Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvað eru minnisþulur?
Minnisvísur eða minnisþulur eru einfaldasta gerð fræðiljóða og hafa þekkst meðal margra þjóða að minnsta kosti frá því á miðöldum. Í þeim eru ýmiss konar reglur eða fróðleiksatriði sett saman í bundið mál til að hægara sé að muna þau. Oft eru þær ekki annað en upptalning en ósjaldan er einhverjum orðum bætt við ti...
Hvað merkir skírdagur?
Fimmtudagur fyrir páska nefnist skírdagur. Orðið 'skír' merkir 'hreinn, óblandaður; skær, bjartur; saklaus' og vísar nafnið þannig til þess að Jesús þvoði fætur lærisveina sinna. Sögnin skíra merkir að hreinsa og hin upphaflega merking þess að barn sé skírt er þess vegna hreinsun. Í Sögu daganna eftir Árna Björ...
Hver er þessi Eyjólfur sem við vonumst til að „fari nú að hressast“?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hver er/var hann þessi Eyjólfur sem við vonumst til að "fari nú að hressast" (og hressist hann eitthvað svo vitað sé)? Elsta heimild um orðasambandið hver veit nema Eyjólfur hressist í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr ritinu Norðanfara sem gefið var út á síðari hluta ...
Hvernig er stöðuorku breytt í hreyfiorku?
Orka hlutar er í stuttu máli geta hans eða hæfileiki til að framkvæma vinnu, en þessi hugtök eru útskýrð nánar hér á eftir. Stöðuorka og hreyfiorka eru afar nátengd hugtök sem urðu til nokkurn veginn samhliða. Þegar hefðbundin aflfræði (classical mechanics) er kennd nú á dögum er stöðuorka venjulega kynnt fyrst...
Hvað gerir spurningu heimspekilega?
Þessari spurningu er afar erfitt að svara. Sennilega er best að segja að spurning sé heimspekileg ef hún krefst þess að við stundum heimspeki til þess að svara henni. Ein og sama spurningin getur jafnvel verið heimspekileg eða ekki eftir því í hvaða tilgangi hún er borin upp. Hvers konar spurning er til dæmis s...
Af hverju þarf maður rafmagn?
Þessari spurningu er hægt að svara á nokkra vegu. Það þarf rafmagn til að knýja öll tæki og tól sem ganga fyrir rafmagni. En auðvitað væri hægt að vinna ýmis verk án rafknúinna tækja og kannski er spurningin til komin vegna þess að spyrjandi veltir fyrir sér hvort hægt sé að spara rafmagn með því að minnka notk...
Er einhver munur á réttindum kvenna á Íslandi og í Bandaríkjum?
Það er að vissu leyti flókið að bera saman réttindi kvenna á Íslandi og í Bandaríkjunum, einkum vegna þess að Bandaríkin eru sambandsríki þar sem fjöldi sjálfstæðra ríkja setur lög á sínu yfirráðasvæði. Það hefur í för með sér að konur (og aðrir hópar) njóta ólíkra réttinda eftir því hvar þær eru búsettar. Á Íslan...
Hver var Galíleó Galíleí?
Galíleó Galíleí var einn af frægustu raunvísindamönnum nýaldar. Hann gerði margar uppgötvanir í eðlis- og stjörnufræði og barðist fyrir skoðunum sínum á heimsmynd og aðferðum vísinda. Hann fæddist 15. febrúar 1564 í borginni Písa í Toskana-héraði þar sem nú er Mið-Ítalía. Faðir hans, Vincenzíó Galíleí var tónli...
Hvor var á undan að finna Ameríku, Leifur heppni eða Bjarni Herjólfsson?
Norrænir menn munu hafa siglt til Norður-Ameríku um aldamótin 1000, og frá því segir þýski presturinn Adam frá Brimum strax á öldinni á eftir. En enginn Ameríkufari er nafngreindur í ritum sem hafa verið skráð fyrr en í fyrsta lagi um aldamótin 1200, tveimur öldum eftir atburðina. Því er útilokað að segja með viss...
Hvers vegna er reglan sú að kirkjudyrum beri að snúa í vesturátt og af hverju er stundum brugðið út af þeirri reglu?
Hér er einnig að finna svar við eftirfarandi spurningu frá Hörpu Lind:Hvernig snýr lík í gröfinni? Ástæðan er fyrst og fremst trúar- og táknfræðileg. Sólargangurinn og höfuðáttirnar fjórar skipta miklu máli í trúarlegri táknfræði, en í þessari reglu speglast þó fyrst og fremst upprisutrú kristinna manna. Kirkjur...
Ég er að skrifa stuttan fyrirlestur um þróun lífvera frá upphafi. Getið þið bent mér á heimildir?
Á Vísindavefnum er að finna nokkur svör sem fjalla um upphaf lífs á jörðinni, til dæmis þessi eftir Guðmund Eggertsson:Er til fullnægjandi fræðileg skilgreining á lífi?Hvenær kviknaði líf á jörðinni og hvers vegna?Hvers vegna er ekki hægt að búa til lífveru úr súpu lífrænna efna eins og talið er hafa gerst við upp...
Hvað er jihad?
Hugtakið jihad birtist oft í Kóraninum, sem er helgirit múslima. Orðið jihad merkir barátta eða átök. Á íslensku er það oft þýtt sem „heilagt stríð“ sem gefur satt að segja ekki alltaf rétta mynd af þessu fyrirbæri. Íslensku orðin „heilagt stríð“ eiga sér enga samsvörun í arabísku. Stríð er harb og muqaddas merkir...
Er hægt gera barn ábyrgt fyrir myndbandsspólu sem ekki er skilað á réttum tíma?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Er hægt, án samþykkis forsjáraðila, að skuldfæra á barn sem hefur fengið leigða myndbandsspólu, en ekki skilað henni á tilsettum tíma?Stutta svarið við þessari spurningu er að það er vel hægt að skuldfæra á börn sem taka myndbandsspólur á leigu, en torvelt er að innheimta hj...
Hvaða hlutverki gegnir litli heilinn og hvað gerist ef hann skemmist?
Litli heili eða hnykill (e. cerebellum) gegnir mikilvægu hlutverki í stjórnun hreyfinga. Boð um að hefja hreyfingu koma þó ekki frá litla heila heldur á hann þátt í samhæfingu hreyfinga, nákvæmni þeirra og tímasetningu. Hann fær skynboð frá mænu og öðrum hlutum heilans og tengir þessi boð saman til að fínstilla hr...
Af hverju er hitastig og vatnsmagn lindáa nærri því jafnt yfir allt árið?
Frá fornu fari hafa straumvötn hér á landi verið greind í tvennt, bergvatnsár og jökulár. Skiptingunni ræður litur ánna, bergvatnið er blávatn en jökulvötnin eru lituð af aurnum, jökulsvarfi, sem þau bera með sér. Í Náttúrufræðingnum 19451 greindi Guðmundur Kjartansson bergvatnsár í lindár og dragár. Mest af því s...