vötn, ár eða tjarnir eins og til dæmis Tjörnina í Rey...

category-iconBókmenntir og listir

Hvert er elsta handrit eða handritsbrot af Egils sögu sem til er?

Elsta heillega handrit Egils sögu, þótt dálítið vanti í textann, er Möðruvallabók, AM 132 fol. Talið er að handritið sé skrifað um 1350; 1320-50 segir Jón Helgason en aðrir telja að það gæti verið eitthvað yngra. Til eru nokkur brot úr handritum af Egils sögu sem eru eldri en Möðruvallabók. Elst þessara brota ...

category-iconLögfræði

Er leyfilegt að hljóðrita símtal án leyfis og útvarpa því svo?

Spurningin er tvíþætt. Annars vegar er spurt hvort leyfilegt sé að hljóðrita símtal án leyfis. Hins vegar er spurt um hvort heimilt sé að útvarpa slíku símtali. Varðandi heimild til hljóðritunar á símtölum þá segir í 44. gr. laga um fjarskipti:Sá aðili að símtali sem vill hljóðrita símtalið skal í upphafi þe...

category-iconLandafræði

Hverjir ákveða götunöfnin og eftir hverju fara þau?

Ýmislegt skemmtilegt og áhugavert er að segja um götunöfn í borgum og sögu þeirra, þar á meðal af því hvernig þau hafa orðið til á hverjum tíma og stað. Götunöfn í Reykjavík eru ágætt dæmi um þetta en þróun þeirra hefur fylgt svipuðum mynstrum og í ýmsum öðrum borgum eða þéttbýliskjörnum, þótt einstök skref í þróu...

category-iconVerkfræði og tækni

Hver fann upp skriðdrekann?

Eins og á oft við um uppfinningar getur verið snúið að segja til um hver fann upp hitt og þetta. Sú hugmynd að nota varin farartæki nær aftur til 9. aldar f.Kr. hjá Assyríumönnum. Assyría var fornt stórveldi í Vestur-Asíu. Notkun farartækja í hernaði má svo rekja aftur til 2. aldar f.Kr. meðal Egypta og fleiri...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvenær voru gallabuxur fyrst búnar til?

Upprunalega spurningin var: Hver er uppruni og saga gallabuxnanna? Gallabuxur eru síðbuxur úr þykku, þéttofnu bómullarefni, oftast bláu. Rekja má sögu gallabuxanna aftur til seinni hluta 19. aldar. Í lok árs 1870 fékk klæðskerinn Jacob Davis í Nevada-fylki í Bandaríkjunum það verkefni að útbúa sterkbyggðar ...

category-iconHugvísindi

Hvers vegna eru seldar sígarettur ef það er vitað að þær drepa?

Í dag er það talið almenn vitneskja að það sé óhollt að reykja og að það getur orsakað ýmsa sjúkdóma og kvilla, jafnvel dregið fólk til dauða. Mörg mjög skaðleg og hættuleg efni er að finna í sígarettum svo sem nikótín, tjöru og kolsýrling eða kolmónoxíð (CO). Þetta er þó aðeins brot af þeim efnasamböndum sem er a...

category-iconHugvísindi

Hvað getið þið sagt mér um orrustuna við Midway?

Orrustan við Midway var ein örlagaríkasta sjóorrusta seinni heimsstyrjaldarinnar. Hún var háð milli japanska flotans annars vegar og bandaríska flotans hins vegar við kóraleyjuna Midway í norðurhluta Kyrrahafsins dagana 3.-6. júní 1942. Það þótti mjög sérstakt að orrustan var nær eingöngu háð með flugvélum frá ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir -teini í skírteini eða hver er uppruni orðsins og merking?

Eldri myndir orðsins skírteini eru 'skírtein' og 'skírteikn', sem er elsta mynd orðsins. Ásgeir Blöndal segir í Íslenskri orðsifjabók að samsetningarliðir orðsins virðist vera lýsingarorðið 'skír' og nafnorðið 'teikn'. Í gagnasafni Orðabókar Háskólans er að finna orðskýringu frá síðari hluta sautjándu aldar eða...

Fleiri niðurstöður