Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 8492 svör fundust

category-iconLæknisfræði

Hver eru tengsl dreyrasýki og erfða?

Dreyrasýki er arfgengur blæðingarsjúkdómur sem erfist kynbundið. Sjúkdómurinn kemur fram í karlmönnum sem erfa sjúkdóminn frá mæðrum sínum, en þær eru einkennalausir arfberar. Til eru tvö form af dreyrasýki sem kallast dreyrasýki A (hemophilia A) og dreyrasýki B (hemophilia B). Dreyrasýki A er mun algengari en ...

category-iconNæringarfræði

Hvað eru margar hitaeiningar í stórum snúð úr bakaríi og hvað þyrfti maður að borða marga slíka til að fullnægja orkuþörf dagsins?

Mörgum krökkum og fullorðnum reyndar líka finnast snúðar ómótstæðilegir. Því miður eru þeir ekkert sérlega hollir en gefa nokkuð mikla orku. Hér tökum við til skoðunar snúð með súkkulaði. Samkvæmt upplýsingum úr næringarefnatöflu á vef Matís þá eru 270 hitaeiningar eða 1130 kj í hverjum 100 g af súkkulaðisnúð....

category-iconHeimspeki

Er hægt að sanna það vísindalega að maðurinn hafi vitund og að hann hugsi?

Spurningin í heild var sem hér segir:Flestir eru sammála því að maðurinn hafi svokallaða vitund og að hann hugsi. Er hægt að sanna það vísindalega (með mælitækjum til dæmis)? Ef svo er þá hvernig, ef ekki þá hvers vegna?Það er sjaldgæft að vísindamenn taki sér fyrir hendur að sanna að það sem blasir við sé til í...

category-iconUmhverfismál

Er hægt að stýra myndun koltvísýrings með því að velja rétt eldsneyti?

Spyrjandi bætir líka við:Er eldsneyti jarðarbúa eins slæmt að þessu leyti nú og fyrir hálfri öld?Svarið við fyrri spurningunni er að sannarlega er unnt að stýra myndun koltvísýrings, eða CO2, með vali eldsneytis. Þá er hlutfall kolefnis og vetnis mikilvægt og æskilegt að velja það eldsneyti þar sem þetta hlutfall ...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvernig urðu beygingar til í tungumálum?

Óvíst er hvort frummaðurinn gat gefið frá sér hljóð sem hægt væri að telja til „orða“ í nútíma merkingu. Er það einkum vegna þess að ekki er nóg vitað um barkakýlið og þróun þess. Talið er að tjáskipti hafi einkum farið fram í öndverðu með hrópum, andlitsgrettum og líkamstjáningu. Smám saman þróaðist maðurinn og g...

category-iconVerkfræði og tækni

Geta bylgjur frá GSM-símum eyðilagt kreditkort og aðra hluti sem búnir eru segulröndum?

Svarið er nei og þetta má skýra með eftirfarandi athugun. Lítum fyrst á segulræmuna. Á henni er runa eða safn af örsmáum seglum. Oftast eru þetta staflaga maghemít-seglar, en maghemít (γ-Fe2O3) er segull sem hefur góða eiginleika hvað varðar segulstyrk og stöðugleika. Lega seglanna myndar mynstur sem ræðst...

category-iconHugvísindi

Hvort er réttara að skrifa I liður eða I. liður?

Rita skal I. liður = fyrsti liður. Þetta er sama regla og gildir almennt um raðtölur: 1. liður = fyrsti liður. Væri ritað I liður eða 1 liður ætti að lesa úr því: „einn liður“. Í Ritreglum, sem prentaðar eru í Stafsetningarorðabókinni (2006), segir í 97. grein að punktur sé settur á eftir raðtölustaf og gefin þ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvers vegna synda hvalir upp á land?

Nokkuð algengt er að hvalir syndi á land, en engu að síður eru orsakirnar fyrir því lítt þekktar. Ef tíðni þess er könnuð kemur í ljós að sumar tegundir stranda oftar en aðrar. Til dæmis er afar sjaldgæft að háhyrningar (Orcinus orca) og stökklar (e. bottlenose dolphin, Tursiops truncatus) strandi. Grindhvalir (Gl...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hversu áreiðanlegir eru fjölmiðlar?

Á árunum 2002 til 2003 var framkvæmd ítarleg rannsókn á áreiðanleika bandarískra dagblaða. Haft var samband við rúmlega 5000 manns sem vitnað hafði verið til í 22 dagblöðum í 17 stórborgum. Sá sem stóð fyrir rannsókninni, Philip Meyer, prófessor í blaðamennsku við Norður-Karolínuháskóla í Chapel Hill hafði sjálfur...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvort erum við þyngri í ferskvatni eða saltvatni?

Spurningin var upphaflega svona: Hvort virkum við þyngri í sjó eða fersku vatni? Eðlismassi ferskvatns við 4°C og einnar loftþyngdar þrýsting er 1,00 kg/l eða 1,00 g/ml. Einn lítri af vatni hefur því massann 1 kg við þessar aðstæður. Saltvatn eða sjór hefur meiri eðlismassa en ferskvatn, munurinn fer eftir því...

category-iconHugvísindi

Hversu mörgum íslenskum skipum var sökkt í seinni heimsstyrjöldinni?

Í seinni heimsstyrjöldinni urðu allmargir mannskaðar á íslenskum skipum en þá var einnig tími mikilla tækifæra því skortur var á sjávarafurðum á Bretlandseyjum og Íslendingar fengu hátt verð fyrir fisk. Sömuleiðis þurftu bandamenn að hafa tryggar flutningaleiðir fyrir herlið þeirra hérlendis og því var hægt að haf...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Af hverju varð borgarastríð í Finnlandi 1918?

Finnland var meðal fátækustu landa Evrópu við aldamótin 1900. Um 1/3 hluti landsmanna var yfir- og millistétt sem bjó við margfalt betri kjör en 2/3 landsmanna. Þeir verr settu voru til dæmis iðnverkamenn í borgum og bæjum og íbúar landsbyggðarinnar, fátækir kotbændur og fiskimenn við suður- og vesturströndina, of...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um lúsmý?

Lúsmý eru agnarsmáar mýflugur af lúsmýsætt (Ceratopogonidae), almennt 1-3 mm, afar fíngerðar og illa sýnilegar nema helst þegar þær safnast margar saman á húð spendýra til að taka þeim blóð. Á það ekki síst við um ljósa og hárlitla húð manna. Lúsmý finnst um víða veröld enda tegundir fjölmargar og hver með sínar k...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað getur þú sagt mér um Júpíter?

Júpíter er fimmta reikistjarnan frá sólu og sú langstærsta. Hún er 11 sinnum stærri en jörðin að þvermáli, 142.984 km við miðbaug, og 318 sinnum massameiri eða 1,899 * 1027 kg. Massi Júpíters er 71% af samanlögðum massa allra reikistjarnanna. Ef Júpíter væri holur að innan, kæmust meira en 1.000 jarðir fyrir inni ...

category-iconGátur og heilabrot

Gáta: Hvaða héraðsstjóri er að svíkja soldáninn?

Soldán nokkur í Mið-Austurlöndum situr í fjárhvelfingu sinni og horfir með velþóknun á tólf poka, sem hver og einn er fullur af stórum silfurpeningum. Sérhver pokanna er kominn frá einum héraðsstjóra sem skattur og hver poki er merktur með nafni héraðsstjórans. Hver silfurpeningur á, samkvæmt skipun soldánsins, að...

Fleiri niðurstöður