Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3144 svör fundust
Hvaða áhrif hafði Aristóteles á miðöldum og fyrir hvað var hann þekktur?
Aristóteles var þekktastur og áhrifamestur heimspekinga á miðöldum og með nokkrum rétti mætti kalla 12. og 13. öld aldir Aristótelesar. Þegar Tómas frá Akvínó vísar til Aristótelesar í ritum sínum lætur hann sér nægja að kalla hann “heimspekinginn” – allir vita við hvern er átt. Rit Aristótelesar voru uppgötvuð sm...
Hvar finn ég Einbátungarímu? Hún er líklega frá 15. eða 16. öld.
Í handritinu AM 441 12mo, sem talið er skrifað um 1680-90 eru „Nokkur erindi úr Einbátungarímu". Þar eru 6 erindi og eitt orð úr því 7. Þetta er prentað í Blöndu II, 61-62, og þar bætt við einu „alkunnu" erindi undir sama hætti sem útgefandinn, Jón Þorkelsson (Forni) telur að vera muni úr sama kvæði, en hann vekur...
Hvaðan kemur nafnið „Innréttingarnar” á fyrirtækinu sem starfaði hér á 18. öld?
Átjándu aldar-fyrirtækið sem kallað hefur verið Innréttingarnar rekur upphaf sitt til ársins 1751. Starfsemi þess gekk undir ýmsum nöfnum þegar í upphafi. Það var stofnað af íslensku hlutafélagi sem á íslensku hét Hið íslenska hlutafélag og var fyrsta sinnar tegundar sem stofnað var á landinu. Félagið var stofnað ...
Er föstudagurinn þrettándi virkilega óhappadagur, og hvað er hann oft á öld?
Þrettándi dagur hvers mánaðar fellur hverju sinni á tiltekinn vikudag, sunnudag, mánudag, þriðjudag, miðvikudag, fimmtudag, föstudag eða laugardag. Þessir dagar eru allir jafnlíklegir. Þrettándi dagur mánaðar fellur því að meðaltali á föstudag í sjöunda hvert skipti, eða í einum mánuði af hverjum sjö. Í einni ö...
Er það rétt að fornmenn hafi breytt farvegi Öxarár á 10. öld?
Í bókinni Landið þitt Ísland[1] segir: Öxará fellur úr Myrkavatni milli Leggjabrjóts og Búrfells um Öxarárdal og út á Biskupsbrekkuhraun innan við Brúsastaði. Þar þekja aurar hennar stór svæði sem hún hefur kvíslast um, en eru nú skraufþurrar rásir. Ein þeirra [núverandi farvegur] liggur ofan í djúpa hliðargjá úr ...
Hvar á Netinu finn ég grafreiti ættingja sem létust á 19. öld?
Í svari við spurningunni Hvernig get ég fundið út hvar fólk er jarðað? er bent á vefsíðuna Gardur.is. Þar er hægt að slá inn upplýsingar um látna einstaklinga og finna hvar þeir eru grafnir. Yfirleitt er bæði tiltekið í hvaða garði menn liggja og hvar í garðinum leiði þeirra er. Hægt er að finna upplýsingar um ...
Hver fann upp táknmálið?
Það var í raun enginn einn sem fann upp táknmálið, heldur eru táknmál sjálfsprottin mál sem hafa þróast í samfélagi heyrnarlausra manna alls staðar í heiminum. Um þetta segir Svandís Svavarsdóttir í svari sínu við spurningunni: Hvað er táknmál? Er til alþjóðlegt mál fyrir heyrnarlausa?:Táknmál er ekki alþjóðlegt h...
Í hvaða lögum finnum við þessi 20 ár sem afmarka dauða og frelsi í Grettis sögu?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Góðan dag, í LXXVIIunda kapítula Grettis sögu má lesa um útlegð á þjóðveldistímanum. En í hvaða lögum finnum við þessi 20 ár sem afmarka dauða og frelsi? Fjalla-Eyvindur dugir ekki til, en engin svör í Grágás heldur. Hvað var fólk lengi í útlegð á miðöldum? Bestu kveðjur ...
Hvenær kom tvínefni fyrst fram á Íslandi?
Ekki er fullljóst hversu gamall tvínefnasiðurinn er hér á landi. Í Hauksbók, sem rituð var í upphafi 14. aldar, er þessi stutta frásögn af nafnasiðum til forna: Það er fróðra manna sögn að það væri siður í fyrndinni að draga af nöfnum guðanna nöfn sona sinna svo sem af Þórs nafni Þórólf eður Þorstein eður Þorgr...
Hvað er kolefnisár?
Ein leið til að aldursgreina dýra- og jurtaleifar er með hlutföllum samsæta kolefnis og er þá mælt hversu mikið af kolefnissamsætunni C-14 (einnig ritað 14C) er til staðar í sýnunum miðað við kolefnissamsætuna C-12. Þetta hlutfall 14C/12C í sýnunum er síðan borið saman við hlutfallið í andrúmsloftinu og helminguna...
Hvenær og hvers vegna lagðist byggð norrænna manna á Grænlandi niður?
Um þetta hefur fræðimenn greint á bæði fyrr og síðar. Loftslag fór kólnandi á næstu öldum eftir að norrænir menn settust að á Grænlandi. Landkostir og náttúrufar eru þar öðruvísi en menn höfðu átt að venjast og landið harðbýlla mönnum sem höfðu vanist evrópskum lífsháttum. Einangrun frá Evrópu hefur einnig gert mö...
Af hverju kallast Istanbúl einnig Mikligarður?
Borgin sem nú nefnist Istanbúl og er í Tyrklandi var stofnuð af Grikkjum frá borginni Megara árið 667 fyrir Krist. Hún var verslunarborg og vel staðsett við sjóleiðina um Sæviðarsund (Bosporos) á milli Eyjahafs og Svartahafs. Í upphafi nefndist borgin Byzantion. Nafnið er ekki grískt og er talið af þrakverskum ...
Hvaða lönd tilheyra Bretlandi?
Í ensk-íslenskri orðabók er orðið Britain (eða Great Britain) þýtt sem Bretland eða Stóra-Bretland. Þar er átt við eyjuna Bretland sem er stærsta eyjan í Bretlandseyjaklasanum og í raun stærsta eyja Evrópu. Þegar orðið Bretland er notað í þessari merkingu er svarið við spurningunni að eyjan Bretland skiptist í þr...
Hvað þýða litirnir í norska fánanum?
Norski fáninn, blár og hvítur kross á rauðum feldi, er hönnun athafnamannsins Fredriks Meltzers (1779-1855) sem sat um tíma á norska Stórþinginu. Fáninn var kynntur til sögunnar árið 1821 og samþykktur af Stórþinginu sama ár. Á þessum tíma heyrði Noregur undir Svíþjóð og konungurinn (sænski) neitaði að skrifa undi...
Var Ísland einhvern tímann tæknilega undir Svíþjóð?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Var Ísland einhvern tímann tæknilega undir Svíþjóð? Kannski í gegnum Kalmarsambandið eða eitthvað álíka? Varla er hægt að segja að Ísland hafi nokkurn tímann verið undir Svíþjóð. Þó höfðu Svíar og Íslendingar stundum sama konung á 14., 15. og 16. öld. Fyrst varð Ísland skat...