Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 264 svör fundust
Munum við geta lifað á Mars? Hvernig munum við komast þangað?
Eins og fram kemur í svari við spurningunni Getum við lifað á Mars? og í öðrum svörum sem þar er vísað á, er fátt sem bendir til þess að menn geti lifað á Mars í fyrirsjáanlegri framtíð. Menn hafa aldrei stigið fæti á Mars. Þótt vísindamenn viti ýmislegt um Mars þá þarf að afla mikillar viðbótarþekkingar um a...
Hvaða hlutverki gegnir mænan í okkur og hvernig starfar hún?
Mænan er langur, mjór strengur úr taugavef og stoðfrumum sem liggur frá heilanum, nánar tiltekið mænukylfu, niður eftir bakinu að lendaliðum þar sem hún greinist í knippi sem kallast mænutagl. Saman mynda mænan og heilinn miðtaugakerfi líkamans. Mænan liggur í gegnum hrygginn, sem verndar hana fyrir hnjaski. Hún e...
Hvernig vísum við rétt til ártala fyrir okkar tímatal, er t.d. 420 f.Kr. á fyrri hluta aldarinnar eða þeim seinni?
Þegar við tölum um ártöl finnst okkur vafalaust flestum rökrétt að nota orðin „snemma“ um lægri tölu og „seint“ um hærri tölu af því að hærri talan vísar til árs sem kom síðar en árið sem lægri talan vísar til. Þannig var árið 1905 snemma á 20. öld og 1995 seint á 20. öld. Þessu er öfugt farið þegar við tölum um t...
Er hægt að þróa hvít blóðkorn til að ráðast á krabbamein?
Stutta svarið er „já“. Slík meðferð er einn helsti vaxtarbroddur í meðferð gegn krabbameini nú um stundir og hefur reyndar allnokkuð ratað í almennar fréttir. En skoðum þetta aðeins nánar. Reyndar er orðið „þróa“ ekki alveg það rétta í þessu samhengi heldur er um að ræða örvun á starfsemi. Þær frumur sem við k...
Hvað gerist þegar einstaklingur er gerður gjaldþrota og hversu lengi gildir það?
Lög nr. 21/1991 fjalla um gjaldþrotaskipti. Við úrskurð um gjaldþrotaskipti verður til sérstakur lögaðili, þrotabú, sem tekur við öllum skuldum og eignum skuldara. Allar kröfur á hendur þrotabúi falla sjálfkrafa í gjalddaga við uppkvaðningu úrskurðarins. Skipaður er skiptastjóri sem fer með forræði búsins en sk...
Er hægt að þeyta rjóma sem hefur verið frystur?
Þeytirjómi samanstendur aðallega af vatni og að minnsta kosti 36% fitu en þar er einnig er að finna smávegis prótín (2,2%), mjólkursykur/kolvetni (2,9%), vítamín og steinefni. Mjólkurfitan er að megninu til blanda af þríglýseríðum (e. triglyceride) og er þau að finna í fitukúlum (e. fat globules) sem eru umluktar ...
Þurfa sæskjaldbökur að anda?
Öll dýr þurfa á súrefni að halda til þess að bruni, sem myndar orku, geti átt sér stað í frumum þeirra. Dýr ná sér í súrefni með öndun en hafa þróað með sér ólíkar leiðir í þeim efnum, eins og lesa má í svari sama höfundar við spurningunni Hvað getur þú sagt mér um öndunarfæri dýra? Hægt er að skipta leiðum súrefn...
Hefur það áhrif á þroska og líðan barna ef þau hlusta á klassíska tónlist eftir til dæmis Mozart, Bach eða Beethoven?
Spurt er um áhrif hlustunar á tónlist og því miðast svörin einungis við áhrif tónlistarhlustunar en ekki tónlistarnáms eða virkrar þátttöku í tónlist. Mikilvægt er að gera greinarmun þarna á milli því almennt benda niðurstöður rannsókna til þess að tónlistarhlustun hafi lítil sem engin varanleg áhrif á vitsmuni en...
Er til reikniformúla í hagfræði sem útskýrir hvenær bólur vegna tækninýjunga myndast?
Upprunalegu spurningarnar hljóðuðu svona: Getur hagfræðin sagt til um hvenær væntingar til nýjunga (t.d. gervigreindar) verða of miklar og bólur myndast? Er til einhver reikniformúla til sem útskýrir þetta? Margir hagfræðingar hafa skoðað sérstaklega það, sem kallað er bólur, á mörkuðum fyrir hlutabréf og a...
Hvers vegna þurfum við að fara í skólann ef við viljum það ekki?
Til þess að geta lifað og starfað í samfélagi nútímans er nauðsynlegt að hafa gengið í skóla. Það er hvort tveggja nauðsynlegt einstaklingunum, hverjum í sinni hamingjuleit, og samfélaginu í heild, bæði til að öllum störfum sé sinnt sem þurfa þykir og að virkt lýðræði haldist í landinu. Lýðræðisþróun Innifó...
Hvað veldur storknun blóðs?
Undir eðlilegum kringumstæðum helst blóð fljótandi á meðan það er innan æða. Ef blóð er tekið úr líkamanum og ekki meðhöndlað á viðeigandi hátt þykknar það aftur á móti og myndar kökk. Með tímanum skilst kökkurinn frá vökvanum. Gulleitur vökvinn kallast blóðvatn eða sermi og er blóðvökvi án storknunarprótína. Kökk...
Hver er munurinn á PHP, ASP og JSP þar sem öll eiga víst að gera sama hlutinn?
PHP (PHP: Hypertext Preprocessor), ASP (Active Server Pages) og JSP (Java Server Pages) eru allt forritunarmál fyrir kvikar (e. dynamic) vefsíður. Fleiri forritunarmál, til dæmis Perl, eru einnig notuð í þessum tilgangi auk nýrrar útgáfu af ASP - ASP.net. Muninum á forritunarmálunum er hægt að líkja við muninn á b...
Hvað getið þið sagt mér um snigla?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Ég vil fá að vita sem flestar tölulegar staðreyndir um snigla. Tegundir? Fæða? Æxlun? Einkenni? Sniglar (Gastropoda) eru af fylkingu lindýra (Mollusca) en í þeirri fylkingu eru meðal annars samlokur og kolkrabbar, svo nefndir séu kunnustu hópar lindýra. Sniglar eru langstær...
Hvað er hlaupastingur og hvernig er hægt að losna við hann?
Þetta er mjög vinsæl spurning eins og sést á því hversu margir hafa spurt Vísindavefinn um hlaupasting. Aðrir spyrjendur eru: Árni Haraldsson, Ellen Helga Steingrímsdóttir, Emilía Sigurðardóttir, Ásdís Ágústsdóttir, Eydís Daníelsdóttir, Ása Einarsdóttir, Davíð Stefánsson, Stefán Gunnarsson, Steinunn Sigurðardóttir...
Hvernig myndast prótín í líkamanum?
Hér er einnig svarað spurningunum:Hvernig verða prótín til?Hvert er ferli prótínnýmyndunar í frumu í stuttu máli? Prótínmyndun er mjög flókið efnafræðilegt ferli sem byrjar í erfðaefninu DNA en DNA er er efni genanna í litningunum. Hvert gen geymir upplýsingar um gerð tiltekins fjölpeptíðs en prótín eru gerð úr e...