Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 495 svör fundust

category-iconTölvunarfræði

Hvað gerist ef rafhlaða á móðurborði tölvu tæmist?

Á móðurborði venjulegrar tölvu er rafhlaða sem sér um að geyma ýmsar stillingar fyrir móðurborðið. Þessum stillingum má breyta þegar tölvan er ræst með því að opna BIOS-stillingarnar áður en stýrikerfi tölvunnar ræsir sig upp. Rafhlaðan sér einnig um að keyra litla klukku ef móðurborðið missir rafmagn. Þannig getu...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Sést Vetrarbrautin okkar frá Íslandi?

Já, Vetrarbrautin okkar sést frá Íslandi. Á heiðskírri og tunglslausri nóttu er hægt að sjá miðskífu Vetrarbrautarinnar sem þunna og daufa slæðu sem nær þvert yfir himinninn. Til þess að sjá hana þarf að fara fjarri ljósmengun borgarljósanna. Reyndar sést einnig að minnsta kosti ein önnur vetrarbraut á næturhim...

category-iconJarðvísindi

Hver er skýringin á blágrænni slikju á svörtu basaltgjalli?

Blágræn slikja á svörtu basaltgleri mun stafa af bylgjuvíxlum ljóss sem endurvarpast frá örsmáum kristöllum í glerinu. Gjallið myndast í eldgosi þegar basaltbráð freyðir í gosopinu og hraðkólnar („frýs“) í basaltgler. Ástæðan er sú að eldfjallagös, einkum vatn, leysast úr bráðinni efst í gosrásinni við þrýstilé...

category-iconEfnafræði

Af hverju fylgja litlar kísilkúlur í hvítum pokum oft með hlutum eins og til dæmis kíkjum?

Hvítu kúlurnar eru rakadræg efni sem hindra rakamyndun í nálægu rými. Slík þurrkefni eru oft sett í umbúðir með tækjum og hlutum sem eru viðkvæm fyrir raka, til dæmis nákvæmum mælitækjum eða tólum sem vatn gæti tært. Stundum eru efni af þessu tagi sett í ílát með matvælum. Raki er þar óæskilegur því hann skapar sk...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver eru fylgitungl Neptúnusar?

Umhverfis Neptúnus ganga að minnsta kosti 11 tungl. Þrjú þeirra er tiltölulega nýbúið að uppgötva og hafa þau því þegar þetta er skrifað (júlí 2003) enn ekki fengið venjulegt heiti. Heiti tungla Neptúnusar eru fengin úr grísku/rómversku goðafræðinni en nánari skýringar á nöfnunum fylgja umfjöllun um hvert tungl. ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað verða risasmokkfiskar stórir og hvað vita vísindamenn um lífshætti þeirra?

Risasmokkfiskar eru smokkfiskar (Architeuthidae) af ættkvíslinni Architeuthis. Alls hafa átta tegundir verið flokkaðar í þessa ættkvísl. Sumar þeirra geta orðið gríðarlega stórar eða allt að 13 metrar á lengd frá skrokkenda til enda lengri fálmaranna. Möttullinn sjálfur getur orðið tveir metrar á lengd þannig að l...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju er bæjarnafnið Roðgúll dregið?

Í Árnessýslubindi Jarðabókar Árna Magnússonar og Páls Vídalíns (II, bls. 65) eru taldar upp hjáleigur í Stokkseyrarhreppi. Ein hjáleiga Stokkseyrarjarðar er Vatnsdalur, „áður kallað Roðgúll“. „Landskuld xx álnir í landaurum ut supra og að auk fyrir fjörubrúkun skilur landsdrottinn iij alin í sölvum, hefur nú ei go...

category-iconStærðfræði

Hvernig er hægt að nota Pýþagórasarreglu á praktískan hátt?

Regla Pýþagórasar segir að í rétthyrndum þríhyrningi sé summan af lengd hvorrar skammhliðar um sig margfaldaðri með sjálfri sér jöfn lengd langhliðarinnar margfaldaðri með sjálfri sér. Tökum dæmi. Þríhyrningurinn á myndinni hér á eftir hefur hliðarnar a, b og c og hornið á móti hliðinni c er rétt eða 90°. Um þe...

category-iconVerkfræði og tækni

Hversu miklu rafmagni skilar virkjun af sér á mínútu?

Þegar talað er um magn rafmagns sem virkjun framleiðir er í raun átt við magn raforku. Orka er mæld í júlum (J) en til að mæla raforku í almennri notkun er oft notuð stærri mælieining sem kallast kílóvattstund (1 kWh = 3600·1.000 J). Ef við erum að tala um virkjanir er þó hentugra að nota enn stærri einingar eins ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hafa allir broddgeltir brodda?

Nei, svo undarlega sem það kann að hljóma eru ekki allir broddgeltir með eiginlega brodda. Ætt broddgalta (Erinaceidae) skiptist í tvær undirættir, eiginlega broddgelti (Erinaceidae) og svokallaða rottugelti (Galericinae). Rottugeltir eru furðu líkir rottum og hafa ekki samskonar brodda á bakinu og hinir eiginl...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er kvikasilfur í bóluefni?

Thiomersal er eitt þeirra efna sem notað hefur verið í bóluefni. Það inniheldur kvikasilfurssambönd og er ætlað að auka endingu bóluefna. Ekkert bóluefni sem notað er í almennum bólusetningum hér á landi inniheldur thiomersal nema Pandemrix sem notað hefur verið gegn svínainflúensu. Almennt inniheldur bóluefni se...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvaða stjarna skín svona skært á suðausturhimninum?

Mjög góðar og aðgengilegar stjörnufræðiupplýsingar á íslensku er að finna á Stjörnufræðivefnum. Undir valmyndinni Stjörnuskoðun er hægt að fara inn á Stjörnuskoðun í kvöld og skoða stjörnukort fyrir viðeigandi mánuð. Þegar þetta svar er skrifað er hægt að skoða stjörnukort fyrir Ísland í september 2010. Stjörnumer...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er allt gert úr frumum?

Svarið við þessu fer svolítið eftir því hvað átt er við með orðinu „allt“, hvort þar sé verið að vísa til allra lífvera eða hvort átt sé við ALLT í stærra samhengi. Í niðurlagi svars Halldórs Þormars við spurningunni Hver uppgötvaði frumuna? er minnst á frumukenninguna en samkvæmt henni er fruman frumeining all...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Gætu ísbirnir lifað á suðurheimskautinu eða Suðurskautslandinu?

Ísbirnir (Ursus maritimus) geta örugglega ekki lifað á suðurheimskautinu sjálfu sökum þess að þar er afar litla fæðu að fá og harðangurslegt með eindæmum. Tegundir hryggdýra sem draga þar fram lífið, hluta úr ári, eru teljandi á fingrum annarrar handar. Um Suðurskautslandið og strandsvæði þess gegnir hins vegar öð...

category-iconVerkfræði og tækni

Hver fann upp spegilinn og hvenær?

Þetta er ágæt spurning en því miður er ekki vitað með fullri vissu hver fann upp spegilinn. Elstu speglar sem vitað er um eru frá því um 6000 f.Kr. Þeir fundust í Anatólíu þar sem nú er Tyrkland. Enn fremur hafa speglast fundist í Mesópótamíu (Mið-Austurlönd) frá því um 4000 f.Kr., í Egyptalandi frá 3000 f.Kr. og...

Fleiri niðurstöður