Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1815 svör fundust

category-iconJarðvísindi

Hvers konar eldfjall er Torfajökull?

Torfajökull á sér ekki hliðstæðu meðal eldfjalla á Íslandi. Hann gýs svo til eingöngu ríólíti. Slík eldfjöll eru stundum nefnd ríólít-eldfjöll, og eru sum af stærstu eldfjöllum jarðar af þeirri gerð. Þau hafa sjaldnast miðlægt gígsvæði, en öskjur eru þar og í þeim verða stórgos með löngu (tugþúsunda-hundruðþúsunda...

category-iconJarðvísindi

Hvað er gjóska?

Hugtakið gjóska er samheiti yfir laus gosefni, óháð stærð og gerð, sem koma upp í eldgosi og berast í lofti frá gosopi. Alþjóðlega fræðiheitið er tefra (e. tephra) dregið af grísku orði sem merkir aska. Á ensku er hugtakið 'pyroclastic debris' einnig notað yfir gjósku. Gjóska er tiltölulega nýtt orð í málinu. Þ...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvernig hljóðar annað lögmál Newtons?

Lögmál Newtons eru kennd við enska eðlis- og stærðfræðinginn Sir Isaac Newton (1642-1727). Þessi lögmál eru þrjú og öll aflfræði Newtons eða hefðbundin aflfræði er reist á þeim ásamt þyngdarlögmálinu. Fjallað er um hin lögmálin í öðrum svörum hér á Vísindavefnum. Annað lögmál Newtons hljóðar svo í þýðingu á han...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvernig sýndi Darwin fram á þróunarkenninguna?

Charles Darwin (1809-1882) var ungur og óreyndur guðfræðingur með áhuga á náttúrufræði þegar hann réð sig sem náttúrufræðingur í leiðangur kringum hnöttinn með skipi hennar hátignar, The Beagle eða Veiðihundinum. Áhöfn skipsins var ætlað að gera ýmiss konar athuganir og mælingar í ferðinni sem stóð yfir frá 1831-1...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er útrýming dýrategunda alltaf manninum að kenna?

Spyrjandi bætir við:Hvaða dýrategundum hefur maðurinn útrýmt og hverjar hafa bara bókstaflega dáið út? Vegna breytts loftslags til dæmis? Þessari spurningu er ekki auðsvarað því að margir þættir geta legið að baki útrýmingu dýrategunda. Þó má ætla að sú útrýmingaralda sem við upplifum nú um stundir megi rekja bei...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um endur?

Endur tilheyra andaætt (Anatidae) sem er afar skrautleg ætt meðalstórra og stórra sundfugla. Þessir fuglar eru vel aðlagaðir lífi á vatni og eru sundfitin á milli tánna og lögun goggsins gott dæmi um það. Fuglar af andaætt hafa flatan gogg með nokkurs konar hyrnistönnum á hliðunum, sem auðveldar þeim að sía fæðu ú...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver er uppruni nashyrninga?

Nashyrningar (Rhinocerotidae) tilheyra ættbálki staktæðra hófdýra (Perissodactyla) ásamt hestum (Equidae) og tapírum (Tapiridae). Áður voru ættirnar mun fleiri og má því segja að þessi forni ættbálkur spendýra megi muna fífil sinn fegri. Steingervingasaga nashyrninga er sæmilega vel þekkt og því hafa vísindame...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Getið þið sagt mér eitthvað um dýralífið í Japan?

Eyjurnar sem tilheyra Japan ná yfir nokkrar breiddargráður, frá 24°N til 46°N. Loftslag á þeim er því nokkuð breytilegt, frá hitabeltisloftslagi Ryukyu-eyjaklasans, sem er syðsti hluti Japans, yfir í kaldtemprað loftslag Hokkaido-eyju. Vegna þessa og hversu misstórar eyjurnar eru, er gróður og dýralíf eyjanna mjög...

category-iconJarðvísindi

Hver var aðdragandi eldgosanna á Fimmvörðuhálsi og í Eyjafjallajökli árið 2010?

Í árslok 2009 tók land að rísa við Eyjafjallajökul og í kjölfarið jókst jarðskjálftavirkni verulega. Í lok febrúar færðist landris í aukana, og í byrjun mars margfaldaðist jarðskjálftavirknin. Almannavarnir, í samstarfi við vísindamenn, ákváðu þá að setja á lægsta stig viðvörunar vegna hættu á eldgosi í Eyjafjalla...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Er hægt að nota metan og vetni á sömu bílvélar? Hvort er hagkvæmara?

Tilraunir með að nýta annað en bensín og dísilolíu til að knýja farartæki eru gerðar með það að markmiði að draga úr útblæstri koltvíildis eða koltvísýrings frá umferð. Ekkert koltvíildi fylgir vetnisnotkun ef það er gert með rafgreiningu úr vatni eins og hér var gert. Notkun metans dregur verulega úr útblæstri. ...

category-iconVerkfræði og tækni

Hvað er vind- og sólarorka?

Vind- og sólarorka eiga það sameiginlegt að eiga uppruna sinn í endurnýjanlegum orkulindum. Með endurnýjanlegri orkulind er átt við orkulind sem helst í jafnvægi af náttúrunnar hendi. Þegar orka er hagnýtt úr lindinni þá endurnýjar hún sig og rennur því ekki til þurrðar. Vind- og sólarorka eiga upptök sín í ...

category-iconJarðvísindi

Hvað eru aurskriður og hvað veldur þeim?

Hér á Íslandi er hugtakið aurskriður notað yfir nokkuð margar gerðir ofanflóða, en ofanflóð er samheiti yfir flutning efnis (þar með talið snjór, berg, set eða jarðvegur) vegna áhrifa þyngdarafls. Flokkunarkerfi skriðufalla sem mest er notað hér á landi í seinni tíð byggir á flokkun sem sett var fyrst fram á sj...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvað er merkilegt við prentsmiðjuna í Hrappsey á 18. öld og hvers konar rit voru prentuð þar?

Frá því að prentverk var fyrst flutt til Íslands um 1530 höfðu kirkjunnar menn - með biskupinn á Hólum í fararbroddi - stjórnað bókaútgáfu í landinu og að vonum lagt höfuðáherslu á trúarleg rit. Einokun kirkjunnar á prentun bóka var ekki aflétt fyrr en 1773 með stofnun prentsmiðju i Hrappsey á Breiðafirði og urðu ...

category-iconVeðurfræði

Eru til margar gerðir skýja?

Hér er einnig svarað spurningunni: Úr hvaða skýjum rignir og úr hverjum rignir ekki? Vatn er alls staðar í andrúmsloftinu í kringum okkur en í mismiklu magni. Oftast er það á formi ósýnilegrar gufu en stundum sem ský. Skýin myndast þegar loft kólnar en það gerist oft þegar loftið þrýstist upp. Ský geta einnig my...

category-iconJarðvísindi

Af hverju er jarðhiti svona víða á Vestfjörðum?

Upprunlega spurningin var:Af hverju er jarðhiti svona víða á Vestfjörðum, til dæmis á Reykjanesi við Djúp? Hafa Vestfirðir ekki jafnan verið taldir kalt svæði? Reykjanes við innanvert Ísafjarðardjúp er um margt merkur staður í sögu Íslands. Töluverðan jarðhita er að finna á nesinu og er hann í dag bæði nýttur t...

Fleiri niðurstöður