Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1779 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um heilaétandi slímdýrið sem fannst í Flórída?

Fyrir nokkru bárust fréttir frá Bandaríkjum um aukna tíðni dauðsfalla af völdum slímdýrs eða amöbu sem leggst á heila fórnarlamba sinna. Amaba þessi nefnist á fræðimáli Naegleria fowleri. Á árunum 1995 til 2004 olli hún 23 dauðsföllum í Bandaríkjunum en það sem af er þessu ári (október 2007) hafa sex manns látis...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Veiddi íslenski refurinn geirfuglinn?

Því miður er ýmislegt á huldu um geirfuglinn (Pinguinus impennis), til dæmis vitum við lítið um afræningja hans, aðra en manninn. Ekki er ósennilegt að geirfuglinn hafi verið aðlagaður að varpi á úthafseyjum, skerjum og hólmum. Nánast útilokað er að hann hafi verpt í einhverjum mæli á svæðum þar sem landrándýr, þ...

category-iconHagfræði

Hversu lengi hafa kennitölur verið notaðar á Íslandi og til hvers þurfum við þær?

Þrenns konar persónuauðkennisnúmer hafa verið notuð á Íslandi: fæðingarnúmer, nafnnúmer og kennitala. Hið fyrsta í röðinni var fæðingarnúmer sem kallaðist í fyrstu einnig fæðingardagsnúmer. Það byggðist á fæðingardegi viðkomandi og innihélt í byrjun einungis sex tölustafi; þetta fæðingarnúmer var fyrst notað í ...

category-iconFöstudagssvar

Átti David Hasselhoff einhvern þátt í falli Berlínarmúrsins eins og hann heldur sjálfur fram?

Eins og kemur fram í svari við spurningunni Af hverju var Berlínarmúrinn reistur? er nokkuð erfitt að segja til um byggingarár múrsins. Frá því að verkið hófst árið 1961 og allt þar til árið 1975 voru gerðar stöðugar endurbætur á honum. Í áraraðir gat enginn flúið Austur-Berlín án þess að stofna lífi og limum í hæ...

category-iconJarðvísindi

Hvað eru melatíglar og hvernig myndast þeir?

Melatíglar eru net fjölhyrninga sem myndast þannig að smásteinar raðast upp í reglulegt mynstur á gróðurvana melum, í loftslagi þar sem tíðum skiptist á frost og þíða. Á grónu landi myndast þúfur, sem ásamt melatíglum eru algengustu íslensk dæmi um frostmyndanir af þessu tagi. Á hallandi landi myndast melarendur í...

category-iconVeðurfræði

Hversu gömul verða ský?

Dæmigerður líftími skýja er á bilinu 10 mínútur til klukkustundar. Ský eru sýnilegur hluti uppstreymis, sá hluti þar sem dropar eða ískristallar hafa myndast þegar loft kólnar við að lyftast. Uppstreymið er síbreytilegt en á sér oftast stað í smáum og skammlífum einingum sem ekki lifa nema í nokkrar mínútur hv...

category-iconFornfræði

Hvaða hlutverki gegndu Vestumeyjar í Róm til forna?

Hinar rómversku Vestumeyjar voru sex talsins. Þeirra meginhlutverk var að gæta þess að eldurinn slokknaði aldrei í opinberu eldstæði ríkisins sem kennt var við gyðjuna Vestu, en grískt heiti hennar er Hestía. Hún var hjarta Rómar og heiti hennar var nafnhvörf fyrir borgina sjálfa hjá rómverskum skáldum. Embætti Ve...

category-iconJarðvísindi

Hvenær sprakk sprengigígurinn hjá Santorini og hvaða áhrif hafði stórgosið þar?

Það má segja að Grikkland til forna, Krít og aðrar eyjar í Eyjahafi hafi verið vagga menningar Evrópu. Á seinni hluta bronsaldar, fyrir um 3600 árum, varð stórgos í Eyjahafi sem gerbreytti sögunni. Sprengigos á eynni Santorini eða Þeru í kringum árið 1625 f.Kr. er sennilega annað stærsta eldgos sem dunið hefur yfi...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvaða þekkta reikistjarna líkist jörðinni mest?

Það er ekki langt síðan fyrsta reikistjarnan fyrir utan okkar sólkerfi fannst. Síðan þá hafa fjölmargar aðrar fundist. Þessar reikistjörnur eru flestar gjörólíkar jörðinni og ekki er mögulegt að þar þrífist líf eins og við þekkjum það. Nýlega kom hins vegar fram áhugaverð kenning frá rannsóknarhópi sem skoðaði gög...

category-iconNæringarfræði

Hvernig er kampavín bruggað og hvað getið þið sagt mér um héraðið Champagne?

Champagne er fornt hérað í norðausturhluta Frakklands. Nafn þess er dregið af latneska orðinu campania sem merkir 'sveit', samanber latneska orðið campus sem í dag er aðallega notað um háskólasvæði. Champagne í Frakklandi ber sama nafn og ítalska héraðið Kampanía sem er í suðvesturhluta Ítalíu, umhverfis Napóli. ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig urðu loðfílarnir til?

Loðfílar urðu til með milljón ára þróun þar sem tegundir þurftu að aðlagast breyttum aðstæðum í náttúrunni. Talið er að ísöld (pleistósen) hafi hafist fyrir um 2,6 milljónum ára og lokið fyrir um 10.000 árum. Á þessum tíma í jarðsögunni skiptust á kuldaskeið þar sem loftslag var kalt og styttri hlýskeið þar sem...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað hafa margir farið í geimferðir?

Þegar þetta er skrifað, í lok árs 2010, hafa 517 manns farið út í geiminn, 463 karlar og 54 konur. Þetta fólk er af 38 þjóðernum, langflestir frá Bandaríkjunum eða 334. Sovétmenn sendu 72 út í geiminn og eftir fall þeirra hafa Rússar og önnur fyrrverandi ríki Sovétríkjanna átt 35 geimfara. Fyrsti maðurinn til...

category-iconHugvísindi

Hvenær fóru menn að nota orðið verðbólga á íslensku?

Orðið verðbólga hefur oft sett sterkan svip á umræðu um íslenskt efnahags- og stjórnmálalíf á undanförnum áratugum. Þetta hagfræðilega fyrirbæri, sem þykir hafa einkennt íslenskt efnahagsástand á löngum köflum, hafði fremur hægt um sig um skeið en hefur heldur betur náð sér á strik á undanförnum mánuðum. Einfö...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju eru apar eins og bavíanar og simpansar mikið sterkari en menn?

Allar mælingar á vöðvastyrk simpansa (Pan troglodytes) benda til þess að þeir hafi allt að 6 sinnum meiri togkraft en menn. Flestir vöðvar simpansa eru öflugari en hjá mönnum. Simpansar og menn er mjög skyldar tegundir, en af hverju ætli vöðvar simpansa séu þá öðru vísi en hjá mönnum? Rannsóknir sem hafa verið ...

category-iconFélagsvísindi almennt

Eru karlar líklegri til að beita líkamlegu ofbeldi en konur?

Einfalda svarið við þessari spurningu er já. Ef við tökum allt líkamlegt ofbeldi alls staðar í heiminum þá eru karlar mun líklegri til að vera gerendur en konur. En hér þarf marga fyrirvara. Ein af ástæðum þess að karlar eru líklegri til að beita líkamlegu ofbeldi er einfaldlega að víða eru þeir (en ekki konur) þj...

Fleiri niðurstöður