Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1716 svör fundust
Er hægt að ferðast fram í tímann?
Tímaferðalög hafa verið vinsælt umhugsunarefni að minnsta kosti síðan H.G. Wells gaf út skáldsöguna Tímavélina, undir lok 19. aldar. Þar segir frá manni sem ferðast langt fram í tímann og verður vitni að þróun mannkynsins í framtíðinni og örlögum þess, áður en hann snýr aftur til síns tíma. Bókin fangaði hugmyndaf...
Hvað getur þú sagt mér um Grímsvötn?
Grímsvötn liggja vestan til í miðjum Vatnajökli, nálægt norðurenda samnefnds eldstöðvakerfis sem er yfir 100 kílómetra langt og nær suður fyrir Lakagíga. Stór hluti þess liggur undir Vatnajökli. Þau eru virkasta eldstöð Íslands, og þekkt eru meira en 60 gos í og við Grímsvötn frá því um 1200. Jafnframt eru þau eit...
Hver er stærstu orrustuskip sem smíðuð hafa verið?
Japönsku systurskipin Yamato og Musashi eru stærstu orrustuskip sem nokkurn tíma hafa verið smíðuð, 71.660 tonn og um 260 m löng. Þau voru smíðuð í Japan á árunum 1937 til 1942 og ætlað að styrkja japanska flotann. Skipin voru meðal annars búin níu 46 cm fallbyssum sem skiptust á þrjá fallbyssuturna. Hver fallbyss...
Hvað er vitað um ævi skáldkonunnar Saffóar?
Í raun er afar lítið vitað með vissu um ævi Saffóar. Margt af því sem við teljum okkur vita byggir á því sem fram kemur í kvæðum hennar en deilt er um hversu áreiðanlegar sjálfsævisögulegar upplýsingar eru í fornum kveðskap. Það er að segja, þótt skáldið fullyrði eitthvað um sjálft sig eða gefi í skyn í kvæðum sín...
Getið þið sagt mér frá dobermann-hundum? Eru þeir mjög grimmir?
Dobermann pinscher er ungt hundakyn sem kom fram seint á 19. öld. Maður að nafni Karl Friedrich Louis Dobermann gegndi starfi skattheimtumanns í bænum Apolda í þýska ríkinu Thüringen og var hann jafnframt hundafangari. Skattheimtumenn voru ekki vinsælustu embættismenn þessa tíma og sagan segir að Dobermann hafi ha...
Hvað hafa margir farið í geimferðir?
Þegar þetta er skrifað, í lok árs 2010, hafa 517 manns farið út í geiminn, 463 karlar og 54 konur. Þetta fólk er af 38 þjóðernum, langflestir frá Bandaríkjunum eða 334. Sovétmenn sendu 72 út í geiminn og eftir fall þeirra hafa Rússar og önnur fyrrverandi ríki Sovétríkjanna átt 35 geimfara. Fyrsti maðurinn til...
Hver er Nel Noddings og hvert er hennar framlag til menntunarfræða?
Nel Noddings er fædd 1929 og starfaði sem stærðfræðikennari í grunn- og framhaldsskólum á árunum 1949-1972. Hún lauk doktorsprófi 1975 og hefur starfað við Stanford-háskóla frá árinu 1977 þar sem hún er prófessor í menntaheimspeki. Flest verk Noddings, um 30 bækur og 200 greinar, tengjast því að umhyggja sé grundv...
Hvað getið þið sagt mér um grjótkrabba?
Grjótkrabbi (Cancer irroratus) er norðuramerísk krabbategund með náttúrulega útbreiðslu frá S-Karólínu norður til Labrador. Hann er tiltölulega stór krabbategund sem getur orðið allt að 15 cm að skjaldarbreidd. Hann nýtir sér búsvæði frá fjöru og niður á allt að 750 metra dýpi. Fullorðnir einstaklingar hafa mjög v...
Menga eldfjöll meira en menn?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Er það rétt að eldgos losi meira af gróðurhúsalofttegundum en menn og hversu mikið hefur losnað í gosinu í Holuhrauni? Þær loftegundir í lofthjúp jarðar sem gleypa varmageisla frá jörðu kallast gróðurhúsaloftegundir vegna þeirra áhrifa sem þær hafa. Ásamt vatnsgufu ...
Er táknmál myndað eins og önnur mál í vinstra heilahvelinu?
Það var á 19. öld, nánar tiltekið árið 1861, sem franski læknirinn Paul Broca (1824-1880) lýsti því yfir að við töluðum með vinstra heilahvelinu og að lítið svæði aftarlega og neðarlega í heilanum stýrði tali. Þetta heilasvæði fékk síðar nafnið Broca-svæði. Sjúklingarnir tveir sem Broca byggði fullyrðingu sína á g...
Hvers vegna dó latína út sem lifandi tungumál heillar þjóðar?
Latína var ítalísk mállýska sem er kennd við héraðið Latium (í dag Lazio) á Ítalíu. Framan af var þessi mállýska bara ein meðal margra á svæðinu og fjarri því að vera ríkjandi. Hún breiddist þó út með auknum hernaðarumsvifum og menningarlegum áhrifum Rómverja og náði um síðir yfir talsvert svæði í Evrópu og kringu...
Hvað gerist þegar vatni er hellt úr íláti í þyngdarleysi?
Fleiri spurningar:Er hægt að hella vatni í þyngdarleysi? Og ef sú er raunin er þá hægt að lepja það úr loftinu? Hvað verður um vatn þegar að kemst út í geiminn? Flýtur það eða eitthvað annað? Hvað gerist ef þú hellir úr vatnsfötu úti í geimnum? Í geimstöðvum sem hringsóla um jörðina er nánast algjört þyngdarl...
Hvað er upplýsingalæsi?
Upplýsingalæsi (e. information literacy, IL), er hæfni einstaklings til að rata í frumskógi upplýsinga, vita hvaða upplýsingar hann vantar og þekkja leiðir til að finna þær. Upplýsingalæsi er hæfni til að geta borið saman upplýsingar, metið áreiðanleika þeirra á gagnrýninn og greinandi hátt, skilja hvernig þær haf...
Var lax í ám á Íslandi við landnám?
Stutta svarið við spurningunni er að það er ekki vitað með vissu en rannsóknir á svonefndu umhverfiserfðaefni (e. environmental DNA) gætu skorið úr því. Á kuldaskeiðum ísaldar var Ísland þakið þykkum ís. Á hápunkti síðasta kuldaskeiðs fyrir meira en 17.000 árum er talið að 1.500 (±500) metra þykkur ís hafi...
Hvers vegna tóku Íslendingar upp á því að skrifa konungasögur og um hvað fjalla helstu sögurnar?
Fram til 1220 voru tvær tegundir konungasagna mest áberandi. Annars vegar voru ágripskenndar sögur þar sem sagt var frá mörgum norskum konungum. Hins vegar voru sögur einstakra konunga sem þóttu hafa sérstakt sögulegt vægi: Ólafs helga, Ólafs Tryggvasonar og Sverris. Upp úr 1220 verða til stórvaxin sagnarit þar se...