Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3727 svör fundust
Hvaðan er orðið kommóða komið?
Orðið kommóða var tekið að láni úr dönsku kommode. Þangað barst orðið úr frönsku commode en að baki liggur latneska lýsingarorðið commodus: 'hentugur, mátulegur'. Latneska orðið er sett saman úr forskeytinu con- 'sam-' og modus 'máti, háttur'. Elstu dæmi Orðabókar Háskólans um kommóðu á prenti eru frá síðast...
Ef allt mannkynið stæði á einum fleti, hvað yrði hann þá stór, til dæmis miðað við eitthvert land?
Í svari okkar við spurningunni Hvað búa margir í heiminum? kemur fram að mannkynið er nú talið vera um 6,2 milljarðar en einn milljarður er þúsund milljónir eða 109. Til samanburðar má nefna að Ísland er rúmir 100.000 ferkílómetrar að stærð. Hver ferkílómetri er milljón fermetrar þannig að landið er samtals rúm...
Hvað voru margar heimsóknir, spurningar og svör á Vísindavefnum árið 2001?
Árið 2001 birtust á Vísindavefnum 772 svör en með þeim er svarað talsvert fleiri spurningum, líklega á bilinu 1000-1500. Alls voru sendar inn um 5400 spurningar. Nokkrum hluta þeirra var þegar búið að svara og aðrar voru endurtekningar á spurningum sem þegar voru komnar. Auk þess voru sumar utan við verksvið Vísin...
Hvað er hvíthryðja?
Við höfum ekki fundið orðið hvíthryðja í orðabókum. Það kemur hins vegar fyrir í þýðingu á bíómynd eftir Ridley Scott sem heitir á ensku White Squall (1996) en íslenskt heiti hennar er Skólaskipið. Í íslenskum texta myndarinnar er orðið hvíthryðja haft um það sem enska heitið er dregið af en það er ógurleg alda...
Hvað heitir hæsta fjall Rússlands?
Hæsta fjall Rússlands heitir Elbrus (á rússnesku Gora El’brus) og er það í Kákasusfjallgarðinum, nálægt landamærum Georgíu. Tindar þess eru tveir, hinn vestari og hærri er 5.642 metrar á hæð en sá eystri 5.621 metri á hæð. Elbrus er jafnframt hæsta fjall Evrópu, 835 metrum hærra en Mt. Blanc sem lengi vel var hæst...
Hvað merkir orðasambandið 'að vera ekki um hvítt að velkja'?
Spurt var um orðasambandið ekki er um hvítt að velkja, það er ekki hvítt að velkja og það er ekki um hvítt að velkja í útvarpsþáttum Orðabókar Háskólans fyrir nokkrum árum. Það virðist ekki mikið notað en þó bárust nokkur svör sem bentu til að notkunin væri ekki staðbundin. Sögðu svarendur það notað um eitthva...
Hvað eru margar eyjar og sker á Íslandi?
Þetta er spurning af því tagi sem er ekki hægt að svara með ákveðinni tölu. Í frekar hátíðlegu máli segjum við að ástæðan sé sú að hugtökin 'eyja' og 'sker' séu ekki nægilega vel skilgreind eða afmörkuð. Með öðrum orðum getur verið ómögulegt að segja til um hvort tiltekið fyrirbæri sé eyja eða sker eða hvorugt. Þe...
Getur köttur orðið hundblautur?
Allir geta verið hundblautir, dýr jafnt sem menn. Hund- er gamall áhersluforliður sem kemur fram í orðum eins og hundmargur og hunddjarfur. Hann hefur verið tengdur hund - í hundrað og gefur orðum þá merkingu að um eitthvað mikið sé að ræða. Síðar var farið að tengja forliðinn við nafnorðið hundur. Samsetning...
Hvað þýðir að þegja þunnu hljóði og hvaðan er þetta orðatiltæki komið?
Orðasambandið að þegja þunnu hljóði merkir 'segja ekki neitt en vera þó ósáttur með eitthvað'. Það er mjög gamalt í málinu og kemur m.a. fram í þessu erindi Hávamála: Inn vari gestur, er til verðar kemur, þunnu hljóði þegir, eyrum hlýðir, en augum skoðar; svá nýsisk fróðra hverr fyrir. (Inn = hinn; verður =...
Hvað merkir orðið veislubarn sem ég sá á islendingabok.is?
Í gögnum Orðabókar Háskólans fundust ekki örugg dæmi um veislubarn. Aftur á móti er í fornu máli til orðið veislumaður og er ein merking þess ‘sá sem er á framfæri annars’ (Fritzner 901). Í orðabókarhandriti Jóns Ólafssonar úr Grunnavík frá 18. öld finnast bæði orðin veislukarl og veislukona. Skýringar eru á ...
Hvaðan er upprunnið ‘að skoða eitthvað út í ystu æsar’ og hver er merkingin á bak við ‘æsar’?
Kvenkynsorðið æs merkir ‘kantur, brún, jaðar (einkum á skinni)’ en einnig ‘rifa eða gat til að draga eitthvað í gegnum’. Fleirtalan er ýmist æsar eða æsir. Það er fyrra merkingarsviðið sem kemur fram í orðasambandinu ‘út í ystu æsar’ og er fleirtalan þar oftast með -ar. Merking þess er 'algerlega' eða 'til fulls'....
Gáta: Hvernig er björninn á litinn?
Haraldur víðförli var ferðalangur mikill og gat sagt stórbrotnar sögur af ferðalögum sínum og þeim ævintýralegu stöðum sem hann hafði heimsótt. Haraldur þessi hafði sérlega gaman að því að leggja fyrir fólk hinar ýmsu gátur og þrautir og hljómaði ein uppáhalds gátan hans svona: Einu sinni sem oftar var ég á fer...
Hvar kemur fyrst fyrir orðatiltækið 'með lögum skal land byggja'?
Orðatiltækið „með lögum skal land vort byggja“ var vel þekkt til forna um öll Norðurlönd. Það kemur fyrir í Jótalögum, Upplendinga- og Helsingjalögum og í Frostaþingslögum. Í íslenskum heimildum er orðatiltækið þekkt úr Njáls sögu með viðbótinni „...en með ólögum eyða“ sem einnig er í Frostaþingslögum. Í 70. k...
Hver er lengsta setning sem hægt er að mynda með því að nota einungis skammstafanir?
Þessari spurningu er nánast ómögulegt að svara. Eðlileg setning þarf að hafa frumlag, umsögn og (helst) andlag eða forsetningarlið. Þess vegna er ekki hægt að hrúga saman röð af skammstöfunum og fá vit úr setningunni. Eðli skammstafana er að stytta algenga liði innan setningar í ritun en ekki tali. Vel má hugs...
Hvar á landinu finnst blóðberg?
Blóðberg (Thymus praecox) er algengt um allt land, nánast frá fjöru og upp í 900 m hæð, en plantan hefur fundist í yfir 1000 m hæð. Á vefnum Flóra Íslands má sjá kort af útbreiðslu blóðbergs og þar sést vel hversu víða plöntuna er að finna. Blóðberg vex um nánast allt land. Blóðberg er lágvaxinn smárunni með lit...