Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2073 svör fundust
Ef 18 ára unglingur er dæmdur fyrir vægt afbrot, er þess þá getið á sakavottorði alla ævi?
Upphafleg spurning var svohljóðandi:Lendi 18 ára unglingur í þeirri ógæfu að verða dæmdur fyrir vægt innbrot eða líkamsmeiðingu, á hann/hún þá á hættu að hafa óhreint sakavottorð það sem eftir er lífs?Um sakaskrá gildir reglugerð nr. 569/1999 um sakaskrá ríkisins, sem sett er með stoð í 2. málsgrein 19. greinar la...
Hvað er sjálfræði og hver er skilgreiningin á sjálfræði einstaklings?
Sjálfráða maður ræður einn öðru en fé sínu, nema lög mæli á annan veg.Svo segir í 2. gr. lögræðislaga nr. 71/1997. Þannig verður ekki tæmandi talið hvað í sjálfræði felst heldur er þar um að ræða öll þau lagalegu réttindi og skyldur sem fullorðnir menn bera í samfélaginu, þó með þeim mikilvægu takmörkunum sem geti...
Ég sýð allan minn mat upp úr hitaveituvatni, er það óhollt?
Spurningin hljóðaði svona í heild sinni: Ég sýð allan minn mat upp úr hitaveituvatni en fékk athugasemd frá aðila sem fullyrti að í því væru óæskileg efni. Því spyr ég: Er það manninum óhollt að sjóða mat upp úr hitaveituvatni? Hitaveituvatn er ekki skilgreint sem neysluvatn í reglugerð um neysluvatn. Það e...
Hvaða reglur gilda um innflutning dýra til landsins?
Upphaflega spurningin var svona:Eru iguana-eðlur, snákar og skjaldbökur lögleg hér á landi?Og spyrjandi bætti svo við eftirfarandi:Er iguana-eðla sem er undan skepnu sem var hér á landi árið 1975 lögleg? Ég er einnig að spyrja þess sama um snáka og skjaldbökur. Um innflutning dýra til landsins fjalla lög nr. 88...
Hví gilda sérstök lög um kjarasamninga opinberra starfsmanna til viðbótar við vinnulöggjöfina?
Það gilda sérstök lög um kjarasamninga opinberra starfsmanna til viðbótar við vinnulöggjöfina vegna þess að opinberir starfsmenn höfðu lengst af þá sérstöðu á íslenskum vinnumarkaði að þeir höfðu ekki verkfallsrétt. Með lögum nr. 33/1915 var opinberum starfsmönnum óheimilt að fara í verkfall. Árið 1976 voru sí...
Hver er annars vegar munurinn á varðhaldi og gæsluvarðhaldi og hins vegar varðhaldi og fangelsi?
Í almennri umræðu er ekki alltaf gerður sami greinarmunur á hugtökunum varðhaldi og gæsluvarðhaldi og í lögfræðilegri umfjöllun. Þar má nefna að stundum er talað um að menn séu í varðhaldi þegar þeir eru í haldi lögreglu eftir handtöku og þá er varðhald oft notað jöfnum höndum yfir hugtakið gæsluvarðhald. Hugt...
Gilda sömu reglur um ársreikninga fyrirtækja í skattaskjólum og fyrirtækja á Íslandi?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Þegar íslensk fyrirtæki telja fram til skatts með ársreikning sem aðalgagn þá er hann einungis undirritaður af endurskoðanda eftir að viðkomandi endurskoðandi hefur fengið í hendur útskriftir af bankareikningum fyrirtækisins, fjárhagslegum samskiptum við skattyfirvöld,...
Mega bændur slátra heima hjá sér til einkanota?
Lög nr. 96/1997 um eldi og heilbrigði sláturdýra, slátrun, vinnslu, heilbrigðisskoðun og gæðamat á sláturafurðum ná yfir afurðir dýra sem slátrað er heima, sbr. g-lið 2. gr. Í 1. mgr. 5. gr. laganna segir að sláturdýrum, sem slátra eigi til að flytja afurðirnar á erlendan markað eða til dreifingar og neyslu inn...
Er það satt að maður eignist jörð ef hann nýtir hana í 20 ár án þess að borga leigu?
Hér er um að ræða hefðun, en sá sem hefðar einhverja eign eignast hana óháð því hvort annar aðili átti hana áður. Um þetta gilda lög um hefð, lög nr. 46 frá árinu 1905. Þar segir meðal annars að hægt sé að hefða fasteign á 20 árum. Þessi lög hafa takmarkað hagnýtt gildi. Leigjandi má ekki hefða jörðina sem han...
Ef maður á jarðarskika, á maður hann þá alveg niður að kjarna jarðarinnar?
Sú skilgreining á fasteignahugtakinu sem helst er notast við í íslenskri lögfræði er svohljóðandi: Fasteign merkir afmarkaðan hluta lands ásamt lífrænum og ólífrænum hlutum þess, réttindum sem því fylgja og þeim mannvirkjum sem varanlega er við landið skeytt. Hvergi kemur fram, hvorki í lögum né annars staðar, hva...
Ef maður á 18 ára afmæli í september en kosningar til Alþingis eða sveitarstjórna eru í maí á sama ári, má maður þá kjósa?
Í stjórnarskrá lýðveldisins Íslands (nr. 33/1944) segir í 33. gr.: “Kosningarrétt við kosningar til Alþingis hafa allir sem eru 18 ára eða eldri þegar kosning fer fram og hafa íslenskan ríkisborgararétt.” Lög um kosningar til Alþingis (nr. 24/2000) hafa að geyma svipað ákvæði. Hið sama gildir um sveitarstjórna...
Eru minni líkur á því að börn sem alast upp með dýrum fái ofnæmi?
Rannsóknir hafa sýnt að minnkun ofnæmisvaka í loftinu hefur takmörkuð verjandi áhrif gegn myndun ofnæmis. Það er engin ástæða til að forðast dýr á fyrstu árunum þar sem það gæti jafnvel minnkað líkur á að mynda ofnæmi (Simpson A, Custovic A. Pets and the development of allergic sensitization. Curr Allergy Asthma R...
Er bannað með lögum að hjóla ölvaður?
Samkvæmt umferðarlögum er bannað að hjóla á reiðhjóli ölvaður ef ástand viðkomandi er með þeim hætti að hann getur ekki stjórnað hjólinu örugglega. Í 6. mgr. 45. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 er svohljóðandi ákvæði:Enginn má hjóla eða reyna að hjóla eða stjórna eða reyna að stjórna hesti, ef hann er undir svo miklu...
Hafa aðstandendur aðgang að sjúkraskrá látins einstaklings?
Aðgangur að sjúkraskrám er takmarkaður við lögheimild. Það þýðir að enginn fær aðgang að sjúkraskrám annarra nema slíkur aðgangur sé tilgreindur í lögum. Slíkar heimildir eru tíundaðar í 4. kafla laga um sjúkraskrár nr. 55/2009. Í 15. grein laganna er kveðið á um rétt „náinna aðstandenda“ til aðgangs að sjúkra...
Getur fyrrverandi glæpamaður boðið sig fram til Alþingis á Íslandi?
Til þess að geta boðið sig fram og setið á Alþingi þurfa einstaklingar að vera kjörgengir. Spurningin snýst því um það hvort þeir sem hafa einhvern tíma gerst sekir um glæp séu kjörgengir. Kjörgengisskilyrði eru talin upp með tæmandi hætti í 34. grein stjórnarskrárinnar. Sá sem ætlar að bjóða sig fram þarf að h...