Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 8673 svör fundust

category-iconHugvísindi

Hver er orðaforði íslenskrar tungu og hver er orðaforði fullorðins einstaklings að jafnaði?

Um orðaforða íslenskrar tungu má lesa í svari Guðrúnar Kvaran við spurningunni Hvað eru til mörg orð í íslensku?. Með orðaforða einstaklings er átt við þau orð sem hann hefur á valdi sínu. Greint er á milli virks orðaforða og óvirks. Með virkum orðaforða er átt við þau orð sem einstaklingur notar en til óvirks ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðið gler? Á sænsku talar maður til dæmis um "ett glas vatten", en orðið glas þýðir einnig gler.

Orðin glas og gler eru náskyld. Gler varð til við svokallað R-hljóðvarp. Germanska frumhljóðið var -a-, (endurgert *glazá- með áherslu á síðara atkvæði). Raddað s, sem táknað var með z, varð að sérstöku hljóði sem táknað er með R, það er að segja að frumnorræna myndin varð *glaRa-. Þetta R olli hljóðvarpi og úr va...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig beygist nafnið Sigþór?

Upphafleg spurning var sem hér segir:Hvernig beygist nafnið Sigþór? Það er svo algengt að fólk segi 'Sigþóri' í þgf. Er það ekki vitlaust, beygist það ekki eins og Þór?Samkvæmt upplýsingum frá ordabok.is beygjast nöfnin Sigþór og Þór eins og sýnt er hér á eftir. Nöfnin beygjast eins nema í þágufalli. Nefn...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Fer sýra, til dæmis úr sítrónu, illa með tennur?

Í sítrónum er sítrónusýru sem er glerungseyðandi og getur farið mjög illa með tennurnar. Það sama gildir því um neyslu sítrónunnar og annarra glerungseyðandi matvæla, að það á að gæta þess að neyta þeirra í hófi. Drykkir sem innihalda sítrónusýru eru allir glerungseyðandi en sítrónusýru er að finna í flestum svala...

category-iconFélagsvísindi

Get ég stofnað fyrirtæki um reksturinn á mínu eigin heimili og dregið kostnaðinn frá skatti?

Það kann að vera freistandi að líta á heimili sem fyrirtæki og draga rekstrarkostnaðinn frá tekjum en það er þó ekki hægt. Skýringin er einföld: Þegar tekjuskattsstofn er reiknaður má einungis draga rekstrarkostnað frá tekjum fyrirtækja. Rekstrarkostnaður er skilgreindur sem þau gjöld sem eiga að ganga t...

category-iconMálvísindi: almennt

Af hverju er þotuliðið kallað svo?

Orðið þotulið er þýðing á jet set úr ensku. Á 6. áratug 20. aldar fór fólk að nota orðasambandið jet set um hóp ríks fólks sem lifði hátt og flaug gjarnan með þotum milli dvalarstaða sinna hér og þar um heiminn. Á þessum tíma voru þotuferðir ekki eins tíðar og útbreiddar og nú og ákveðinn ljómi var yfir slí...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvort hafa fílar hala, skott, dindil eða rófu?

Spyrjandi bætir síðan við:Þetta hefur verið mikið umræðuefni á kaffistofunni þannig að gott væri að fá úr þessu skorið!Á ensku nefnist það sem hangir aftan á fílnum tail. Í íslensku er venja að kalla þennan afturliggjandi útlim hala líkt og hjá kúm. Nokkur hár eru á enda halans sem henta vel til að fæla burt f...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvað er stjarnan Prókíon í stjörnumerkinu Litlahundi stór?

Stjarnan Prókíon (α Canis Minoris) í stjörnumerkinu Litlahundi er í um 11,25 ljósára fjarlægð frá okkur. Hún er næstum því tvisvar sinnum stærri að þvermáli og massa en sólin okkar og sjö sinnum bjartari. Prókíon er áttunda bjartasta stjarnan sem við sjáum á næturhimninum, rétt á eftir Rígel í Óríon sem, til ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða tveir heimar eru þetta í orðtakinu 'að sýna einhverjum í tvo heimana'?

Samkvæmt seðlasöfnum Orðabókar Háskólans virðist orðatiltækið að sýna einhverjum í tvo heimana vera til að minnsta kosti frá 18. öld en elsta dæmið er úr orðabókarhandriti Jóns Ólafssonar úr Grunnavík. Orðasambandið virðist orðið algengt á 19. öld og frá svipuðum tíma er sambandið að sýna einhverjum í báða heimana...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað merkir að vera "á höttunum eftir einhverju"?

Orðatiltækið að vera á höttunum eftir e-u er notað í merkingunni að ‘vera á hnotskóg eftir e-u, reyna að ná í e-ð, svipast um eftir e-u’. Dæmi um það eru til í söfnum Orðabókar Háskólans frá því á 19. öld. Samkvæmt elstu dæmum virðist merkingin upphaflega hafa verið að ‘vera á verði, hafa gætur á’. Ósennilegt ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju er sagt ryksuga en ekki ryksjúga?

Bæði nafnorðið ryksuga og sögnin að ryksuga eru fengin að láni úr dönsku. Þegar Íslendingar kynntust verkfærinu støvsuger og verknaðinum að støvsuge þýddu þeir fyrri liðinn støv réttilega sem ‘ryk’ en síðari liðurinn var aðeins aðlagaður með því að skipta á -e og -a í sögninni og -er og -a í nafnorðinu. Þannig var...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir orðasambandið "að liggja vel við höggi" og hvernig er hægt að nota það?

Orðasambandið að liggja vel við höggi er notað um þann sem auðvelt er að koma höggi á eða klekkja á. Það er notað bæði í eiginlegri merkingu í slagsmálum, þegar einhver stendur þannig að auðvelt er að slá til hans og hitta, og í óeiginlegri merkingu til dæmis í orðaskiptum. Einhver segir eitthvað sem annar grípur ...

category-iconFornfræði

Hvað getið þið sagt mér um harpýjur?

Harpýjur eða sviptinornir eru hálfmennsk illfylgi með kvenmannshöfuð og beittar klær. Þær voru sagðar fljúga í burt með sálir látinna og voru stundum sýndar þannig á grafsteinum. Í kvæði gríska skáldsins Hesíódosar Goðakyni (265 o.áfr.) eru þær sagðar vera tvær, Aelló og Ókýpetes, dætur Þaumasar og Elektru Ókeanos...

category-iconLífvísindi: almennt

Af hverju er Drangey svona grasi vaxin?

Við höldum að fyrir þessu séu tvær ástæður sem verka saman. Í fyrsta lagi er fuglalíf mikið í Drangey og áburður því nógur. Í öðru lagi eru grasbítar yfirleitt ekki í eynni. Drangey í Skagafirði. Við getum stundum séð hliðstæð fyrirbæri í hólmum eða eyjum í ám eða vötnum, þar sem grasbítar komast ekki að en fugl...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er að vera krunk þegar maður er blankur?

Í Orðabók um slangur, slettur, bannorð og annað utangarðsmál frá 1982 er lýsingarorðið krunk fletta og merkingin sögð ‘peningalaus, blankur, krúkk’. Ekki er vísað til uppruna orðsins. Lýsingarorðið krúkk, sem vísað var til, er einnig fletta í slangurbókinni. Það er sagt tökuorð úr dönsku kruk í merkingunni ‘pening...

Fleiri niðurstöður