Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 645 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hversu margar mávategundir eru á Íslandi og hvernig greinir maður þær í sundur?

Mávar tilheyra mávaætt (Laridae) og teljast til strandfugla (Charadriiformes). Að staðaldri verpa sjö tegundir máva hér á landi. Fimm þeirra teljast til ættkvíslarinnar Larus, það er hvítmávur (Larus hyperboreus), svartbakur (Larus marinus), silfurmávur (Larus argentatus), sílamávur (Larus fuscus) og stormmávur (L...

category-iconVísindi almennt

Hvað er draugaverkur? Er þetta fyrirbæri til eða er þetta bara kerlingasögur?

Þessi spurning hefur reynst okkur allerfið. Við byrjuðum á því að fletta upp í öllum tiltækum orðabókum og í ritmálssafni og talmálssafni Orðabókar Háskólans en fundum orðið hvergi. Af því drógum við þá ályktun að orðið væri að minnsta kosti fágætt og hugsanlega nýtt í málinu. Síðan birtum við drög að þessu svari ...

category-iconHeimspeki

Ef það er sannað að ákveðin heilahvel stjórni ákveðnum tilfinningum, er þá ekki hægt að útiloka sálina?

Eins og kemur fram í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Hvað þýðir orðið sál getur orðið sál þýtt ýmislegt. Meðal annars er það notað yfir "andlegt líf manns, hugsun, viðbrögð og tilfinningar" og það að heilinn stjórni tilfinningum útilokar auðvitað ekki tilvist hugsunarinnar. Við gerum því ráð fyrir...

category-iconVísindavefur

Hvað heitir hæsta fjall Rússlands?

Hæsta fjall Rússlands heitir Elbrus (á rússnesku Gora El’brus) og er það í Kákasusfjallgarðinum, nálægt landamærum Georgíu. Tindar þess eru tveir, hinn vestari og hærri er 5.642 metrar á hæð en sá eystri 5.621 metri á hæð. Elbrus er jafnframt hæsta fjall Evrópu, 835 metrum hærra en Mt. Blanc sem lengi vel var hæst...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Bíta mörgæsir?

Eins og flest önnur villt dýr geta mörgæsir bitið frá sér við ákveðnar kringumstæður. Þó mörgæsir séu tannlausar geta þær skilið eftir sig merki. Mörgæsir verja hreiður sín fyrir óboðnum gestum með því að bíta frá sér og slá með vængjunum. Á fengitíma eiga karldýrin það líka til að bíta hvert annað. Vísindame...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvaðan er bæjarnafnið Svertingsstaðir upprunnið?

Tveir bæir á Íslandi eru með nafninu Svertingsstaðir, annars vegar bær í Ytri-Torfustaðahreppi í Vestur-Húnavatnssýslu og hins vegar í Öngulsstaðahreppi í Eyjafirði. Þeir koma ekki fyrir í Landnámabók en bær með því nafni er þar nefndur inn frá Fljótshlíð (= Svertingsvölustaðir) (350-351). Svertingsstaðir í Eyja...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hver var Jósef Stalín?

Iosif Vissarionovitsj Dsjugashvili var fæddur í bænum Gori í Georgíu, ekki langt frá höfuðborginni Tbilisi 6. desember 1878 – síðar lét hann skrá fæðingardag sinn 21. desember 1879. Georgía heyrði þá undir rússneska heimsveldið. Í æsku gegndi hann aðallega gælunafninu Soso, en síðar gekk hann undir nafninu Koba...

category-iconStærðfræði

Hvernig sannið þið að hlutfall ummáls hrings og þvermáls sé fasti óháður geisla hringsins?

Í flatarmyndafræði er sagt að tvær flatarmyndir séu einslaga ef sama hlutfallið er milli sérhverrar lengdar í annarri myndinni og tilsvarandi lengdar í hinni. Til dæmis eru fimmhyrningarnir tveir á myndinni að neðan einslaga, því ef reiknuð eru hlutföllin milli tilsvarandi lengda í þeim fæst: \[\frac42 = 2, \qu...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Eru eineggja tvíburar alltaf alveg eins?

Tvíburar eru af tveimur megingerðum, eineggja eða tvíeggja. Tvíeggja tvíburar verða til þegar tvö egg frjóvgast í sama tíðahring og bæði leiða af sér fósturvísa. Eineggja tvíburar koma úr einu frjóvguðu eggi sem myndar tvo fósturvísa. Þannig eru eineggja tvíburar alltaf af sama kyni meðan tvíeggja tvíburar geta ve...

category-iconStjórnmálafræði

Hvers konar stjórnmálaflokkur er SWAPO í Namibíu?

Upprunalega spurningin var: Hvernig og hvar flokkast SWAPO-flokkurinn í Namibíu? Er hann vinstri flokkur eða er hann hægri flokkur eða er hann eitthvað annað? Skammstöfunin SWAPO stendur fyrir 'South West African People‘s Organization' en það er nafn á ráðandi stjórnmálaflokki í Namibíu. Upphaflega var SWAP...

category-iconVísindafréttir

Hvaða svör voru mest lesin á Vísindavefnum árið 2024?

Svör um fjölda og stærð eldgosa á Reykjanesskaga, starfsstjórn, uppgreiðslu lána, og um það hvort svonefndir Tyrkjaránsmenn hafi eignast börn með íslenskum konum, voru mest lesnu nýju svör ársins 2024 á Vísindavefnum. Fimm mest lesnu nýju svör ársins 2024 Hvað hefur gosið oft á Reykjanesskaga síðan 2021 og...

category-iconLandafræði

Hvaðan er nafnið á Fossvogsdal komið?

Fossvogsdalur er dalurinn inn af Fossvogi, en vogurinn er kenndur við foss sem var í Fossvogslæknum þar sem hann rennur í sjó. Lækurinn hefur aðrennsli úr Faxakeldu og lægðum Fossvogs og rennur til sjávar sunnan við Votaberg. Fossinn hét Hangandi, en er nú horfinn því “tímans tönn hefur unnið á mjúku móberginu sem...

category-iconJarðvísindi

Hverrar tegundar eru fallegu hvítu steinarnir sem finnast í Glerhallavík í Skagafirði?

Glerhallur (draugasteinn, holtaþór) nefnist öðru nafni kalsedón (e. chalcedony). Hann er dulkornótt afbrigði af kvarsi (SiO2) og er þétt sambreyskja örsmárra kristalla. Raunar kom í ljós nýlega að kalsedón er samgróningur tveggja kísilsteinda, kvars (sem kristallast í þríhyrnda kerfinu) og móganíts (einhalla kerfi...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað merkir nafnið Kvígindisfjörður?

Kvígindisfjörður er fjörður sem gengur norður úr Breiðafirði milli Skálmarfjarðar og Kollafjarðar og var samnefndur bær í botni hans. Kvígandafjörður er hann nefndur í Landnámabók (Íslenzk fornrit I, 168-170). Orðið kvígindi (hk) merkir ‚ungir nautgripir‘, skylt orðunum kvíga og kvígur (kk)‚ bolakálfur‘ (Ásgei...

category-iconLögfræði

Getur stéttarfélag afsalað sér verkfallsrétti svo að bindandi sé?

Samkvæmt 14. grein laga um stéttarfélög og vinnudeilur nr. 80 frá 1938 er stéttarfélögum, félögum atvinnurekenda og einstökum atvinnurekendum heimilt að beita verkföllum og verkbönnum til þess að vinna að framgangi krafna sinna í vinnudeilum og til að vernda þann rétt sem þeir hafa samkvæmt þessum sömu lögum. Þess...

Fleiri niðurstöður