Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3194 svör fundust
Hvað er níhílisti?
Níhilisti er einstaklingur sem aðhyllist níhilisma. Nafnið er dregið af latnenska orðinu 'nihil', ekkert, og gefur til kynna að heimspekilegur níhilismi er heimspeki neitunar. Þannig neitar siðfræðilegur níhilisti því að unnt sé að réttlæta eða gagnrýna siðferðilega dóma, meðal annars á þeirri forsendu að siðferði...
Er alheimurinn endalaus? Ef ekki, hvar eru þá mörkin og hvað er hinum megin?
Það virðist felast í merkingu orðsins alheimur að ekki geti verið um það að ræða að alheimurinn eigi sér mörk sem eitthvað annað felst á bakvið. Ekki er þar með sagt að alheimurinn hljóti að vera endalaus en alheimurinn hlýtur að vera það sem innifelur allt sem er til. Þetta má sýna fram á með óbeinni sönnun sem s...
Hvaða þjóð í heiminum veiðir mest af hvölum? Er rétt að það séu Bandaríkjamenn?
Þessi spurning er ekki alveg eins einföld og virðast kann í fyrstu. Svarið veltur meðal annars á skilgreiningum á orðunum hvalur og veiði. Á ensku og fleiri erlendum tungumálum er greint á milli hvala (whales), höfrunga (dolphins) og hnísna (porpoises) innan hvalaættbálksins (Cetacea), þótt þessi skipting fall...
Eru álfar til?
Átrúnaður á aðra tegund fólks sem byggir jörðina með mönnum, en er ósýnilegt sjónum þeirra, hefur fylgt mannkyninu frá því að sögur hófust. Frásagnir af högum þess, híbýlum og samskiptum við mannfólkið hafa gengið mann fram af manni. Þeir sem gæddir eru sérstökum gáfum til þess arna koma annað slagið auga á þetta ...
Af hverju éta rándýr kjöt en ekki plöntur?
Þetta er ein af þeim spurningum sem mætti svara með því að spyrja á móti: "Af hverju ekki?" Af hverju ættu rándýr ekki að éta kjöt? Og síðan mætti bæta við: Ef rándýr ætu ekki kjöt, væru þau þá rándýr? Hér er vert að hafa í huga orðið sem notað er í mörgum málum um rándýr, samanber í ensku carnivore. Þetta orð ...
Hvert er stærsta úthafið?
Hér er jafnframt svar við spurningunni: Hver er skilgreiningin á úthöfum og hver er munurinn á þeim og öðrum höfum? Jörðin er stundum kölluð bláa reikistjarnan þar sem sjór þekur um 71% af yfirborði hennar. Yfirborð sjávar er alls um 362 milljónir ferkílómetra (km2) og er heildarrúmmál hafanna um 1348 millj...
Hvað er bólga?
Bólga er staðbundið ósérhæft varnarsvar líkamans við vefjaskemmd. Meðal þess sem getur valdið bólgu eru sýklar, áverkar, efnaerting, skemmdar eða truflaðar frumur og öfgar í hitastigi. Bólga þarf sem sagt ekki endilega að stafa af sýklum. Einkenni bólgusvars eru roði, sársauki, hiti á bólgna svæðinu og þroti....
Hverjar eru helstu kenningar í sambandi við fjöldadauða í lok tríastímabilsins?
Talið er að aðeins fjórum til fimm sinnum í sögu jarðar hafi átt sér stað jafn umfangsmikill útdauði tegunda og varð í lok tríastímabils fyrir um 208 milljónum ára. Meira en 20% af þeim 300 ættum hryggleysingja og hryggdýra sem lifðu í sjó um þetta leyti dóu út. Einnig hefur verið sýnt fram á að landdýr urðu illa ...
Ef 80°C heitt vatn sem nýtt er til hitunar kólnar um 25% eykst þá vatnsþörfin um þriðjung ef halda á sama hitastigi og áður?
Svarið er nei; þetta er engan veginn svona einfalt og til þess liggja nokkrar ástæður. Spyrjandi virðist hugsa sér að vatnið kólni um 25% af 80°C eða væntanlega um 20°C. Þess konar prósentureikningur er hins vegar í rauninni ónothæfur um hitabreytingu, eða hvernig ættum við þá til dæmis að lýsa breytingu úr 10 ...
Hvernig lifa slímálar?
Slímálar (e. hagfish, slime-eels) teljast til hringmunna (Cyclostomata) og tilheyra hópi vankjálka (Agnatha). Vankjálkar eru gjarnan taldir til fiska en eru um margt mjög ólíkir fiskum og þróunarfræðingar telja þá vera frumstæðustu hryggdýrin. Eins og nafnið gefur til kynna hafa vankjálkar enga kjálka, ólíkt öllum...
Ef þversumma tölu er dregin frá henni, hvers vegna er útkoman þá alltaf deilanleg með 9?
Upphaflega spurningin var sem hér segir:Getið þið útskýrt fyrirbærið á þessari slóð?Hér á eftir kemur í ljós að þetta er í raun sama spurningin en við höfum sett hana fram þannig að hún snúi að vísindum og geti vakið almennan áhuga. Á vefsetrinu sem vísað er til er gesturinn beðinn að taka einhverja tveggja stafa ...
Getið þið sagt mér eitthvað um hunangsflugur?
Hunangsflugur eru af ætt býflugna en ólíkt býflugum gera þær sér ekki varanlegt bú. Lengi vel var aðeins ein tegund af ættinni hér á landi en nú eru þær þrjár. Gamla íslenska hunangsflugan heitir móhumla (Bombus jonellus). Hún er nokkuð algeng á láglendi um allt land en er mest í dreifbýli og finnst sjaldan í þ...
Hvernig fiskar eru barrakúðar?
Barrakúðar eru fiskar af ættbálki borra (Perciformes) og tilheyra ættinni Sphyraenidae. Alls eru tegundir barrakúða um 18 og teljast þær allar til Sphyraena-ættkvíslarinnar. Kunnasta tegundin er líklega stóri barrakúði (Sphyraena barracuda), en aðrar tegundir eru til dæmis:miðjarðarhafs-barrakúðinn (Sphyraena sphy...
Er nauðsynlegt að fá samþykki nágranna eða yfirvalda, ef höggva á stór tré í eigin garði og athöfnin veldur miklum breytingum á útsýni nágranna?
Lengi vel var litið svo á að heimildir manna til að nýta fasteignir sínar væru nær ótakmarkaðar. Með aukinni þéttbýlismyndun er meiri hætta á hagsmunaárekstrum nágranna. Réttarþróun hefur þess vegna orðið sú, að nú gilda reglur sem setja eignarráðum fasteignaeigenda veruleg takmörk vegna nálægðar annarra fasteigna...
Af hverju fær maður ónotatilfinningu þegar maður heyrir sum ískurhljóð?
Upphaflegar spurningar voru eftirfarandi: Af hverju finnst manni ískur svona óþægilegt? (Magni) Af hverju fæ ég mikla ónotatilfinningu þegar ég kem við eða heyri einhvern koma við einangrunarplast? (Sveinn) Sum hljóð, svo sem sírenuvæl eða loftvarnarflautur, geta vakið með manni ónotatilfinningu vegna þess ...