Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3240 svör fundust
Hvers vegna er kjarni jarðar heitur?
Kjarni jarðar er mörg hundruð gráðum heitari en möttullinn fyrir ofan, og hugsa má sér þrjár ástæður fyrir því: Mikilvægastur er varmi frá myndun jarðar, en einnig koma til geislavirkni í efni kjarnans og snúningur innri kjarna. Skoðum þetta: Heimspekingurinn Immanúel Kant (1724-1804) er sagður hafa stungið upp...
Hver er skilgreiningin á stöðuvatni og getur Jökulsárlón talist vera stöðuvatn?
Eins og nafnið bendir til, mætti ætla að Jökulsárlón sé „lón“ fremur en „stöðuvatn“. Annað orðið útilokar þó ekki hitt því samkvæmt íslenskum jarðfræðibókum er þarna um jökullón að ræða sem er ein gerð stöðuvatna. Á ensku er talað um lake annars vegar og lagoon hins vegar. Skilgreiningar á þessu tvennu eru gja...
Hversu löng er drykklöng stund?
Spurninin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvaðan er "drykklöng stund" upprunnin og hversu löng er raunverulega drykklöng stund? Orðið drykklangur í drykklöng stund, drykklangur tími er samsett úr drykkur og lýsingarorðinu langur og segir í raun ekkert hvernig orðið er hugsað og hver tímalengdin er. Elstu he...
Er hægt að taka kjarna úr tveimur sáðfrumum, setja í tóma eggfrumu og búa þannig til einstakling úr tveimur karlmönnum?
Erfðafræðileg rök mæla gegn því að prófa að setja kjarna úr tveimur sáðfrumum í tóma eggfrumu og búa til tvífeðra barn. Ástæðan er svonefnd foreldramörkun í erfðamengjum kynfruma okkar og fjölda annarra spendýra. Foreldramörkun (e. imprinting) nokkurra gena í erfðamengi okkar er mismunandi eftir því hvort við fáum...
Hvers konar sjón er nasasjón?
Orðið nasasjón er notað um yfirborðslega og ekki djúpa þekkingu á einhverju. Í Íslenskri orðabók (2002:1042) er einnig notuð skýringin ‘nasaþefur’. Svipað orðafar og mun eldra er nasavit sem dæmi er um í Maríu sögu (ONS II:7):sá er ilminn kennir með nösunum, þá hefir hann alla þá sætu, er nasavitit má fá. Elst ...
Hverjir voru vitringarnir þrír og hvaðan komu þeir?
Heimsókn vitringanna þriggja til Betlehem, sem er að finna í 2. kafla Matteusarguðspjalls, er í hópi allra þekktustu sagna Biblíunnar. Nýja testamentið er upphaflega ritað á grísku og þar er orðið magoi notað um þessa ferðalanga. Í eintölu er það magos. Allt varðandi þessa menn er dálítið þokukennt, en orðið s...
Hvernig var leikhús í Skandinavíu á miðöldum?
Leikhúsbyggingar voru ekki til á Norðurlöndum á miðöldum. Það sama á reyndar við um um flest önnur Evrópulönd á sama tíma (um miðaldaleikhúsið annars staðar, sjá til dæmis Axton 1974; Tydeman 1978; og Wickham 1987). Elstu varðveittu leikrit Norðurlanda eru flest frá síðari hluta 16. aldar (Tobie Comedia (gefið út ...
Hvar voru naggrísir fyrst fundnir og hve langt er síðan?
Naggrís (Cavia porcellus) er suður-amerískt nagdýr. Naggrísir geta orðið um 25 cm á lengd og lifa venjulega í þrjú til fimm ár. Inkarnir í Suður-Ameríku gerðu naggrísinn að húsdýri nokkrum öldum áður en evrópskir landvinningamenn komu til álfunnar um 1500. Stuttu eftir að Evrópumenn settust að í álfunni kynnt...
Af hverju var Kínamúrinn búinn til? Var hann í austri, vestri eða suðri?
Kínamúrinn var reistur til að verjast innrás Mongóla. Elstu hlutar múrsins eru frá fyrstu öldum fyrir Krist en mestur hluti múrsins sem stendur í dag er frá 15. öld. Kínamúrinn er á norðurlandamærum Kína og gengur í austur og vestur. Kínamúrinn. Frekara lesefni á Vísindavefnum: Hvað er Kínamúrinn gamall og l...
Hvað þýðir að vera starsýnn og í hvaða orðflokki er orðið?
Lýsingarorðið starsýnn merkir ‘sá sem starir lengi á e-ð, er stareygður’. Orðið er samsett úr star- af sögninni stara ‘horfa lengi og fast á e-ð’ og sýnn ‘sá sem sér’. Síðari liðurinn -sýnn er til dæmis notaður í orðunum:einsýnn ‘auðsær; eineygður; hlutdrægur’víðsýnn ‘hleypidómalaus’þröngsýnn ‘skammsýnn, ófrjálsly...
Hvað réðu Rómverjar yfir mörgum löndum þegar veldi þeirra var mest?
Rómaveldi var stærst snemma á annarri öld eftir Krist. Þá tilheyrði stærstur hluti Vestur-Evrópu eins og við þekkjum hana í dag veldi Rómverja, auk landsvæða í Litlu-Asíu og Norður-Afríku. Þetta sést best á korti. Kort af Rómaveldi.Smellið til að skoða stærri útgáfu. Frekara lesefni á Vísindavefnum: Hvenær...
Hvort er réttara að skrifa Kárahnúkar eða Kárahnjúkar og eins Hvannadalshnúkur eða Hvannadalshnjúkur?
Báðar myndirnar, hnúkur og hnjúkur, eru jafn réttar en notkun þeirra er landshlutabundin. Elstu dæmi Orðabókar Háskólans eru í báðum tilvikum frá 17. öld og skyld orð í grannmálunum eru nuk, njuk, nyk í nýnorsku í sömu merkingu. Báðar myndirnar hnúkur og hnjúkur eru réttar en notkun þeirra er landshlutabundin. H...
Hvað er „þvara“ í orðasambandinu „að standa eins og þvara“?
Orðið þvara er haft um sköfu, yfirleitt með löngu skafti, eða stöng með blaði á til að hræra í potti. Orðasambandið að standa eins og þvara í merkingunni ‛hafast ekkert að, standa aðgerðarlaus’ þekkist frá því á 19. öld og vísar líklegast til þvöru sem hangir eða stendur ónotuð í eldhúsinu eða ofan í grautar...
Hvað á John Stuart Mill sameiginlegt með nýfrjálshyggju?
Það er erfitt að svara þessari spurningu vegna þess að merking orðsins nýfrjálshyggja er á reiki. Það er þýðing á enska orðinu neoliberalism sem hefur helst verið notað af andstæðingum frjálshyggju. Þeir hafa, margir hverjir, reynt að ljá því neikvæðan blæ, án þess að skilgreina eða skýra á hvern hátt þessi „nýja”...
Hvað er hugmynd?
Íslenska orðið hugmynd er yfirleitt notað sem þýðing á erlendum orðum sem rekja uppruna sinn til gríska orðsins idea (enska idea, þýska Idee, franska idée). Upphaflega merkti þetta orð hina sýnilegu hlið hlutar eða persónu, og síðar einnig eiginleika hlutar eða tegund hans. Samkvæmt orðsifjafræðinni er orðið k...